Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1977, Side 29

Frjáls verslun - 01.06.1977, Side 29
eða samvinnufélög. Almennur hluthafi hefur því þurft að ráða 81% atkvæða til þess að ráða yfir hreinum meirihluta atkvæða. Þessa takmörkun er ráðgert að afnema í frumvarpinu og er það vel, enda er í fjölmörgum ákvæðum frumvarpsins gert ráð fyrir stóraukinni vernd fyrir minnihluta 'hluthafa, sem ætti að vera mun raunhæfari en takmörkun atkvæðisréttar, en sú takmörkun hefur verið minnihluta gersamlega gagns- laus. í samþykktum félags ráð- gerir frumvarpið að ákveða megi aukið atkvæðagildi hluta en því eru þó takmörk sett til verndar minnihluta. EIGIN HLUTABRÉF Gagnstætt erlendum venjum leyfa gildandi lög að hlutafélag eigi sjálft allt að 10% hluta- fjár. Jafnframt er fyrir hendi að viðskiptaráðherra heimili að félagið eigi allt að 30% af eigin hlutafé, ef ástæður fyrir slíkum beiðnum hafa réttlætt slíkt. Munu allmörg íslenzk hlutafélög hafa fengið slíka heimild. Þessi heimild kann að teljast nokkuð vafasöm, þar sem atkvæðisréttur fylgir eigin hlutabréfum félagsins og fer stjórn félagsins yfirleitt með atkvæðisréttinn. í frumvarpinu er ek(ki ráð- gert að afnema þessa venju með öllu en heimild ráðherra fellur niður svo og atkvæðis- réttur eigin hlutabréfa. Eigin hlutabréf munu því takmarkast við 10% hlutafjár og vera án atkvæðisréttar. Þótt þessar tak- markanir verði að lögum er þessi heimild samt rýmri en tíðkast á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum svo að dæmi séu nefnd og í samræmi við gildandi lög um vátryggingar- félög. FÉLAGSSTJÓRN f stjórn félagsins ráðgerir frumvarpið að verði fæst 3 menn eins og nú er. Frumvarp- ið ráðgerir hins vegar að stjórn- armenn þurfi ekki endilega að vera hluthafar í félaginu eins og nú er, heldur megi ákveða í samþykktum, að stjórnvöld, starfsmenn, tilteknir einstak- lingar eða lögaðilar geti til- nefnt einn eða fleiri stjórnar- menn þó aldrei meirihlutann. Þetta er einungis heimildar- ákvæði og setur hlutafélaginu engar skyldur en opnar vissu- lega ýmsa möguleika. í frumvarpinu er einnig ann- að nýmæli varðandi stjórn hlutafélaga, sem er heimild til þess að hluthafafundur kjósi fulltrúanefnd, sem getur haft eftirlit með stjórn félagsins og framkvæmdastjóra og látið í té umsögn um hvort samþykkja skuli ársreikninga. Þetta heimildarákvæði segir ekkert hvað verður, en bendir mönnum hins vegar á mögu- leika sem hefur verið talsvert nýttur í Noregi og Finnlandi en síður í Danmörku. í Svíþjóð eru ek'ki fulltrúanefndir. Þótt þetta fyrirkomulag hafi ýmsa kosti er rétt að benda á þá á- rekstra sem geta skapast félag- inu til tjóns. ÁRSREIKNINGAR OG ENDURSKOÐUN í frumvarpinu er ráðgert, að í félagi með 300 milljón króna veltu eða 5 milljón króna hluta- fé skuli annar af minnst tveim- ur endurskoðendum vera lög- giltur. Jafnframt er í frumvarp- inu ítarleg ákvæði um endur- skoðun og sérstakur kafli um gerð ársreikninga, sem ber að skila til hlutafélagsskrár. Hvað varðar stærri hlutafé- lög breyta þessi ákvæði senni- lega litlu enda sennilega í nokk- uð góðu samræmi við það, sem tíðkast hefur. Hvað smærri fé- lög varðar eru þessi ákvæði töluvert umfram það sem nauð- synlegt ber vegna hagsmuna hluthafanna. Þessi ákvæði vernda 'hins vegar hagsmuni lánadrottna, en hér ber að hafa í 'huga að hluthafar í smærri félögum ganga oft í persónu- lega ábyrgð fyrir hlutafélagið, enda er félagsformið e.t.v. ek'ki alltaf valið vegna takmörkuðu ábyrgaðrinnar heldur ákvæða skattalaga. í 35. gr. gildandi laga er sagt að aðalniðurstöður reikninga ár hvert eigi að tilkynna til hluta- félagaskrár og skrásetja. Þessu ákvæði hefur að því er bezt er vitað ekki verið fylgt eftir. Frumvarpið gerir hins vegar ráð fyrir að ársreikningur verði allur sendur hlutafélagaskrá og má skiptaréttur slíta félagi ef ái-sreikningur fyrir síðustu 3 reikningsár hefur ekki verið sendur. Rétt er að benda á hér, að engin ákvæði eru um, hvort reikningar skulu vera opnir al- menningi eða ekki. Skiptir þetta ýmis félög töluverðu máli, þar sem önnur rekstrarform at- vinnurekstrar eru ekki háð öll- um ákvæðum þessara kafla um ársreikning og endurskoðun. VARASJÓÐUR Langflest starfandi hlutafé- lög nýta þá frestun á skattlagn- ingu sem felst í heimild tekju- skattalaganna að leggja í vara- sjóð 25% (hreinna tekna eftir út- borgun 10% arðs af hlutafé. ís- lenzk hlutafélög hafa því myndað a.m.k. nokkra sjóði umfram hlutafé, ef reksturinn hefur skilað sæmilegum arði um nokkurra ára bil. Svipaða fjármagnsbindingu ráðgerir frumvarpið að innleiða með ákvæðum um varasjóð sem skal nema Va hluta hlutafjár- ins. Þennan sjóð skal mynda með tillögum sem nema 10% af árlegum ágóða unz sjóðurinn nær 10% af hlutafé, en með 5% tillagi miðað við árságóða þar til hámarkinu V\ er náð. Þessi skylda til sjóðsmynd- unar getur á margan hátt virk- að óréttlátt, þar sem þörf félaga fyrir slíka fjármagnsbindingu er mjög misjöfn. Einnig er rétt að hafa í huga, að tilgangur skattalaga varasjóðsins og þess fyrirhugaða er að mestu sá sami: að jafna tap. Nauðsyn á slíkri fjármagnsbindingu frá sjónarhóli hluthafa, lánar- drottna eða viðskiptamanna er því ekki ljós. Hins vegar kann að vera að stjórnvöld vilji með þessari leið þvinga hluthafa til fjárfestingar í atvinnurekstri sínum, umfram það sem þeir mundu gera ótilneyddir. FV 6 1977 29

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.