Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1977, Side 25

Frjáls verslun - 01.01.1977, Side 25
Bifreiðastöft Islands: Fyrirhugað að opna nýja ferðaskrifstofu „Þaft ætti engan aft saka, þött svo færi aft einhverjir nýir markaftir opn- uftust t.d. á IMorfturlöndum”, segir Kristjón Kristjónsson forstjóri Umferðarmiðstöðin, þar sem BSÍ hefur skrifstofur og afgreiðslu bíla sinna. Nú eru á landinu 28 sérleyfis- hafar á 50 sérleyfisleiðum. Sér- lcyfishafar þessir eiga 139 bif- reiðir með samtals 5463 sætum. Flestir sérleyfishafanna hafa af- greiðslu hjá Bifreiðastöð Is- lands, en það er einmitt hlut- verk BSÍ að sjá um afgreiðslu fyrir þá. Ferðir frá BSÍ ná frá Egilsstöðum um Hornafjörð til lieykjavíkur, um allt Suður- og Vesturland, á Snæfellsnes, til Vestfjarða og allt norður til Akureyrar. Alls eru sérleyfis- kílómetrarnir 6.991. Kristjón Kristjónsson er foi'- stjóri Bifreiðastöðvar íslands og við hann ræddi F.V. um mál- efni sérleyfishafa. 300.000 FARÞEGAR FLUTTIR TIL EÐA FRÁ BSÍ Á SÍÐASTA ÁRI Nýting bifreiðanna hefur ver- ið mjög svipuð ifrá 1969—1976 eða frá 28'—32,4%. Á síðasta ári voru fluttir til og frá Bif- reiðastöð fslands um 300.000 farþegar, og vega þar hæst far- þegaflutningar til og frá Kefla- vík og til og frá Selfossi. Með- altal farþega í ferð frá 1969— 1976 er frá 12,9—19,4. Auk þess fer árlega um stöðina mik- i'll fjöldi hópferðafarþega. Bifreiðarnar eru fhá 9 manna til 65 manna, en algengasta stærðin er frá 20—60 manna. TÖLULEGAR STAÐREYNDIR UM SÉRLEYFI Á ÍSLANDI BSf 'hefur látið gera töluleg- ar stað.reyndir um sérleyfi hér á landi og kemur þar fram að stærstu sérleyfisfyrirtækin mið- að við farþegaflutninga eru Landleiðir, Sérleyfisbifreiðar Keflavíkur og Sérleyfisbifreið- ar Selfoss. Árið 1974 fluttu Landleiðir 667.011 farþega til og frá Hafnarfirði. Stærstu sérleyfisfyrirtækin miðað við bifreiðaeign eiga 12 —20 bifreiðir. Auk farþega- flutninga flytja bilarnir einnig pakka, póst og ýmsan smávarn- ing. FARÞEGAFLUTNINGAR MEÐ ÁÆTLUNARBIFREIÐ- UM HAFA DREGIST SAMAN Þessi starfsemi hefur átt í vök að verjast og hefur dregist saman að sögn Kristjóns, eink- um vegna aukinnar einkabíla- eignar landsmanna og fólks- flutninga með flugvélum. Sagði Kristjón, að ýmsar kvaðir og skattar væru lagðir á sérleyfishafa, sem þeir ættu erfitt með að sætta sig við s.s. há innflutningsgjöld og tollar, sem gætu verið allt að 6 millj- ónir á hvern nýjan bíl og enn- fi'emur þungaskattur, sem sí- fellt er að hækka. Fólksflutningar með áætlun- arbifreiðum til Vestfjarða hafa dregist stórlega saman eftir að farið var að fljúga að staðaldri til hinna ýmsu byggðarlaga þar. Sama er að segja um ferðir til Austfjarða. Hins vegar er talsvert um farþegaflutninga á vegum BSÍ á Suðurlandi á svæðinu til Snæfellsness og austur til Víkur í Mýrdal. Einnig er töluvert um farþega- flutninga í Húnavatnssýslur og Skagafjörð og til Aku.reyrar. Sagði Kristjón, að með til- komu nýja hringvegarins hefðu sérleyfishafar gert sér von um aukna farþegaflutninga til staða austanlands, en þær von- ir hefðu brugðist að verulegu leyti. STÆRSTA HÓPFERÐA- AFGREIÐSLA Á LANDINU Hjá BSÍ e,r stærsta hópferða- afgreiðsla á landinu. Á sumrin aka þaðan auk bíla sérleyfis- hafa um 60 hópferðabílstjórar með um 80 bíla með 2100 sæti. Mikill Wuti þessa aksturs er fyrir ferðaskrifstofurnar og þá FV 1 77 25

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.