Frjáls verslun - 01.10.1976, Blaðsíða 46
Hiísavík
IVIynduðu samtök verktaka
vegna framkvæmda við Kröflu
Þegar virkjunin við Kröflu var á döfinni tóku nokk'ur fyrirtæki
á Húsavík og Þingeyjarsýslu sig saman og stofnuðu Félag bygg-
ingaverktaka á Húsavík og Suð'ur Þingeyjarsýslu (FBHS). Tak-
mark þessara samtaka var að reyna að fá eitthvað af þeim stóru
verkefnum, sem biðu við virkjunina og töldu stofnendurnir meiri
líkur á því að fá einhver verkefni ef þeir stæðu saman.
Eitt af þeim fyrirtækjum
sem stóð að stofnun þessara
samtaka var Trésmiðja Jóns og
Haraldar sf. á Húsavík og þeg-
ar Frjáls verslun átti þar leið
um fyrir skömmu var annar
eigandinn, Jón Ingólfsson tek-
inn tali og beðinn að segja frá
fyrirtæki sínu og bygginga-
verktakafélaginu.
— Ef ég má þá byrja á fyrir-
tæki okkar Haraldar Þórarins-
sonar, sagði Jón, þá erum við
búnir að reka það í 10 ár og er-
um með 10 menn í vinnu.
Verkefni okkar eru aðallega
húsbyggingar fyrir þá aðila
sem óska eftir þjónustu okkar.
Við höfum í huga að hefja
smíði einbýlishúsa fyrir eigin
reikning til að selja, en höfum
ekki fengið lóðir til þess. Við
vorum búnir að koma okkur
upp mótum sérstaklega í þess-
um tilgangi, en hörgull á ein-
býlishúsalóðum í bænum hef-
ur orðið til þess að einstakling-
ar hafa setið fyrir um úthlutun.
10 EINBÝLISHÚS OG
5 BLOKKARÍBÚÐIR
Núna erum við með smíði 10
Jón Ingólfsson, húsasmiður.
einbýlishúsa í gangi og frágang
á tréverki í 5 íbúðir í blokk.
Við stundum mest útivinnuna,
en smíðum þó glugga og eld-
húsinnréttingar á verkstæði
okkar yfir vetrarmánuðina þeg-
ar ekki er hægt að vinna úti.
Á næstunni munum við taka
þátt í byrjunarframkvæmdum
við dvalarheimili fyrir aldraða,
sem Húsavík og sveitirncu: í
kring ætla að fara að byggja.
í vetur förum við svo í eldhús-
innréttingarnar og gluggasmíð-
ina eins og vanalega en ekki er
vitað hvað tekur við næsta
sumar. Við vonumst til að tals-
vert verði um íbúðarhúsabygg-
ingar, því satt að segja hefur
bærinn orðið svolítið útundan
vegna Kröfluframkvæmdanna.
Hins vegar er bygging einbýlis-
húsa að verða nofckuð þung
byrði að axla, sérstaklega fyrir
ungt fólk sem er að byrja að
byggja.
HAFA SMÍÐAÐ 160 ÍVERU-
SKÁLA
Verkstæði Jóns og Haraldar
stendur rétt fyrir ofan bæ við
ána sem rennur í gegnum bæ-
inn. —• Við höfum verið hér
utan skipulags sagði Jón, en nú
skilst mér að verið sé að skipu-
leggja útivistarsvæði hér upp
með ánni. Þá verðum við senni-
lega að víkja með verkstæðið,
en ætli við fáum þá ekki lóð í
staðinn. Það er draumurinn að
byggja nýtt verkstæðishús ef
nauðsynleg lán fást úr Byggða-
sjóði eða Iðnþróunarsjóði, en
það er ekki gott að spá hversu
létt verður að fá slik lán, sagði
Jón.
46
FV 10 1976