Frjáls verslun - 01.10.1976, Blaðsíða 55
JARÐGUFAN NOTUÐ TIL
ÞURRKUNAR
Léttsteypan hefur ekki gert
mikið til að auglýsa upp þessa
nýju framleiðslu, en nýjimgar
spyrjast þó fljótt og eftirspurn
eftir steinum frá fyrirtækinu
hefur verið betri á þessu ári en
oft áður. — Áður en við förum
að auglýsa þetta verðum við að
ná upp meiri afköstum, sagði
Arnþór. — Þá þurfum við að
stækka húsnæðið, koma okkur
upp öðrum þurrkklefa, en við
nýtum auðvitað jarðgufuna til
að þurrka steinana, og svo þarf
að koma upp sérstökum rekk-
um eða grindum til að raða
óþurrkuðum steinum á. Til
þess að tvöfalda framleiðsluna
þyrftum við að útvega okkur
60 rekka í viðbót, en hver
þeirra kostar 100 þúsund, svo
þar er strax komin fjárfesting
upp á 6 milljónir. Það getur
orðið erfitt að finna sjóði sem
vilja lána það fé.
GRUNDVÖLLUR FYRIR
MEIRI FRAMLEIÐSLU
Arnþór hefur trú á því að
grundvöllur sé fyrir miklu
meiri framleiðslu af þessari
tegund steina og markaðurinn
sé hvergi nærri fullnýttur. —
Við gætum líka boðið upp á
samkeponisfært verð á Suður-
landi, þrátt fyrir flutnings-
kostnað, sagði hann. — Við
seljum mest af framleiðslunni
í sveitunum í kring og til Ak-
ureyrar. Eitthvað selst svo líka
til Austfjarðanna.
— Hjá okkur stendur til að
reyna að auka framleiðsluna
eftir megni, sagði Arnþór. —
Verk-
smiðja
Léttsteyp-
unnar
við
Bjarnar-
flag hjá
Mývatni.
Þegar hún fer að aukast getum
við kannski farið að auglýsa
þetta eitthvað upp, en núna
höfum við ekki undan að fram-
leiða upp í pantanir. Við höfum
aðeins kannað möguleika á út-
flutningi á framleiðslunni og
höfum við fengið mjög jákvæð-
ar upplýsingar um eiginleika
efnisins. Annars veitti okkur
ekki af að 'hafa tæknifræðing
hjá okkur til að gera tilraunir
með þetta efni, því það hefur
örugglega upp á marga mögu-
leika að bjóða. Við höfum ver-
ið að reyna ýmislegt sjálfir,
t.d. að blanda kísilgúr saman
við hráefnið og hefur það orðið
til þess að gera efnið þjálla og
meðfærilegra í framleiðslunni,
en við vitum ekki hvað það
gerir efninu að öðru leyti. Við
höfum hugsað okkur að auka
líka við tegundir af steinum
og erum m.a. með áætlanir um
að byrja að framleiða munstr-
aðar plötur sem hægt er að
nota í girðingar og fleira.
GOTT BYGGINGAREFNI
Hjá fslendingum hefur alitaf
gætt svolítils ótta við hlaðin
hús, en Arnþór er sannfærður
um að steinarnir frá Léttsteyp-
unni séu gott byggingarefni. —
Vikursteinarnir ssm einu .sinni
voru notaðir reyndust ekki vel,
saeði Arnþór, — en hér er um
allt annað efni að ræða. Þetta
er bæði létt og sterkt og þolir
meira að segja jarðskjálfta al-
veg ágætlega. Það tekur bara
tíma að kynna fólki þetta og
leyfa því að venjast því að nota
ný efni, sagði Arnþór Björns-
son að lokum.
Eskifjörður:
Ný grunnskóla-
bygging
stærsla
verkefnið
Rætt við Jóhann
Clausen, sveitarstjóra
íbúum á Eskifirði hefur
fjölgað (iltölulcga mikið hin
síðustu ár, enda er og hefur
verið mikill uppgangur á staðn-
um. íbúatalan er nú farin að
nálgast 1100 og fyrir tveimur
árum fékk bærinn kaupstaða-
réttindi.
Fjölgun íbúa hefur að sjálf-
sögðu krafizt aukinna fram-
kvæmda af hálfu bæjarfélags-
ins og þá ekki sízt í skólamál-
um. Það getur líka talist ein-
kenni fyrir Eskifjörð hve þrifa-
legur kaupstaðurinn er, og hafa
bæjaryfirvöld lagt sérstaka
rækt við að halda bænum sem
snyrtilegustum, og leggja mik-
ið upp úr því að vel takist til.
Samhliða þessu stendur bærinn
í miklum byggingaframkvæmd-
um á leiguíbúðarhúsnæði og
þar eru nú byggðar fyrstu
„stallaíbúðirnar“ hér á landi.
Þegar Frjáls verslun heimsótti
Eskifjörð fyrir skömmu, hitti
blaðið Jó'hann Clausen sveitar-
stjóra að máli og bað hann að
segja frá því helzta, sem um
væri að vera á Eskifirði.
NÝR GRUNNSKÓLI
— Fyrst og fremst má nefna,
að við höfum hafist handa með
byffginffu 1850 fermetra grunn-
skóla, sasði Jóhann. Grunnur
byggingarinnar var steyptur í
fyrra og er þetta helzta fram-
kvæmdin hér á staðnum í ár og
verður ugglaust næstu ár. Þessi
nýi skóli kemur í stað þess
gamla sem var byggður árið
1912 og því tími til kominn að
bvggja nýjan skóla. Við áætl-
um að vinna fyrir 14 millj.
króna á þessu ári, en ríkið
FV 10 1976
51