Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1977, Page 92

Frjáls verslun - 01.01.1977, Page 92
AUGLÝSING ÓLAFUR GÍSLASOM & CO. HF.: Chubb Fire eldvarnir Ólafur Gíslason og Co hf., Sundaborg, Klettagörðum 3 hefur umboð fyrir breska. stór- fyrirtækið Chubb Fire, en þetta fyrirtæki er einn stærsti fram- leiðandi tækjabúnaðar til slökkvistarfa og eru framleidd hjá fyrirtækinu lítil hand- slökkvitæki og allt upp í stærstu slökkvibíla. Fluttar eru inn fjölmargar gerðir af handslökkvitækjum s.s dufttæki, vatnstæki, koltví- sýringstæki og kvoðutæki og hafa slík tæki verið flutt inn um áratuga skeið. Framleið- endu.r handslökkvitækjanna flytja út öll handslökkvitæki hingað til lands með íslenskum leiðbeiningum. Nú ér í undirbúningi inn- flutnin^ur á nýrri tegund slökkvitækja, sem mjög hafa verið að ryðja sér til rúms í heiminum, en það er Halon (BCF) slökkvitæki, sem er þannig úr garði gert, að við notkun breytist vökvinn sem er í tækinu í lofttegund, sem kæf- ir eld á augabragði. Tæki þetta er sérlega árangursríkt á eld, sem kviknar af völdum raf- magns, og þegar kviknað hefur í eldfimum vökva eða gasteg- und. Ahrif þessarar lofttegund- ar á eldinn eru fimm föld mið- að við koltvísýringstæki. Tæki þessi verða framleidd í ýmsum gerðum og ein gerðin er sér- staklega ætluð í bíla. Ennfremur flytur Olafur Gíslason & Co. hf. inn bruna- slönguhjól, og getur slangan verið allt að 46 metrar. Slík hjól eru sérlega hentug fy.rir iðnfyrirtæki, skóla og félags- heimili. Eldvarnarteppi úr asbest og fiber sem eru sérstak- lega ætluð til notkunar í mötu- neytum, veitingastöðum og á heimilum eru einnig flutt inn. Nýlega hófst samstarf með Ólafi Gíslasyni og Co. hf. og Eldvarnamiðstöðinni, en það samstarf er fólgið í því að veita viðskiptavinum sem víðtækasta þjónustu á sviði eldvarna. ELDVARMAMIIDSTÖÐIM HF.: Ný gerð reykskynjara Eldvarnamiðstöðin hf. að Löngubrekku 45 Kópavogi var stofnuð árið 1974 af tveimur starfsmönnum úr slökkviliðinu í Keflavík, sem hafa mikla þekkingu og reynslu í alhliða eldvörnum. Tilgangur fyrir- tækisins er að selja vörur og þjónustu á sem víðtækustum grundvelli gagnvart eldvörn- um. Á boðstólum eru m.a. reyk- skynjarar fyrir heimahús og brunaviðvörunarkerfi fyrir stærra húsnæði, sjálfvirk slökkvikerfi, eldtraustur hlifð- arfatnaður fyrir slökkviliðs- menn. reykgrímur og alls kon- ar tæki og búnaður fy.rir slökkvilið. Ennfremur þjónusta á sviði eldvarna. Til þessa hefur 90% af starf- seminni verið fólgin í sölu reykskynjara fyrir heimahús. Reykskynjarar hafa mjög .rutt sér til rúms á undanförnum ár- um vestanhafs. Er það yfirlýst af opinberum stofnunum í Bandaríkjunum, að likurnar fyrir því að fólk geti brunnið inni séu 87% minni hafi það reyikskynjara í húsum sínum. í ýmsum fylkjum Bandaríkjanna er það komið í lög að fólk hafi reykskynjara í húsum sínum. Nýlega fékk Eldvarnamið- stöðin nýja tegund reykskynj- ara, þá nýjustu, sem komið hef- ur á markaðinn og er algjör nýjung í framleiðslu reykskynj- ara. Rafhlöðup.rófun tækisins er margfalt fullkomnari en áð- ur hefur þekkst og því raá nota venjulegar rafhlöður í þessa nýju reykskynjara, í stað sér- smíðaðra rafhlaðna, sem hafa verið illfáanlegar og dýrar. Þessi nýja gerð reykskynj- ara nefnist Smoke Gard 8oo A og er framleidd hjá banda- ríska fyrirtækinu Statitrol í Colorado, en það fyrirtæki valdi Eldvarnamiðstöðina hf. umboðsmann mánaðarins fyrir desembermánuð, þar sem fyrir- tækið náði mestri aukningu í sölu hinna nýju reykskynjara. Jl 92 FV 1 77

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.