Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1977, Qupperneq 22

Frjáls verslun - 01.06.1977, Qupperneq 22
ar tekjur og olíufurstarmr, sem sækja klúbbinn í London. Auk allra þessara spurninga, sem ósvarað er hjá Playboy á Hugh Hefner í útistöðum við Gjaldheimtuna. Auk árslauna er nema 227 þús. dollurum, tek- ur fyrirtækið á sig nærri allan framfærslukostnað Hefners per- sónulega en hann er um 3 millj- ónir dollara á ári. Þetta er byggt á þeirri forsendu að líf- erni Hefners sé þáttur í aug- lýsingu og almennri kynningu á tímaritinu Playboy. Skatta- yfirvöld settu í fyrra fram kröfu um 7 milljón króna greiðslu fyrir vangoldna skatta á árunum 1970 til 1972 og neit- uðu þar með að viðurkenna þessa frádráttaraðferð. Tals- menn Playboy, sem halda ná- kvæma skýrslu yfir umtalið og athyglina, sem kvennafar og annað hátterni hjá Hefner vek- ur, benda á að jafnáhrifaríkar auglýsingar í fjölmiðlum myndu kosta fyrirtækið miklu meira en nemur rekstrinum á Hefner. Hefner fer nú orðið sjaldan út fyrir óðal sitt í Beverley Hills, sem er 29 herbergi á stærð, og fyrirtæki hans er smám saman að flytja aðsetur sitt frá Ohicago til Los Amgeles. „Leyndardómshulan um mig er lykillinn að velgengni okkar“, segir Hefner. Sjónvarpsþáttur, sem ABC- stöðvarnar sýndu nýlega, stað- festir þetta. í maímánuði höfðu þær á dagskrá sinni þátt er lýsti því hvemig Hefner velur eftirlætisstúlkuna sína „Play- mate of the Year“ fyrir árið 1977. Það var skemmtideild Playboy-samsteypunnar, sem seldi ABC þessa dagskrá en þátturinn var að öllu leyti tek- inn upp heima hjá Hefner. General Mills og önnur stór- fyrirtæki á auglýsingasviðinu í Bandaríkjunum borguðu 35 þús. dollara fyrir mínútuna í auglýsingum með þessum þætti, sem í rauninni var 90 mínútna auglýsing fyrir Playboy. Nú hefur Hefner tilkynnt smá- framhald af þættinum í sept- ember-hefti Playboy, þar sem birtar verða myndir úr „partí- inu eftir þáttinn“. Á víð og dreif Yfir 44% allra Svía munu hafa eigin bifreið til umráða árið 1990 í samanburði við 35% árið 1975, að því er Vegamálastofnunin sænska gerir ráð fyrir. Þann 1. janúar 1975 áttu Svíar samtals 2.809.000 bíla, þar af 2.639.000 einkabifreiðar og 170.000 vörubíla og almenningsvagna. Árið 1990 verður þcssi tala komin upp í 3.835.000. Á áratugn- um 1950—1960 fjölgaði bílum í Svíþjóð um 93.000 árlega. Þessi tala komst þó upp í 113.000 á síðasta áratug en lækkaði síðan í 92.000 á ári fyrri helming þessa áratugar. Tímamismunur er ein alvarlegasta streituorsök, sem sjómenn á norskum farskipum eiga við að stríða. Á hraðferðum milli Evrópu og fjarlægari Austurlanda verða sjómenn að stilla úrin sín einn tíma fram eða tilbaka á hverjum sólarhring á með- an hið svokallaða líffræðilega tímaskyn er stöðugt. Þetta veldur því að margir sjómenn þjást af svefn- leysi og þreytu á vinnuvöktunum. Sjómaður um borð í skipi á hafi úti er að auki talinm þurfa að nota 30% meiri orku við vinnu sína en landkrabbi vegna veltings skipsins. Það var norskur prófessor, sem gerði grein fyrir þessum rannsóknum sínum á norskum sjómönnum nýverið. í ljós hefur komið að þessi vandamál fara vaxandi með hækkuðum líf- aldri og starfsaldri. Finnska fyrirtækið Tiklas ætlar að reisa nýja fataverksmiðju hjá Limerick á frlandi og verja til þess um 1 milljón sterlingspunda. Verksmiðjan á að taka til starfa eftir tvö ár og veita 160 manns vinnu. Tiklas er dótturfyrirtæki Laaila og Tikanoja og á nýja verksmiðjan í írlandi að sauma. skíðaföt og anoraka til útflutnings, aðallega á markað í Bret- Iandi, sem farið hefur vaxandi síðustu ár fyrir þessar vörur. Volkswagen verksmiðjurnar eru aftur að ná sér á strik eftir 300 milljón dollara tap á ári. Sala hjá VW í Þýzkalandi jókst um 26% í ársbyrjun og nú er markaðshlutdeildin komin úr 28% í 31%. VW er þar með komin fram úr Opel og Ford. Framleiðsl- an á Volkswagen og Audi bílunum er nú um 7 þús. á dag en eftirspurnin er meiri en framleiðslan þannig að biðlistar hafa myndazt. V fj 22 FV 6 1977
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.