Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1978, Page 71

Frjáls verslun - 01.02.1978, Page 71
Selfosshreppur Mikið f jármagn lagt í byggingu íþróttahúss — upphæð sem nemur V3 hluta útsvarstekna hreppsins Selfoss hefur verið ört vax- andi bær síðust'u árin og hefur fólksfjölgun þar verið nokkuð yfir landsmeðaltal. Fólk hefur flust að víða af landinu og einnig mun talsvert af fólki úr dreifbýli Árnessýslu hafa flutt til Selfoss. Samfara þessum vexti hefur orðið aukning í at- vinnulífi staðarins. Til 'þess að fræðast um allt þetta hafði Frjáls verzlun tal af sveitar- stjóraruim Erlendi Hálfdánar- syni. — Ef ég á að geta um aukn- ingu í atvinnulífi staðarins, sagði Erlendur, — þá langar mig til að byrja á að nefna nýtt fyrirtæki, sem heitir Glett- ingur og er saltfiskverkunar- fyrirtæki. Fyrirtækið lætur flytja fisk frá Þorlákshöfn og verkar hann í salt hér. Þarna fá 20 — 30 manns vinnu. Önn- ur nýsköpun í atvinnulífi hér er, að 16 konur hafa tekið sig til og keypt Prjónastofu Sel- foss og ætla að sjá í samein ingu um rekstur á henni. Þá hefur verið stofnað hér nýtt fyrirtæki sem heitir Set h.f. og ætlar það að vinna að fram- leiðslu á einangrun fyrir hita- veiturör. Núna er verið að byggja húsnæði fyrir starfsem- ina, en ætlunin er að hefja framleiðslu í vor. Mun þetta koma til með að skapa ný at- vinnutækifæri. UPPBYGGING NÝRRA FYRIRTÆKJA — Stærsti draumurinn, sagði Erlendur Halfdánarson í skrif- stofu sinni. Erlendur, — er að laða að ný fyrirtæki. — Af nýlegum fyrirtækjum má nefna bygginganfyrirtækið Selós, sem stofnað var hér fyr- ir nokkrum árum. Það keypti síðan upp fyrirtækið Hansa h.f. í Reykjavík og flutti alla starf- semi þess í nýtt hús hérna. Þeir eru komnir i fullan gang við að framleiða og er varan flutt út um allt land. Það eru 6—8 manns sem starfa ein- göngu við Hansavörurnar, en mikill fjöldi starfsmanna er hjá fyrirtækinu að öðru leyti. — Nýlega var svo opnaður hér nýr veitingastaður, sem heitir Fossnesti og veitir hann nokkrum atvinnu. Þá er ótalinn einn nýr þáttur í atvinnulífi Selfoss, en það er togarinn Bjarni Herjólfsson, sem hrepp- urinn á V3 hluta í á móti Stokkseyri og Eyrarbakka. Aflahlutur okkar var lagður upp á Stokkseyri á síðasta ári, en ekki er ákveðið hvernig hon- um verður varið í ár. Það er e.t.v. eðlilegt, að Eyrarbakki fái að njóta einhvers af okkar hlut. Það má segja að togar- inn verði ekki til mikillar beinnar atvinnuaukningar hér þar sem aflinn er lagður upp annars staðar, en hann hefur á ýmsan hátt orðið plássinu til eflingar. T.d. hafa nokkrar fjöl- skyldur flutt hingað vegna út- gerðarinnar á togaranum. 80—90 MILLJÓNIR LAGÐAR í BYGGINGU ÍÞRÓTTAHUSS — Segja má að hið opinbera sé að verða einna stærsti at- vinnurekandinn hér, sagði Er- lendur, — ef við teljum bank- ana með. Að öðru leyti eru það þessir sömu aðilar kaupfélagið, mjólkurbúið og Sláturfélag Suðurlands, sem eru stærstir á vinnumarkaðnum hér. Þá er hreppurinn alltaf með talsverð umsvif. Langstærsta fram- kvæmdin hjá okkur núna er bygging íþróttahúss við gagn- fræðaskólann ásamt stjórnun- armálum og auknu kennsluhús- næði. Á þessu ári er áætlað að verja 80—90 milljónum í þetta, en sú upphæð nemur um Va hluta af útsvarstekjum hrepps- ins. Verkið verður að vera kom- ið langt á næsta sumri, því þá verður landsmót UMFÍ haldið hér og íþróttahúsið verður mik- ið notað í því samhengi. Þá verður haldin hér mikil land- búnaðarsýning á vegum Búnað- arsambands Suðurlands og stendur þá til að nota allt sem FV 2 1978 71

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.