Frjáls verslun - 01.02.1978, Side 39
ferðir til Norðurlandanna. í fyrra bauð ferða-
skrifstofan upp á ferðir til Kanada og verður
það einnig í boði í sumar. Jón sagði að þær
ferðir hefðu verið mjög vinsælar í fyrra og
kvaðst hann eiga von á að svo yrði einnig 1
sumar.
En hvert eiga þeir að fara sem vilja skemmta
sér og lifa hátt, hvert eiga þeir að fara sem vilja
læra og fræðast og hvert á fjölskyldufólkið með
börnin að fara?
Jú, því var fljótsvarað: Jón sagði að Mallorca
væri staðurinn fyrir þá sem vildu skemmta sér,
Grikkland væri land hinna fróðleiksfúsu og
Costa del Sol væri staðurinn sem hægt væri að
mæla sérstaklega með fyrir barnafólkið, enda
rekur Sunna þar barnagæslu.
Miðað við verð á ferðum í fyrra, þá verður
meðalhækkun á Sunnuferðum í ár um 30—50%.
Jón sagði að þessi hækkun væri mjög svipuð
þeim hækkunum, sem orðið hefði milli ára að
undanförnu. Hann sagðist telja að sumarið, sem
nú er framundan yrði gott ferðaár, fyrir ferða-
skrifstofurnar. Þegar er farið að bóka mikið og
greinilega kominn ferðahugur í íslendinga.
í fyrra flugu um 8000 íslendingar með Sunnu
til sólarlanda og í aðrar ferðir, sem ferðaskrif-
stofan skipulagði og eins og áður segir, þá lá
leið þeirra flestra til Mallorca.
*
Urval:
Hópferðir til
Algarve í Portúgal
— Erum við ekki allir að selja sól og sex,
sagði Steinn Lárusson, hjá Ferðaskrifstofunni
Urval, í gamansömum tón 'þegar leitað var upp-
lýsinga hjá honum um ferðir sumarsins á veg-
um ferðaskrifstofunnar. Annars var Steini ekki
hlátur í hug, daginn sem rætt var við hann, því
hann var önnum kafinn við að cndurrcikna öll
verð á sumarferðunum eftir aðgerðir ríkisstjórn-
arinnar í efnahagsmálum.
Sagði Steinn að eftir gengisfellinguna væri
meðaltalshækkunin á ferðum miðað við sams
konar ferðir í fyrrasumar um 40%. En ef vinnu-
friður héldist taldi hann þó ekki ástæðu til þess
að óttast samdrátt í ferðum íslendinga á þeirra
vegum. í fyrra fóru all.s um 3500 í sumarferðir
Úrvals.
Úrval býður fyrst og fremst upp á ferðir til
þriggja staða. Það er Mallorca, Ibísa og Portúgal.
HEFÐ KOMIN Á MALLORCAFERÐIR
Mest hefð er komin á Mallorcaferðirnar, en
þangað hefur ferðaskrifstofan skipulagt ferðir
í 8 ár og sagði Steinn að þessar ferðir væru allt-
af jafn vinsælar. Úrval er nú að skipuleggja
Ibísaferðirnar þriðja árið í röð og sagði Steinn
að nú væri líka að komast nokkuð gott lag á þær
ferðir, en það tæki alltaf töluverðan tíma að
koma góðu lagi á alla hluti þegar byrjað væri
að skipuleggja ferðir til nýrra staða. Hann sagði
að það væru ákveðin atriði, sem Ibiza hefði fram
yfir Mallorca. Þar væri enn miklu rólegra að
dvelja og eyjan væri ekki eins þéttsetin ferða-
mönnum og Mallorca. Verðið væri hins vegar
mjög áþekkt fyrir svipuð hótel og þjónustu á
þessum tveimur stöðum. Á hinn bóginn væri
nokkuð dýrara að dveljast á hótelum í Portúgal,
en Úrval skipuleggur ferðir þangað, nánar til-
greint til Algarve.
Algarve er syðst í Portúgal og er um 200 kiló-
metra langt strandsvæði, sem ferðamenn sækja
í vaxandi mæli. í Algarve er mikil náttúrufeg-
urð, að sögn Steins og veðrátta góð og kvaðst
hann binda miklar vonir við þennan stað í
framtíðinni.
Klettótt strönd Portúgals.
Útsýn:
Mest dálæti
á Costa del Sol
Þrátt fyrir gengishreytingar að undanförnu
sem gætu þýtt 70% liækkun á sólarlandaferð-
um býður Ferðaskrifstofan Útsýn nú sólarlanda-
ferðir sem aðeins hafa hækkað um 20 — 30%.
Skýringin á þessu er sú, að Útsýn hefur nú
gert samning við Flugleiðir h.f. um leigu á
FV 2 1978
39