Frjáls verslun - 01.10.1976, Blaðsíða 73
Lystadúnverksmiðjan
Framleiðir úr 17 til 20
tegundum af svampi
— IVIestur hluti hráefnisins íslenzk framléiðsla
Lystadúnverksmiðjan er að
Dugguvogi 8. Fyrirtækið heit-
ir reyndar Vogafell hf., og er
stofnandi þess og aðaleigandi
Halldór Jónsson. Fyrirtækið
var stofnað árið 1964 og var
kveikjan að því viðskiptasam-
bönd Halldórs Jónssonar við
danskt fyrirtæki sem fram-
leiddi svamp og aðrar vörur
fyrir húsgagnaiðnaðinn. Hall-
dór Jónsson rekur nú tvö fyrir-
tæki á iðnaðarlóðinni Duggu-
vogi 8—10, en þau eru Halldór
Jónsson hf. og Vogafell hf., scm
öðru nafni nefnist Lystadún-
verksmiðjan.
F.V. heimsótti nýlega Lysta-
dúnverksmiðjuna, til að afla
upplýsinga um starfsemi fyrir-
tækisins. í fjarveru Halldórs
Jónssonar varð Þórarinn Klem-
ensson fyrir svörum.
SELJA DÝNURNAR FULL-
FRÁGENGNAR
Framleiðsluvörur fyrirtækis-
ins eru púðar og sessur fyrir
húsgagnafamleiðendur, rúm-
dýnur, ferðadýnur, púðafylling-
ar og þvottasvampar fyrir
verzlanir og eimstaklinga. Far-
ið hefur vaxandi að fólk leiti
til fyrirtækisins, í þeim tilgangi
að fá skorinn niður svamp til
að útbúa sín eigin húsgögn.
Reynt er að veita þessu fólki
sem bezta þjónustu með ráð-
leggingum í sambandi við efn-
isval o.fl.
Snemma var tekin sú stefna
að fullvinna rúmdýnur og
rekur fyrirtækið í því sam-
bandi saumastofu. Á sauma-
stofunni vinna nú fimm stúlk-
ur og sauma þær ver utan um
dýnur og púða. Lystadúnverk-
smiðjan hefur ávallt mikið úr-
val áklæða, til að geta veitt
viðskiptavinum sínum sem
bezta þjónustu.
Vélar
Lystadún
eru
sérhæfðar
til svamp-
skurðar.
MARGAR TEGUNDIR AF
SVAMPI
Sá svampur sem notaður er
til framleiðslunnar kallast
polyether. Mestur hluti hrá-
efnisins er íslenzk framleiðsla,
en fyrirtækið flytur einnig inn
polyether frá Dunlop í Eng-
landi.
Lystadúnverksmiðjan býður
upp á mesta úrval svampteg-
unda hér á landi að sögn Þórar-
ins. Alls getur viðskiptavinur-
inn valið úr 17 til 20 tegund-
um svamps með misjöfnum
eiginleikum hvað varðar herzlu
og þunga.
Vélar fyrirtækisins eru sér-
hæfðar til svampskurðar og
eina sjálfvirka svampskurðar-
vélin hérlendis er í eigu Lysta-
dúns. Við sjálfan svampskurð-
inn vinna fimm starfsmenn og
er mikil áherzla lögð á að nýta
hráefnið til fulls.
hAhyrningurinn sefur
Á LYSTADÚN
Lystadún hefur afgreitt
margar stórar pantanir af dýn-
um og má m.a. nefna dýnur í
svefnskála hjá Sigöldu og
Kröflu, í orlofshús verkalýðs-
félaga og til gisti- og sjúkra-
húsa.
Ýmsar óvenjulegar pantanir
hafa borist fyrirtækinu og þeg-
ar F.V. var þar í heimsókn var
einmitt verið að afgreiða
stærstu dýnu sem framleidd
hefur verið hjá fyrirtækinu.
Sú dýna var 4,50 m á lengd,
1,75 m á breidd og 60 cm þykk.
Þessi dýna var ætluð háhyrn-
ingunum sem nýlega voru
veiddir hér við land.
Lystadún og Halldór Jónsson
hf. eru með stærstu fyrirtækj-
um í Iðnvogahverfinu. Miklu
fé hefur verið varið í frágang
lóðar og bílastæða og er allt
útlit lóðarinnar að Dugguvogi
8—10 nú hið snyrtilegasta.