Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1977, Page 11

Frjáls verslun - 01.06.1977, Page 11
mannlegum samskiptum af liálíu stjórnenda, heldur er það einnig dæmigerð stjórnunar- mistök, því þá er verið að snið- ganga þá upplýsinganámu sem er lykillinn að virkum árangri. Stjórnunaiihæfileiki byggist öðru fremur á hæfni til að laða fram gagnlegar upplýsingar, raða þeim saman og draga af þeim rökréttar ályktanir. Meiri hluti þeirra upplýsinga sem stjómandi notar eru fengnar frá því starfsfólki sem hann vinnur með. Það er því ein af forsendum þess að breytingar takist full- komlega, að stjórnandi virki starfsfólk sem þátttakendur og notfæri sér þekkingu þess og skynsamlegar tillögur. Á þann hátt verður starfsmaður einn af framkvæmdaaðilum í stað þess að vera fórnardýr. # Eitt má þó ekki gleymast Eitt af þeim heilræðum sem dugað hafa drífandi stjórnend- um bezt er jafn einfalt og það er virkt: „Gerðu aldrei ráð fyrir því að hægt sé að fá ein- hvern til að vinna verk með árangri, án þess að hann fái eitthvað fyrir snúð sinn“. Þessi regla er algild þótt launin kunni að vera afstætt hugtak, þ.e. þau þurfa ekkert endilega að vera í formi pen- inga. Það gildir því jafnt fyrir stjórnendur og starfsmenn að þeir eiga að fá vel greitt fyrir vel heppnaða endurskipulagn- ingu eða breytingu. Að öðrum kosti er hætt við að hún verði síðasta raunhæfa hagræðingin í fyrirtækinu, a.m.k. um sinn. # Sumir eiga auð- veldara meft aö sannfæra fólk Þar sem fleiri en einn stjórn- andi er fer varla hjá því að ein- hver þeirra sé hæfastur til að tala við fólk og sannfæra það. Þeim stjórnanda ber að fela samskipti við starfsfólk og kynningu á hugmyndum sem á döfinni eru. # Hver er f orsprakkinn ? Það er ekki ýkja larngt síðan sú skoðun var almenn að rót- tækar breytingar á skipulags- byggingu fyrirtækja eða rekstr- araðferðum kæmu ofanfrá og hrísluðust svo smám saman nið- ur eftir stiganum, og um leið að aðalstjórnandinn væri sjálf- kjörinn driffjöður breyting- anna. Nú hallast menn hinsvegar næstum einfarið að því að frumkvæði að breytingum geti komið fram hvar sem er í fyrir- tækinu og að það gildi einu hver staða einstaklingsins sé innan fyrirtækisins og á sama hátt geti hver sem er verið aðaldriffjöðrin. Hinsvegar kann það að reyn- ast mauðsynlegt að aðalstjórn- andinn hafi forgöngu um, eða einfaldlega beri boð á milli til þeirra starfsmanna sem telja sig hærra setta en sá sem átti hugmyndina að breytingunum, svo þeir freistist ekki til að reyna að setjast á og kála hug- myndinni. Já, hégómaskapur sagði ein'hver, mikið til í því. Við skulum ekki gleyma, þrátt fyrir allt, þeirri staðreynd að mannskepnan er að mörgu leyti ófullkomin og ekki fáum við því breytt. Stjórnendum er einmitt greitt kaup fyrir að sjá við afleiðingum mannlegra mis- taka, og það er lóðið. # Tortryggnin flytur engin fjöll í einni af mörgum verksmiðj- um General Electric fyrirtæk- isins hafði verið ákveðið að endurskipuleggja störf í því skyni að lækka framleiðslu- kostnað. Markmiðið var að auka samkeppnishæfni framleiðsl- unnar með lægra verði en sömu gæðum. Gert var ráð fyrir því að megin þáttux breytinganna fælist í því að starfsfólk verk- smiðjunnar tæki sjálft að sér rekstrarstjórn hennar. Þeir sem áður höfðu annast stjórn og skipulagningu framleiðslunnar áttu þó að vera til taks ef á þyrfti að halda, en einungis í þeim tilvikum sem starfsfólkið teldi það nauðsyniegt og færi fram á það. Starfsfólkið var tortryggið gagnvart þessari ráðagerð. Það taldi grunsamlegt að yfirstjórn fyrirtækisins skyldi nú sýna þeim slíkt traust, traust sem ekki hafði örlað á áður að þeirra dómi. Uggandi um sinn hag beitti starfsfólkið sér á- kveðið gegn þessum breyting- um. Við svipaðar aðstæður hefðu einhverjir stjórnendur, án efa, boðið úrslitakosti, — „annað hvort samþyltkið þið þessa breytingu — eða ...“ Hér voru viðbrögðin allt önn- ur. Stjórnin forðaðist allan þrýsting á starfsfólkið. í stað þess að krefjast samþykkis fyrir breytingunum hvatti hún stai'fsfólkið til að skiptast á skoðunum, afla sér upplýsinga um allar hhðar málsins og leggja síðan fram tillögur um hvernig það teldi rétt að standa að málinu. Þessi tilhögun féll í góðan jarðveg. Eftir fjóra fundi lýsti starfsfólkið því yfir að það hefði áhuga á að reyna breyt- inguna. Það þarf varla að taka fram að skipulagsbreytingin á rekstri verksmiðjunnar tókst vel. Á- stæðan er vafalaust og framar öðru sú, að starfsfólkinu var gefinn kostur á að kynna sér n>álið nægilega vel, mynda sér skoðun um breytingarnar, setja fram tillögur um einstök fram- kvæmdaatriði og taka síðan sjálft þátt í undirbúningnum. Með þessu lagi varð starfsfólk- ið virkt sem þátttakendur í stað þess að vera á móti breyt- ingunum eða samþykkja þær með þögn og semingi. FV 6 1977 11

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.