Frjáls verslun - 01.02.1978, Síða 95
Eins og áður sagði fékk Sören
Mygind sín fyrstu kynni af ís-
lenzkri verzlun þegar SiJli sótti
hann til Danmerkur til að setja
upp verzlunarinnréttingu fyrir
20 árum. Síðan hefur hann
annast eða aðstoðað við inn-
réttingu fjölmargra íslenzkra
verzlana, stórra og smárra,
matvöruverzlana, apóteka,
málninga- og járnvöruverzlana
og svo mætti lengi telja. Meðal
nýrri slíkra framkvæmda voru
Verzlunin Víðir og vöruhús
Jónatans Einarssonar í Bolung-
arvík.
Sören Mygind hefur oftsinnis
liðsinnt íslenzkum kaupmönn-
um, þegar þeir 'hafa óskað eftir
sérstakri vörutegund eða þurft
á tækjum að halda fyrir verzl-
anir sínar. Hann hefur haft ná-
ið samband við Kaupmanna-
samtök íslands og á síðasta ári
sá hann um 53 manna hóp
kaupmanna á kynnisferð í Dan-
mörku.
*
# Anægjuleg
samskipti
„Samskipti mín við íslenzka
kaupmenn hafa verið öll hin
ánægjulegustu1', sagði Sören.
„Frá því að ég kynntist þeim
og verzlunum þeirra fyrst fyrir
um 20 árum hefur margt breyzt
til hins betra. Árið 1958 fannst
mér ástandið hér í verzlunum
reyndar hálf vonlaust. íslenzk-
ar verzlanir voru langt á eftir
sinni samtíð og kaupmenn hæg-
fara í hugsunarhætti. Nú er
ástandið gjörbreytt enda ferð-
ast íslenzkir kaupmenn mikið
°g fylgjast vel með því sem er
að gerast í nágrannalöndunum.
Hins vegar má gagnrýna margt
hjá þeim svo sem leti þeirra
við að brydda upp á ýmsum
nýjungum í verzlunum sínum,
til dæmis með auglýsinga-
spjöldum eins og ég nefndi áð-
ur. Mér virðist eins og margir
kaupmenn láti sér nægja að
opna góða og fullkomna verzl-
un en leyfi henni svo að drabb-
ast smá saman niður“, sagði
Sören.
Kubbur hf.:
Setja upp
fullkomna
bygginga-
vöruverzlun
Kubbur hf. er fyrirtæki sem
hefur sínar stöðvar við Stakka-
nes á ísafirði. F.V. hitti að máli
Jens Kristmannsson forstjóra
fyrirtækisins og innti hann eft-
ir því hver væru aðalviðfangs-
efni fyrirtækisins.
Kubbur hefur á síðastliðnu
ári byggt 10 raðhús á ísafirði,
sem nú eru tilbúin frá þeirra
hendi og öll seld. Húsin standa
í svonefndu Holtahverfi inni í
Firði. Þau hefur Kubbur selt
fullfrágengin að utan og tilbú-
in til innréttinga. Voru þau
seld á föstu verði á sínum tíma
og kostaði hvert hús rúmar 6
milljónir. Þessum 10 raðhúsum
fylgir fullfrágengin kyndistöð
sem ein sér öllum húsunum fyr-
ir nægilegri hitun.
Næstu verkefni Kubbs er
bygging 10 raðhúsa til viðbót-
ar í Holtahverfi og verður haf-
ist handa við þær framkvæmd-
ir á næsta sumri. Þá hefur fyr-
irtækið einnig tekið að sér að
byggja íbúðir fyrir bæjarfélag-
ið en það verða á fjórða tug
íbúða fyrir aldraða. Verða þær
í blokk og mun hún standa i
námunda við nýja sjúkrahúsið.
Jens Kristmannsson fræddi
ckkur á því að bráðlega hygð-
ust þeir hjá Kubbi fara að færa
út kvíarnar og stækka hús sitt
við Stakkanes um röska 600
fermetra. Er ráðgert að setja
upp fullkomna byggingarvöru-
verzlun í þeirri aðstöðu. Eins
og er flytur Kubbur hf. inn frá
Svíþjóð og Noregi mest af því
timbri og þilplötum sem þeir
nota í sinni byggingarstarfsemi
og sagði Jens að það yrði sami
háttur hafður á með innkaup
til væntanlegrar byggingar-
vöruverzlunar.
STOFMAMR, FÉLÖG
VERZLUN ARRÁÐ
ÍSLANDS
er allsherjarfélagsskapur
kaupsýslumanna og fyrir-
tækja. Tilgangur þess er að
vinna að sameiginlegum
hagsmunum þeirra, að
styðja að jafnvægi og vexti
efnahagslífsins og efla
frjálsa verzlun og frjálst
framtak.
Verzlunarráð íslands,
Laufásvegi 36,
Reykjavík. Sími 11555.
Skrifstofan er að Hagamel 4,
sími 26850.
Verzlunarmannafélag
Reykjavíkur.
©
KAUPMANNASAMTÖK
ÍSLANDS
Marargötu 2.
Símar 19390-15841.
FÉLAC ÍSLENZKRA
STÓRKAUPMANNA
er hagsmunafélag stórkaupmanna
innflytjenda og umboðssala.
FÉIAG ISLENZKRA STÓRKAUPMANNA
TJARNARCÖTU 14 REYKJAVÍK — SlMI 10G50.
FV 2 1978
95