Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1978, Side 18

Frjáls verslun - 01.02.1978, Side 18
Vörubílar 60?» vörubíla í landinu eldri en 10 ára IVIeftalaldur þeirra um 13 ár 40% af útsöluverði vörubíla rennur beint til ríkisins í formi tolla, innflutningsgjalds og söluskatts. 60% vörubíla í landinu eru nú orðnir eldri en 10 ára, en meðalaldur vörubíla í dag er tæp 13 ár. 1969 voru tæp 45% af bifreiðum 10 ára og eldri og 1976 voru 56,7% yfir 10 ára. Þetta er óheillavænleg þróun, en áslæðan er, hve vörubílar eru orðnir dýrir, en þeir kosta nú 10—15 milljónir eða meira. Það kemur fram í ályktun, sem Bílgreinasambandið hefur gert, að verðbólgan undanfarin ár hafi gert mönnum nær ó- kleift að fjárfesta í vörubílum, þar sem lánafyrirgreiðsla og að- stcð við þá sem kaupa og reka slíka bíla hafi nánast ekki ver- ið til. Margir vörubílstjórar ættu enga möguleika til að end- urnýja gömlu bílana, og ættu því ekki annarra kosta völ, en að halda úti gamla bilnum, eða endurnýja gamla bílinn með öðrum gömlum. 122 NÝIR VÖRUBÍLAR FLUTTIR INN Á SÍÐ- ASTA ÁRI 231 ný vörubifreið var flutt inn til landsins á síðasta ári, samkvæmt skýrslu Hagstofunn- ar um tollafgreiddar bifreiðar á síðasta ári. Þetta virðist í fljótu bragði há tala, en ef bet- ur er gáð að má sjá að inn í þessari tölu eru 109 svokallað- ir pick-up bílar en 122 eigin- legir vörubílar voru fluttir inn á síðasta ári. Meðalinnflutning- ur vörubíla áranna 1971—1977 var 188 bílar. 53 notaðar vöru- bifreiðar voru fluttar inn sl. ár. FJÖLDI OG ALDURSSKIPT- ING VÖRUBIFREIÐA Fjöldi vörubíla 1. janúar 1977 var 4.489, en fjölgun er rúm- lega 6% frá 1969 til 1977, en 1. janúar 1969 var fjöldi vöru- bíla í landinu 4.426. Fjöldi 0—5 ára vörubíla, ár- gerðir 1973—1977, sem eru tvö tonn og yfir er 823 bifreiðar, eða 18,3 af heildinni. 5—10 ára, árgerðir 1968—1972 eru 952, eða 21,1% af heildinni. 10—15 ára, árgerðir 1963—1967 eru 1.622, eða 36,0% af heildinni og vörubílar sem eru 15 ára og eldri, árgerðir 1962 og eldri, eru til 1.091 bifreið, eða 24,2% af heildinni. Til samanburðar má nefna að á árinu 1976 voru vörubílar 0—5 ára 20,5% af heildinni, 5—10 ára 22,8%, 10—15 ára 24,6% og 15 ára og eldri 22,1% af heildinni. TOLLAR AF VÖRU- BIFREIÐUM 30% Töllar af vörubifreiðum eru 30%, auk þess 25% innflutn- ingsgjald auk söluskatts og rennur því til ríkisins yfir 40% af útsöluverði. Það segir í ályktun Bílgreina- sambandsins, að nauðsynlegt sé að snúa þessari þróun við og til þess að svo mætti verða þyrfti að lækka hin háu aðflutnings- gjöld og finna leiðir til að veita eðlileg lánakjör við endurnýjun vörubílanna. Ennfremur segir í ályktun Bílgreinasambandsins, sem gerð var á aðalfundi þess: Vera má að einhver segi að gott sé að nota hlutina vel og nýta þá lengi, en greinilegt er, að þessi tæki þurfa mikið viðhald og krefjast mikilla og dýrra vara- hluta og hlýtur því að vera þjóðhagslega óhagkvæmt að halda þessum tækjum í gangi löngu eftir að eðlilegum notk- unartíma lýkur. 18 FV 2 1978

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.