Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1977, Side 47

Frjáls verslun - 01.01.1977, Side 47
Vestursalur Kjarvalsstaða, þar sem sýningar ýmissa listamanna fara fram. ar“. Sýningunni er ætlað að sýna 'hina nánu sam- vinnu skálds og myndlistarmanns, sem getur átt sér stað í bókaútgáfu. Aðalverkið á sýningunni verður bók Asgers Jorns og Halldórs Laxness: Die Geschichte vom teurem Brot, sem kom út í Sviss 1972. Nokkrar litografíur og textar annarra þekktra rithöfunda og myndlistarmanna verða ennfremur á þessari sýningu. í vetur myn félagið íslensk grafík halda sýn- ingu í Norræna húsinu, svo og mun Bragi Ás- geirsson halda þar einkasýningu, og væntanlega munu fleiri íslenskir listamenn sýna verk sín í Norræna húsinu í vetur. maí—7 júní er fyrirhugað að halda málverka- sýningu á verkum eftir 12 enska listmálara og er nú verið að vinma að undirbúningi þessarar sýningar. 1 i 1 tl 1 :'!ll Allar sýningarnar verða haldnar í vestursal Kjarvalsstaða. í mars er áætlað að opna sýningu á verkum Jóhannesar Kjarval og stendur sú sýn- ing í allan vetur og sumar. í mars og apríl verður brúðuleikhús að Kjar- valsstöðum og einnig verða þar haldnir fyrir- lestrar og tónleikar. • Norræna húsið Nýtt starfsár er hafið hjá Norræna húsinu og verður þar margt fróðlegt á dagskrá s.s. fyrir- lestrar, vísnasöngur, ýmsar sýningar og margt fleira. Fyrstu dflgana í febrúar kemur Erik Kjersgaard, deildarstjóri við þjóðminjasafnið danska í Kaupmanmiahöfn, en þessi maður er mjög kunnur í Danmörku vegna ritstarfa sinna og sjónvarpsþátta. Erik Kjersgaard flytur hér tvo fyrirlestra dag- ana 3. og 5. febrúar. Helgi Gíslason, myndhöggvari sýnir eigin verk í sýningarsölum hússins í febrúar. Hann hefur einkum femgist við höggmyndir og grafík. Þessi sýning er fyrsta sýning Helga hér á landi. Af öðrum fróðlegum sýningum, sem settar verða upp í Norræna húsinu er m.a. sýning sem Selskabet til hándarbejdets fræmme í Kaup- mannahöfn heldur. Þetta er sýning á handa- vinmiu, sem einkum er unnin úr íslenskri ull. Sýningin stendur dagana 26. febrúar—13. mars. 5. mars verður opnuð sýning í bókasafni Nor- ræna hússins á myndskreytingum í finnskum barnabókum. Á sýningunni verða sýnd verk 11 finnskra listamanna. 16. apríl verður opnuð sýning í sýningarsöl- um hússins, sem nefnist „samspil orðs og mynd- • Hótel Saga Mikið er um að vera á Hótel Sögu í vetur, því þar verða haldnar árshátíðir og skemmtikvöld um hverja helgi fram á vor. f Súlnasalnum hlið- arsölum og Bláa salnum er unnt að hafa allt að 600—630 manns í mat og í Átthagasal geta um 180 manns verið í mat, og að auki eru þar 45 barsæti. Aðallega eru haldnar árshátíðir félagasamtaka og átthagafélaga, en að auki eru ferðaskrifstofu- skemmtikvöld á hverju sunnudagskvöldi, sem ferðaskrifstofurnar Sunna og Útsýn, halda. Á þessum skemmtikvöldum eru ferðakynningar, skemmtiatriði og snæddur er réttur frá viðkom- andi landi, t.d. Spáni og stundum skemmta er- lendir skemmtikraftar á þessum kvöldum. Auk þess hafa ferðaskrifstofurnar Sunna og Útsýn gengist fyrir binigókvöldum, og á hverju ári hefur verið haldin fegurðarsamkeppni á veg- um ferðaskrifstofunnar Útsýn. Súlnasalur er alltaf opinn fyrir matargesti með dansleik frá kl. 19 á hverjum laugardegi og þar leikur hljómsveit danstónlist, en Stjörnusalur á 8. hæð hótelsins er opinn fyrir matargesti frá kl. 8—23.30 alla daga vikuntnar. f hádeginu liggur þar fyrir matseðill með ódvrum réttum. Á kvöldin er hægt að velja úr nokkrum kvöldréttum, og auk þess um 50 sér- réttum. Á 1. hæð hótelsins er Mímisbar opinn öll kvöld, nema á miðvikudagskvöldum. Á Hótel Sögu við Hagatorg eru 90 hótelher- bergi með u.þ.b. 150 rúmum. Á hótelinu er einn- ig ýmis þjónusta s.s. gufubað, nuddstofa, banki, snyrtistofa og fleira. Helstu árshátíðir átthagafélaga eru árshátíð Skagfirðingafélagsins 25. febrúar, Svarfdælinga- félagsins 5. mars, Súfffirðingafélagsins 12. mars, Siglfirðingafélagsins 25. mars og Breiðfirðinga- félagsins 1. apríl. FV 1 77 47

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.