Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1978, Síða 33

Frjáls verslun - 01.02.1978, Síða 33
Baðströnd á Ermarsundseyjunni Jersey. Veðurfar er milt vegna Golfstraumsins, og sum- ar sólríkt. Eyjarnar tilheyra bresku krúnunni, en hafa eigin ríkisstjórn og eigið þing. Ferðirn- ar sem Atlantik skipuleggur til Jersey eru tveggja vikna ferðir og verður flogið utan með viðkomu i London. Einnig gefst kostur á viku- dvöl í London að Jersey-heimsókninni lokinni. Þá verða skipulagðar skoðunarferðir frá Jersey til Normandie og Bretagne í Frakklandi. En það verður ekki aðeins farið til Jersey í sumar. Auk þeirra verða skipulagðar Þýska- land.sferðir, og sömuleiðis ferðir til Þýskalands, Austurríkis og Sviss. í upphafi þessara ferða er flogið til Luxemborgar og þaðan ekið um í lang- ferðabilum. Forráðamenn Atlantik sögðu að mik- ið væri búið að panta i þessar ferðir og virtust þær vera vinsælar sem fermingargjafir. Þá má heldur ekki gleyma ferð til Florida i Bandaríkjunum og hópferðum til skosku há- landanna, sem nú er verið að undirbúa. — Þarna erum við að endurvekja ferðamáta, sem var mjög vinsæll ekki alls fyrir löngu., þ.e.a.s. að fljúga á einhvern stað og ferðast síðan um i áætlunarbílum. Við höfum nær ekkert aug- lýst, enn sem komið er, en þrátt fyrir það hafa fjölmargar pantanir borist nú þegar. Bendir það til þess að það sé langt frá því að íslendingar vilji bara fara til sólarlanda í sumarleyfum sínum, sögðu forráðamenn Atlantik að lokurh. Flugleiðir: Flórída og Bahamaeyjar En hvernig koma Flugleiðir inn í myndina licgar hópferðir Islendinga eru annars vegar? I vetur hefur verið um að ræða orlofsferðir til Kanaríeyja á vegum Flugleiða, Landsýnar, Al- þýðuorlofs, Utsýnar og Urvals. Er þetta átt- undi veturinn, sem slíkar sólarferðir í skamm- deginu eru skipulagðar. Aðsókn hefur verið góð í ferðir þessar og er þaö í ósamræmi við spár sem gerðar voru fyrir þennan vetur. Þar var því meðal annars haldið fram að vegna sprengjuhótana myndi túristum til Kanaríeyja fækka verulega. Reyndin varo allt önnur, og mun verða um að ræða mikla aukningu í ferðamannaaðstreymi til eyjanna. Nú eru í undirbúningi á vegum Flugleiða ferð- ir til Bandaríkjanna og Bahamaeyja. Verður flog- ið beint frá íslandi til Nassau, og þar skiptist hópurinn. Fer helmingurinn til Miami, en hinn til Paradísareyju. Seinna í sumar er ráðgerð önnur ferð til Bahamaeyja, en þá verður flogið til New York eftir dvölina suðurfrá og dvalið ■þar í þrjá daga. Flugleiðir eru einnig með svo- kallaðar pakkaferðir til Florida. Þá er flo-gið til Miami með viðkomu í New York og Chicago. Samkvæmt upplýsingum Sveins Sæmundsson- ar hjá Flugleiðum er allt útlit fyrir að ferðir til Spánar og spönsku eyjanna verði með svip- uðu móti í sumar og undanfarin ár. Hins vegar má búast við allmikilli aukningu á ferðum til Grikklands, Ítalíu og Júgóslavíu. Þotur Flug- leiða munu til dæmis fara 14 leiguferðir til Grikklands og koma þær allar við á Ítalíu og Júgóslavíu. Ennfremur eru ráðgerðar fjórar leiguferðir til ítaliu án viðkomu annars staðar í sumar. Landsýn — SamvinnuFerðir: Vaxandi vinsældir Júgóslavíuferða Án efa hafa margir þeir, sem hafa verið að athuga sólarferðir veitt því athygli að Landsýn og Samvimiiuferðir auglýsa nú saman sínar ferð- ir. Ástæðan fyrir því er sú að sl. liaust liófu þessi tvö fyrirtæki samvinnu á ákveðnum svið- um, m.a. er auglýsingastarfsemin sameiginleg, yfirstjórnin og fleira. Hins vggar eru fyrirtækin rckin á tveimur stöðum í borginni. Landsýn er til húsa að Skólavörðusit'íg 16, en Samvinnuferð- ir i Austurstræti 12. Yfirstjóm bessara tveggja fyrirtækja er í höndum Eysteins Helgasonar. Eysteinn sagði í samtali við Frjálsa verzlun, að hann væri sannfærður um að þessi sameining myndi geta leitt til þess að þessir tveir aðilar gætu boðið viðskiptavinum sinum upp á betri kjör en ella og því væri ekki til lítils að vinna. Eysteinn sagði að útlitið væri gott hvað við- kemur komandi sumri og væri þegar farið að berast mikið af pöntunum. Það sem ferðaskrif- stofurnar tvær hafa upp á að bjóða eru m.a. FV 2 1978 33
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.