Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1978, Side 41

Frjáls verslun - 01.02.1978, Side 41
DC8-þotum til flutninga á farþegum í sumar, en DC8-þoturnar taka 250 manns í sæti. Notkun svo stórra flugvéla þýðir, að Ferðaskrifstofan Útsýn flytur 500 farþega á viku, en í kjölfar slíks farþegafjölda hefur Útsýn komist að hag- kvæmum samningum erlendis i sambandi við uppihald og gistingu farþeganna. COSTA DEL SOL VINSÆLASTI FERÐAMANNASTAÐURINN EN . . . . Útsýn býður upp á ferðir til fjögurra Mið- jarðarhafslanda á þessum góðu kjörum, þ.e. til Spánar, Ítalíu, Júgóslavíu og Grikklands. I þau 20 ár sem Útsýn hefur starfað sem ferðaskrif- stofa hefur Costa del Sol á Spáni verið vinsæl- asti dvalarstaðurinn. í því sambandi er vert að vekja sérstaka athygli á hve tíminn frá miðjum marz fram í apríl er hagkvæmur ferðatími á þessum slóðum. Hiti er nægur, enda sólardag- ar 27—30 í mánuði, þjónusta mikið betri en yfir hásumarið og verð þriðjungi lægra. Þessar ferðir eru seldar með afborgunarskilmálum og börn fá sérstakan afslátt. Útsýn hefur nú tekið upp aukna þjónustu m.a. með barnagæzlu og ræsting gistihússins verður undir eftirliti ís- lenzks starfsfólks. Einnig verða á boðstólum nýj- ar kynnisferðir og ný skemmtiprógröm. Costa Brava hefur einnig verið eftirsóttur sumardval- arstaður í mörg ár. f ár hefur gistiaðstaða verið stórbætt þar og búa farþegarnir í nýju vönduðu hóteli við sjávargötuna. Ferðirnar til Lloret de Mar eru þær ódýrustu, sem Útsýn hefur á boð- stólum að undanskildum vorferðum til Torre- molinos, sem rætt var um hér að framan. . . . LIGNIANO Á ÍTALÍU KEMUR FAST Á HÆL\ SPÁNAR HVAÐ VINSÆLDIR SNERTIR Helsta nýjungin hjá Útsýn er ný flugleið, sem opnuð verður 13. maí næstkomandi til ftalíu, Júgóslavíu og Grikklands. Verða ferðir vikulega til Ítalíu, þegar kemur fram á sumarið en til skiptis til Júgóslavíu og Grikklands á 2—3 vikna fresti til septemberloka. Ferðir til Gullnu strandarinnar — Ligniano koma á hæla Spánarferða hvað vinsældir snert- ir. Ligniano er við Adríahafið, mitt á milli Fen- eyja og Trieste. Þar er mjög góð og þrifaleg baðströnd, og smekkvísi og gott skipulag blasir hvarvetna við enda er borgin Ligniano byggð upp á siðasta áratug sem módel — sumarparadís ferðalangs. Þar hefur tekist að varðveita nátt- úrulegt umhverfi, þrátt fyrir iðandi mannmergð, skemmtanir og hvers kyns lystisemdir á næsta leiti. Er íþrótta-, útivistar- og heilsuræktarað- staða miög góð í Ligniano. Hægt er að fara í kynnisferðir tii Feneyja og Flórens frá Ligniano og njóta þar fornra og fagurra menningarminja. Einnig er farið i dagsfei'ð upp i Dolomiti i Ölpun- um svo og til Gardavatns með viðkomu í Verona hinni frægu borg elskendanna Romeos og Júlíu, sem Shakespeare gerði ódauðleg. Glaðværðin skin út úr þessum hópi. JÚGÓSLAVÍA IIÁÞRÓAÐ FERÐAMANNALAND Júgóslavía er orðið háþróað ferðamannaland og í þeim efnum lengst komið landanna austan járntjalds. Segja má að Jógóslavía sé á mörkum austurs og vesturs í þjóðfélagslegum skilningi. Landið er ólíkt öllum öðrum löndum Evrópu, sameinar það sérkennilegt þjóðlíf, náttúrufegurð og fagrar baðstrendur. Dvalist er í borgunum Portoroz og Porec, sem báðar eru á Istriaskag- anum aðeins klukkustundar ferð frá Trieste við landamæri Ítalíu, en þangað stefnir Útsýn leigu- flugi sínu í sumar. Helena Dejak, borin og barn- fædd í Slóveníu, en nú búsett á íslandi, verður aðalfararstjóri Útsýnar í Júgóslavíu með tvo far- arstjóra sér við hlið. Undir leiðsögnþeirra bjóð- ast ýmsar ferðir t.d. til hins undurfagra Bled- vatns, í Postonja-hellana frægu, til ítölsku borg- anna Trieste og Feneyja og fl. GRIKKLAND EITT SÓLRÍKASTA LðND ÁLFUNNAR Grikkland er eitt sólríkasta land álfunnar með 300 sólardaga á ári. Sökum sögu sinnar, sér- kenna og veðurfars er Grikkland þráð takmark i hugum margra ferðamanna. Af landinu stafar ljómi af fornri frægð og hetjudáðum Hellena. Bergmálar borg eins og Aþena þessa liðnu tíð m.a. með stórfenglegri Akropolishæð og fjölda annarra minnismerkja glæstrar fortíðar. Leið- sögumaður Útsýnar í þessum ferðum verður Sigurður A. Magnússon, sem er mjög vel kunn- ugur Grikklandi og sögu þess. Ferðirnar til Spánar, Ítalíu, Júgóslavíu og Grikklands eru allaf farnar að degi til og er brcttför frá Keflavík kl. 14.00. NORÐURLANDAFERÐIR Útsýn starfrækir sérstaka deild fyrir Noi’ð- urlandaferðir, bæði einstaklings- og hópferðir í nafni ýmissa félagssamtaka. Nýlega hefur Félag íslenskra bifreiðaeigenda gert samning við Út- sýn um Norðurlandaferðir og aðra þjónustu við félagsmenn sína með mjög hagstæðum kjörum. En að auki rekur Útsýn alhliða skipulagningu ferðalaga um allan heim. FV 2 1978 41

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.