Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1977, Side 53

Frjáls verslun - 01.06.1977, Side 53
starfshæfileiki og heilbrigð dómgreind eru eiginleikar sem sízt eru léttar vegnir á meta- skálunum en fagleg þekking þegar ráðið er í stjórnuinarstörf. Það er engin trygging fyrir hæfni knattspyrnuliðs þótt það sé s'kipað „frábærum11 knatt- spyrnumönnum, ef þeir ná ekki að leika saman á grundvelli á- kveðinnar verkaskiptingar. Af þessu leiðir að forsenda þess að samhæfni náist í stjórn- sýslu fyrirtækja er að ákveðin skilgreind verkaskipting sé fyr- ir hendi. AÐALVERKSVIÐ STJÓRN- SÝSLU Ef greina ætti aðalþætti þeirrar stjórnsýslu sem væri táknræn fyrir iðnaðarfyrirtæki yrði upptalningin í flestum til- vikum þessi: 1. Stefnumörkun — yfirstjórn. 2. Hönnun — vörUþróun. 3. Framleiðsla. 4. Sala. 5. Fésýsla. 6. Starfsskipulag og aðbúð. 1. Stefnumörkun og yfirstjórn Þessi þáttur felst í markmiða- rannsóknum, stefnumörkun, skipulagningu, samvirkjun (kerfisvæðingu), sam'hæfingu og stjórnun fyrirtækis, þannig að það þjóni sem bezt fjárhags- legum og þjóðhagslegum mark- miðum. 2. Hönnun og vöruþróun felst í því að hanna framleiðslu fyrirtækis með tilliti til mark- aðskrafna, framleiðslutækni og framleiðslukostnaðar þannig að markaðshæfni vörunnar sé tryggð með samkeppnisfæru söluverði. Vöruþróun byggist á 3 aðalþáttum sem eru: endur- skoðun með tilliti til notagildis og um leið markaðshæfni, um- hönnun með tilliti til breyti- legra þarfa markaðsins eða nýrra framleiðsluaðferða/tækja og tilraunir með nýjar fram- leiðsluvörur. 3. Framleiðsla Hlutverk þess þáttar er að FV 6 1977 framleiða vörurnar á hag- kvæmastan hátt, á réttum tíma og af þeim gæðum sem ákveðið hefur verið. 4. Sala felst í því að selja framleiðslu- vörur fyrirtækis, ekki einungis sem mest af vörunni og á hæsta verði, heldur þannig að höfuð- áherzla sé lögð á að selja þær vörur sem fyrirtækið hagnast mest á að selja hverju sinni. Markaðsmál eru á þessu verk- sviði svo sem auglýsingastarf- semi og mar-kaðsathuganir. 5. Fésýsla Þessi þáttur stjórnsýslu ann- ast allan daglegan fjármála- rekstur svo sem fjármögnun (að vissu marki), innheimtu, sjóðsgreiðslur ásamt launaút- reikningi, greiðslu- og tekju- áætlanir, og almenn bankavið- skipti. Bókhald og fjárhags- áætlanagerð til-heyra þessum þætti. STARFSKRÖFUR Ef ráða á starfsmann til að gegna ábyrgðarstöðu við fram- leiðslu gætu eftirfarandi kröfur verið gerðar: a. Viðurkennd þekking og reynsla á viðkomandi fram- leiðslusviði. Þeim kröfum gæti verið mætt með tækni- menntun eða ákveðinni starfsþjálfun. b. Sérfræðileg þekking á viss- um framleiðsluþáttum. Sú þekking fæst oftast með sér- stakri þjálfun innan fyrir- tækis. c. Þekking á sviði framleiðslu- skipulagningar og stjórnun- ar. Stjórnun framleiðslufyrir- tækis er að sjálfsögðu mismun- andi eftir stærð fyrirtækja, framleiðslufjölbreytni, tækni- stigi og markaðstökum. Gerð- um við lista yfir þau verkefni sem flestir stjórnendur slíkra fyrirtækja þurfa að glíma við gæti hann litið svona út: a. Hafa stöðugt auga með vöru- þróun innan og utan fyrir- tækis og vöruhönnun með tilliti til arðsemi framleiðslu- hátta. b. Rekstrarskipulagning í viðri merkingu frá byggingu nýrra verksmiðja niður í sér- greinda verkþætti ákveðinn- ar framleiðslu. c. Kynna sér eðli ákveðinna framleiðsluhátta, verkþætti þeirra og tækni með tilliti til sjálfvirkni og/eða hand- virkni. d. Ákveða gæðastig framleiðsl- unnar og hvaða staðalkröfur skuli tryggja gæðin. og hvers konar mælingar e. Tryggja nauðsynlega rekstr- 53 Hlutafdlagaatjdrn | FraÆkvaodk* t Járl iws:«ít: | i I8nkðkrn«nn Iðnaðkrnenn 1 Tflrvorkatjdri 1 Flokkatjdri 1 trdaklpaaafðl 1 | Iðnaðaraonn Kdskamfðia. Ndnrkaelst. ] 0 I Vfnnunokkur I Vlnnunokkur Stjdmo/oU og »klpul*€ lftll* fjrrlrtrt:!* dtl i lanJl aeð fjölbrojrtU otkrfeoal

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.