Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1977, Síða 67

Frjáls verslun - 01.06.1977, Síða 67
Vélaverkstæðið Foss Framleiðsla á stálgrindarhúsum hafin hjá verkstæðinu Stærsta verkefnið 800 fermetra skemma fyrir Kröflu — Þetta fyrirtæki hefur aðallega snúist um rekstur bílaverkstæð- is síðustu árin, en núna cr verið að breyta þcssu og leggjum við meiri áherslu á vélaverkstæðið, sagði Kristinn V. Magnússon framkvæmdastjóri Vélaverkstæðisins Foss hf. á Húsavík þegar Frjáls verslun heimsótti hann. — Þegar fyrirtaekið var stofnað fyrir u.þ.b. þrjátiu ár- um, hélt Kristinn áfram, — var það bara vísir að bílaverkstæði, em smám saman hefur bættst við rekstur vélaverkstæðis, smurstöðvar, bílasprautunar- verkstæðis og blikksmiðju. Nýj- asta viðbótin er blikksmiðjan, sem bættist við fyrir tveimur árum. Þar eru verkefnin að aukast jafnt og þétt. Tveir til þrír menn vinna í því stöðugt og sjá varla fram úr. — Eins og ég sagði, þá erum við að setja drift í rekstur véla- verkstæðisins. Fram til þessa hefur verkstæðið aðallega sinnt smáviðgerðum fyrir bátaflot- ann á staðnum, en fyrir ári síð- an fórum við að smíða stál- grindahús. Stærsta verkefnið á því sviði er 800 fermetra skemma við Rröflu, sem á að vera birgðageymsla. Því verk- efni höfum við skilað af okk- ur núna. Þá erum við að undir- búa smíði á fjórum ca. 200 fer- metra hlöðum fyrir bændur hér í nágrenninu. Við skilum þeim grindunum tilbúnum til samsetnin'gar og látum þá hafa efni til að klæða með. Þeir setja þetta svo saman sjálfir að mestu, en við aðstoðum þá ef þeir óska eftir. REYNA AÐ AÐSTOÐA Á ÖLLUM TÍMUM Foss hf. er annað tveggja bílaverkstæða á Húsavík og hafa bæði ærin verkefni. — Það er engan veginn hægt að sjá fram úr verkefnunum á því sviði, sagði Kristinn. — Mest er þó að gera að sumrinu, bæði fyrir skoðun og þegar ferða- mannastraumurinn er mestur. Við höfum ek'ki farið út í það að hafa kvöld- eða helgarvakt- ir vegna ferðamanna, en við reynum að leysa vanda þeirra sem til okkar leita með bilanir, hvenær sem það er og svo fram- arlega sem ekki er yfirvinnu- bann! sagði Kristinn og brosti við. Foss hf. hefur haft aðsetur á sama stað, allt frá stofnun fyrirtækisins. Hins vegar hefur tvisvar verið byggt við upp- hafleg húsakynni. — Nýjasta byggingin er frá 1973, en það er um 1500 fermetra bygging þar sem bílaverkstæðið og smurstöðin eru til húsa, sagði Kristinn. Framundan er svo að byggja nýtt vélaverkstæði á þessari sömu lóð. Blikksmiðjan fengi þá núverandi húsnæði vélaverkstæðisins. Um þetta hefur ekki verið neitt afráðið, en viðræður eru hafnar við bæjaryfirvöld um nauðsynleg leyfi. Svo vantar auðvitað pen- ingana til að gera þetta og ekki gott að segja hvað opinberir sjóðir segja við lánsumleitun- um. Að sögn Kristins vantaði fleira en fé. — Fólk vantar okkur líka, sagði hann. — Iðn- aðarmenn sem við þurfum á að halda eru bara ekki til á staðnum, en við reynum að mennta þá sjálfir. Eins og er starfa um 10 nemar hjá fyrir- tækinu. Að vísu hefur verið til- hneiging hjá nemunum að hverfa burtu þegar námi lýkur, en ég vona að það sé að verða breyting á þeirri þróun. Ég veit lika að menn myndu fást til að flytja hingað ef húsnæði væri til. AÐDRÆTTIR EITT VERSTA V AND AMÁLIÐ Eins og gengur og gerist með fyrirtæki, og þá e.t.v. ekki síst þjónustufyrirtæki úti á landi, eru ýmsir erfiðleikar sem steðja að rekstrinum. — Eitt versta vandamál okkar eru að drættirnir, sagði Kristinn. — Við þurfum að sækja flest allt til Reykjavíkur og jafnvel þeg- ar við pöntum beint að utan koma vörurnar í gegnum Reykjavík. Það er takmarkað sem við getum flutt með vöru- flutndngabílum, því vörurnar eru yfirleitt svo þungar og flutningsgjaldið þar af leiðandi hátt. Skipaflutningar eru þvi það helsta sem kemur til greina og það tekur sinn tíma. Þetta skapar enn önnur vandræði. Fyrirtækið hefur ekki fjárhags- legt bolmagn til að liggja með lager eða panta stórt. Því ligg- ur okkur oft á að fá vörur fljót- ar en skipin geta fært okkur þær. Svo má náttúrulega sjá af þessu, að símakostnaður verður gífurlegur vegna tíðra og langra símtala suður til Reykjavíkur. Síðasti reikning- ur sem við fengum skipti hundruðum þúsunda, sagði Kristinn að lokum. FV 6 1977 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.