Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1977, Side 17

Frjáls verslun - 01.06.1977, Side 17
Margir eru uggandi um að lagning leiðslunnar hafi hinar verstu afleiðingar fyrir fjölskrúðugt dýralíf í Alaska. Olíulindasvaeðið er álitleg tekjulind fyrir Alaska-ríki, sem innheimtir skatta og leyfisgjöld af olíufyrirtækjunum. Gert er ráð fyrir að leiðslan verði í notkun í að minnsta kosti ald- arfjórðung. Árið 1985 verða tekjur Alaska-ríkis af henni um I milljarður á ári. II ÁRA SAGA Saga olíuleiðslunnar hófst 1968, þegar olía fannst í fjalla- hryggnum í norðanverðu Alaska. Jarðfræðingar telja, að á svæðinu séu að minnsta kosti 9,6 milljarðar tunna af olíu og 26 trilljón rúmfet af jarðgasi. Vinnsla olíunnar af þessu svæði og lagning leiðslunnar hefur hvoi’t tveggja útheimt mikla peninga og hugkvæmni af hendi olíufélaganna. Tals- menn þeirra segja, að lagning olíuleiðslunnar sé mesta mann- virki, sem sagan getur um að einkaframtakið hafi byggt til þessa og mesta verk, sem unnið hefur verið síðan Panama- skurðurinn var gerður. ERFIÐ SKILYRÐI Óvíða í heiminum eru ytri skilyrði jafn fjandsamleg mönn- um og tækni eins og í hlíðum North Slope-fjallanna nyrzt í Alaska, sem liggja 430 kíló- metra fyrir norðan heimskauts- baug. Svo langt sem augað eygir breiðir freðmýrin úr sér, flöt, nakin og frosin niður á 600 metra dýpi. Hitinn kemst þarna upp í 30 stig á einstaka sumardögum en er að staðaldri 30 stig undir frostmarki á löng- um dimmum vetrum. Síðan 1968 hafa verið boraðir meir en 110 brunnar á þessum kald- ranalegu slóðum. En brunnar án flutningaleiðslu eru lítils virði. Olían verður á sínum stað í jörðu þar til möguleikar opnast til að flytja hana milli staða. Lagning leiðslunnar tafð- ist til ársins 1974 vegna alls kyns landakröfu eskimóa í Alaska og málaferla, sem um- hverfisverndarmenn hófu. „Þessar tafir hafa orðið til góðs“, segir einn af leiðtogum umhverfisverndarmanna í FV 6 1977 Alaska. „Leiðslan er miklu ör- uggari nú en áður og er ekki vanþörf á, því að óvíða er um- hverfið jafn viðkvæmt fyrir röskun og einmitt þama.“ Leiðslan frá Prudhoe-flóa til Valdez er 40 tommu víð og ligg- ur yfir þrjá meiriháttar fjall- garða og 20 ár. Hún fer þvert yfir griðlönd hreindýra, elgs, bjarndýra og ótaldra fugla- tegunda. „Við gerðum okkur ekki al- mennilega grein fyrir út í hvað var ráðizt", segir Peter DeMay, byggingarstjóri hjá Alyeska Pipeline Service Company, en það er félagsskapur átta olíu- félaga, sem myndaður var til að sjá um framkvæmdir við olíuleiðsluna. Vegna hættu á jarðskjálftum er svo búið um samskeyti á leiðslunni á þremur stöðum, að hún getur lyfzt um 6 metra og færzt 6 metra til hliðar án þess að rofna. GALLAR Á LOGSUÐUVINNU Það var ekki hægt að grafa niður nema um helming allrar leiðslunnar. Hinn helmingurinn er ofanjarðar á háum undir- stöðum til þess að 30 stiga heit olían, sem rennur um leiðsluna, þíði ekki jarðveginn í kring og valdi þar með röskun á um- hverfi sínu. Til viðbótar margvíslegum vandamálum, sem leiddi af kuldanum hafði skortur á vara- hlutum áhrif á verkið, bilanir á tækjum og óvönduð vinnu- Höfnin í Valdez þar sem olían fer um borð í skip. brögð. Fyrir ári komu í ljós gallar á logsuðu á 4000 stöðum á leiðslunni og það kostaði milli 30 og 40 milljónir dollara að gera nauðsynlegar lagfæringar. Verkfræðingar hjá Alyeska segja, að leiðslan sé hin sterk- asta og öruggasta, sem nokkurn tíma hafi verið smíðuð. Áhuga- menn um umhverfisvernd eru aftur á móti ekki jafn sann- færðir. „Hvernig geta menn treyst svo á tækni, sem engin reynsla er fen-gin af ennþá?“ spyrja þeir. „Leiðslan hefur sigið fram úr árbökkum og af undirstöðum þó tóm sé. Þetta er á algjöru tilraunastigi.“ Ein af nefndum öldunga- deildar Bandaríkjaþings, sem um málið hefur fjallað, bendir á, að leiðslan sé algjörlega ó- varin fyrir skemmdarverkum og árásum hryðjuverkamanna. 17

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.