Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1978, Page 53

Frjáls verslun - 01.02.1978, Page 53
Ibúum Borgarness hefur fjölgað nokkuð stöðugt undanfarin ár og er,u þeir nú orðnir 1960. Margs- konar iðnrekstur er stundaður í ka^uptúninu sem er hið myndarlegasta eins og sjá má. koma, og verða þau að sæta sjávarföllum til að komast inn“. — Hvað um fjárhagsáætlun ársins? „Hún er nú í smíðum hjá okkur, en okkur hefur reynzt bezt að ljúka fyrst uppgjöri fyrra árs og ganga svo frá fjár- hagsáætluninni. í fyrra voru rekstrargjöld 95.7 milljónilr króna, en tekjur 139.7 milljónir króna. Til ný- framkvæmda fóru á árinu 66 milljónir króna. Varðandi fjár- hagsáætlun yfirstandandi árs reikna ég með að það verði 40—50% hækkun á milli ár- anna hjá Borgarneshreppi“. — Nú hafið þið samþykkt nýtt aðalskipulag fyrir Borgar- ncs til næstu 20 ára. ,,Á þúsundasta fundi hrepps- nefndar Borgarness, sem hald- inn var 21. september sl., var nýtt aðalskipulag lagt fram. Samkvæmt því mun íbúðar- byggð þróast fyrst um sinn í Bjargslandi, síðan í Votadal og eftir það vestan Borgarvogs. Uopbvgging atvinnustarfsemi verður fyrst og fremst í grennd við mót Norðurlandsvegar og Ólafsvíkurvegar. Gerðar hafa verið tvær spár um sennilega íbúafjölgun í Borgarnesi. Miðað við 3% ár- lega fjölgun verða íbúarnir árið 1997 orðnir 2666 og miðað við 4% fjölgun 3270. Það má því reikna með, að í lok skipu- lagstímabilsins verði allt Nesið að mestu fullbyggt og byggða- þróunin þá komin vestur fyrir Borgarvog“. — Og svo kemur brúin. „Já og það er þegar nokkuð mikil ásókn í lóðir við brúar- landtökuna hérna megin. Þar er um 4 hektara land að ræða og það er hugmynd sveitar- stjórnarinnar að þar komi fyrst og fremst þjónusta við umferð- ina“. — Hverjir hafa sótt um Ióð- ir? „Það hafa hinir og þessir ver- ið að sækja um, enda þótt enn hafi ekki verið auglýst eftir umsóknum. Þetta eru kaupfé- lagið, hótelið og olíufélögin. Það liggur einmitt fyrir hrepps- nefndarfundi í dag tillaga um að láta þessa aðila sækja um aftur og gera ítarlega grein fyr- ir þörfum sínum, þannig að hægt sé að hafa þetta allt á hreinu, þegar gengið verður frá deiliskipulaginu“. — En liinum megin? „Borgarneshreppur á oddann á Seleyri. Vegna vatnsbólanna þar verðum við að friða tals- vert landssvæði og í sannleika sagt höfum við ekki áhuga á því að þar rísi einhver byggð“. — Hvað með framhaldið á veginum? „Samkvæmt skipulaginu á hann að koma frá brúnni upp með landinu, fyrir austan land- ið Bjarg og sveigja síðan inn á móts við Snæfellsnesvega- mótin. Við vonum að hann komi þarna upp með sem allra fyrst og helzt þyrfti það að gerast strax og brúin kemur í sam- band, þvi það verður mjög erf- itt fyrir okkur að fá svo þunga umferð inn í byggðina“. FV 2 1978 53

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.