Frjáls verslun - 01.10.1976, Blaðsíða 71
Bandag hjólbaröasólunin hf.
Kaldsóla 22 stóra hjólbarða á dag
— Bandagsólun er frábrugdin öðrum sólunaraðferðum
Hjólbarð-
arnir eru
skoðaðir
og gert
er við'
þá áður
en sólning
fer fram.
Hér er
verið
að sóla
hjólbarða,
sem þegar
hefur
verið
skoðað’ur.
Bandag hjólbarðasólunin hf.
er nýlegt fyrirtæki, stofnað
fyrir þremur árum, en starf-
semi þess er að Dugguvogi 2, í
nýjasta húsinu, sem risið hefur
í Iðnvogahverfinu, en auk þess
eru 7 önnur fyrirtæki starfandi
í húsinu. Bandag hjólbarðasól-
unin sólar aðallega hjólbarða á
stórar flutningabifreiðir og
vörubíla með kaldsólun.
F.V. heimsótti Bandag hjól-
barðasólunina og ræddi við
framkvæmdastjórann Guð-
mund I. Guninlaugsson til að
fræðast betur um Bandag kald-
sólun. Sagði Guðmundur, að
Bandag hjólbarðasólun væri á
margan hátt frábrugðin öðrum
hefðbundnum sólunaraðferð-
um, að því leyti að í stað þess
að sjóða hrágúmmí á hjólbarð-
ann er settur á hann tilbúinn
sóli sem límdur er á og aðeins
er notaður lítill hiti til þess að
flýta fyrir límingu. Notaður er
sami hiti og algengur er á hjól-
börðum í akstri, þannig að hjól-
barðinn heldur öllum styrk-
leika sínum.
Bandag hjólbarðasólunin er
umboðsaðili bandaríska stór-
fyrirtækisins Bandag Incorpo-
rated, en fyrirtæki þetta hef-
ur útibú í öllum heimsálfum og
auk þess umboðsaðila í u.þ.b.
100 löndum.
KALDSÓLA 22 VÖRUBÍLA-
DEKK Á DAG
Það tekur einn sólarhring að
kaldsóla hjólbarða, en kaldsól-
unin fer þannig fram, að byrj-
að er á þvi að skoða og gera við
hjólbarðann, en síðan er hann
settur á sérstakan rennibekk,
sem rennir hann til þess að
sléttur flötur fáist og auk þess
er jafnvægi barðans tryggt. Því
næst er hjólbarðinn tekinn aft-
ur til skoðunar og allar holur
og göt, sem kunna að vera á
slitfletinum fyllt.
Að því loknu er sólinn settur
á hjólbarðann með því að valta
hann niður með þrýstivalsi og
hanm síðan settur í gúmmíum-
slag og á sérstaka felgu.
Að síðustu er hjólbarðinn sett-
ur inn í þrýstiklefa, þar sem
hann er í 4 klukkustundir við
90° hita.
Guðmundur sagði, að Bandag
hjólbarðasólunin gæti að jafn-
aði sólað 22 vörubíladekk eða
stór dekk á dag. Bæði Strætis-
vagnar Reykjavíkur og Kópa-
vogs notfæra sér þjónustu
Bandag og ennfremur mörg
fyrirtæki, sem hafa stóra bíla
til umráða. Þessi þjónusta á
ekki eingöngu við um stóra
hjólbarða, því mikið er einnig
um kaldsólun á fólksbílahjól-
börðum.
SMÁSKORUMUNSTUR í
STAÐ SNJÓNAGLA
Bandag fyrirtækið hefur
einkaleyfi á sérstöku smáskoru-
munstri, sem kallast „Micro-
sipe“, en í því eru margar þétt-
ar skorur, sem skornar eru með
beittu blaði þvert yfir munst-
urbarðann. Hafa þessir hjól-
barðar mikla spyrnu í snjó og
eru þegar byrjaðir að leysa
nagla i dekkjum af hólmi.
Sagði Guðmundur að lokum,
að Bandagsólaðir hjólbEirðar
væru þrefalt endingarbetri en
heitsólaðir hjólbarðar, og jafn-
framt væru þeir 20—50% end-
ingarbetri en nýir hjólbarðar,
auk þess sem Bandagsólaðir
hjólbarðar væru mun ódýrari
en nýir. Byggir hann þetta á
rannsóknum sem gerðar hafa
verið á þessu hjá Bandag fyrir-
tækjasamsteypunni í U.S.A.
FV 10 1976
fi7