Frjáls verslun - 01.10.1976, Blaðsíða 92
AUGLÝSING
- CHEVROLET NOVA -
Endingargóð lúxusbifreið
Chevrolet Nova bifreiðin,
sem framleidd er hjá General
Motors Corporation í Banda-
ríkjimum er orðin mjög vel
þekkt hér á landi. Árið 1975
var útliti bifreiðarinnar breytt
og jók það enn á vinsældir
hennar, auk þess sem Chevro-
let Nova er fáanleg í tuttugu
litum. Samband íslenskra sam-
vinnufélaga er umboðsaðili
General Motors hér á landi.
Chevrolet Nova bifreiðin er
mjög lipur í akstri miðað við
stærð og hemlakerfi og stýris-
útbúnaður er mjög öruggt.
Chevrolet Nova er sérstaklega
vinsæl sem fjölskyldubifreið,
en fæst ennfremur í sportút-
gáfu og fer vaxandi í sölu sem
leigubifreið.
Áætlað verð bifreiðarinnar
nú er kr. 2.595.000, sem miðast
við eftirtalin atriði sem í bif-
reiðinni eru: 6 cylindra vél, 250
cin, sjálfskiptingu, vökvastýri,
aflhemla, litað gler, afturrúðu-
blásara, styrkta fjöðrun og
teppi á gólfum.
Chevrolet Nova eyðir 13—15
lítrum á hverja 100 km.
Varahlutaþjónustan er góð
fyrir Chevrolet Nova miðað við
þá varahlutaþjónustu sem oft
þarf að búa við hér á landi og
hefur véladeild SÍS ávallt fyr-
irliggjandi nauðsynlega vara-
hluti.
- CHEVROLET CONCOURS -
Lipur í akstri
Chevrolet Concours er einn-
ig framleiddur hjá General
Motors. Bifreiðin var hönnuð
með það fyrir augum að vera
þægileg, endingargóð lúxusbif-
reið, enda er mikið lagt upp
úr innréttingum og útliti bif-
reiðarinnar. Chevrolet Con-
cours er til í þremur gerðum,
2ja dyra Co’upe, 2ja dyra Hatch-
back og 4ra dyra Sedan. Bif-
reiðin er mjög rúmgóð með
stóru farangursrými.
Chevrolet Concours er sjálf-
skiptur með vökvastýri og afl-
hemla. Vélin er 6 cylindra, 250
cin. Gler eru lituð í bifreiðinni
og ennfremur er í henni aftur-
rúðublásari. Fjöðrun er styrkt
og teppi eru á gólfum líkt og í
Nova gerðinni. Engin munur er
á útbúnaði og innréttingum á
tveggja og fjögurra dyra gerð-
unum.
Chevrolet Concours er fjöl-
skyldubíll, sportbíll og leigu-
bíll, lipur í akstri og hemla-
kerfi og stýrisútbúnaður er
mjög öruggt. Bifreiðin eyðir u.
þ.b. 13—15 lítrum á hverja 100
km, og verð á 4ra dyra gerð-
inni er um 2,9 milljónir.
Varahlutaþjónustan fyrir
Chevrolet Concours er góð og
kappkostar véladeild SÍS að
hafa ávallt fyrirliggjandi alla
nauðsynlega varahluti í bílana.
Um tuttugu liti er að velja á
Concours gerðirnar. Bifreiðin
er þegar vel þekkt hér á landi
og hefur fengið sérstaklega
góðar viðtökur meðal fjöl-
margra viðskiptavina.
88
FV 10 1976