Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1978, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.03.1978, Blaðsíða 41
aður og fjöldi hugsanlegra kaupenda úti á landi og þegar við sáum að aðeins þyrfti 1500 nýja áskrifendur til að standa undir kostnaði og rúmlega það, þurfti ekki frekari könnunar við. F.V.: — Hafið þið náð þessu marki? HE-DG: — Já, og langt um- fram það. F.V.: — Vísir hefur lengst af verið Reykjavíkurblað, hvemig hcfur þróunin verið hjá ykkur úti á landsbyggðinni? HE-DG: — Við höfum ekki fyrirliggjandi nákvæmar tölur, en aukningin úti á landi hefur verið gífurleg og sumsstaðar ævintýraleg. Við reyndum og teljum að okkur hafi tekizt að stórbæta dreifinguna úti á landi og auka fréttaflutning þaðan með því að ráða fjölda frétta- ritara. Stór þáttur í að auka sölu blaðsins er að koma því sem fyrst á staðinn, en auðvitað getur það eitt selt það, að það sé gott. F.V.: — Hversu stór tekju- liður eru auglýsingar blaðsins? HE-DG: — Þær eru um % og vildum við gjarnan hafa þann lið stærri, en við teljum að seljendur hafi ekki notað auglýsingar sem skyldi. Við teljum ekki að það sé grund- völlur fyrir öllum þeim auglýs- ingum, sem eru í pólitísku blöð- unum, en það er ýmislegt, sem ræður því að seljendur kjósa að auglýsa í pólitískum mál- gögnum, sem fer ekki heim og saman við skynsamlega mark- aðsstefnu. Annars eru auglýs- ingar Vísis nú meiri en nokkru sinni fyrr. F.V.: — Stundið þið harða auglýsingasölustarfsemi? HE-DG: — Við höfum á að skipa mjög duglegu fólki í aug- lýsingadeild, sem oft hefur frumkvæði um að vekja auglýs- endur til umhugsunar um Vísi sem fjölmiðil, en jafnoft eru það auglýsendur, sem eiga frumkvæðið. F.V.: — Hver var velta Reykjaprents á sl. ári? HE-DG: — Þar sem aðalfund- ur Reykjaprents hefur enn ekki verið haldinn er ekki hægt að gefa upp þær tölur, en hægt er að endurtaka, að staða fyrir- tækisins er traust. F.V.: — Hverjir eru helztu hluthafar Reykjaprents? HE-DG: — Hekla hf., fjöl- skylda Sigfúsar heitins Bjarna- sonar, Sveinn Egilsson hf., Þór- ir Jónsson, Guðmundur Guð- mundsson í Víði, P. Stefánsson hf. og Hörður Einarsson. Hlut- hafar eru rúmlega 40 og af þeim nokkrir starfsmenn Vísis. F.V.: — Engin tengsl eru þá lengur milli Vísis og Sjálfstæð- isflokksins? HE-DG: — Nei. Sjálfstæðis- flokkurinn seldi Reykjaprenti hlutabréf sín síðla árs 1975. Flokkurinn skipti sér ekki af blaðinu, en Vísir kaus þó frekar að kaupa bréfin, og Sjálfstæðis- flokkurinn vildi gjarnan selja þau. F.V.: — Hvernig er verka- skipting ykkar tveggja? Hörður; — Milli okkar er mjög góð samvinna. Davíð hef- ur mest með allan daglegan rekstur að gera, en ég frekar með langtímamarkmið og sér- stök verkefni, annars er verka- skiptingin svo sem ekki alveg afmörkuð. F.V.: — Nú ert þú starf- andi stjórnarformaður. Ertu hér til að gæta hagsmuna cigcnda, fjárhagslega og gagnvart rit- stjóm? Hörður: — Ég er hér að sjálf- sögðu til að líta eftir fjárhags- legum hagsmunum eigenda, þó fyrst og fremst hagsmunum fyrirtækisins sjálfs en alls ekki gagnvart ritstjórn. Ritstjórnin hefur ávallt síðasta orðið um efni blaðsins, en að sjálfsögðu er á milli okkar mjög gott sam- starf og við ræðum oft þau mál, sem efst eru á baugi. F.V.: — Hverjar eru framtíð- aráætlanirnar? HE-DG: — í stórum dráttum er það okkar hlutverk að þróa blaðið eftir þeim farvegi, sem það nú er í og auka útbreiðslu þess. Við teljum að Vísir sé orðið það gott blað, að hann fullnægi algerlega dagblaðaþörf einnar fjölskyldu, þannig að hún þUrfi ekki að kaupa annað blað. Hins vegar fer því fjarri að við viljum ekki að fólk kaupi önnur blöð, þvert á móti vildum við gjarnan að allir keyptu sem flest blöð, til að styrkja og efla dagblaðaútgáfu á landinu. F.V.: — Ekki hefur enn tek- ist að ná samkomulagi um skipulagt eftirlit með upplagi dagblaðanna, sem Verzlunarráð íslands vildi beita sér fyrir. Hver er afstaða Vísis í því máli? HE-DG: — Við höfum nýlega ritað útgáfustjórnum dagblað- anna og VÍ bréf, þar sem við hvetjum til að hreyfingu verði komið á þetta mál á ný, en fyrri tilraunir mistókust að okkar dómi vegna þess að ekki var nægilega vel að málunum staðið. Ástæðan fyrir þessu er að okkar áliti, að blöðin sjálf hafa ekki haft forgöngu um málið heldur hefur það verið í höndum aðila, sem ekki þekkja nægilega vel til málanna og hafa ekki lagt nógu ríka á- herzlu á að ná samkomulagi milli blaðanna um þetta atriði. Raunhæf og víðtæk upplags- könnun verður ekki tekin upp nema með samkomulagi þeirra aðila, sem könnunin á að bein- ast að, þ.e. blaðanna, um allt fyrirkomulag og reglur og þannig um hnútana búið að allir telji sig geta treyst því að niðurstaða upplagskönnunar gefi rétta mynd af raunveru- legri útbreiðslu þeirra. í þessu sambandi teljum við það t.d. vera nauðsynlegt að blöðin taki upp samræmt reikningsupp- gjör, svo að allar upplýsingar frá blöðunum verði sambæri- legar. Þá teljum við einnig nauðsynlegt að fulltrúar blað- anna hefji sem fyrst viðræður við önnur samstarfsmálefni sín, því að það er óviðeigandi að sum dagblaðanna séu bund- in af samtökum, en önnur séu utan allra samtaka. Til frambúðar hlýtur að vera far- sælast fyrir blöðin að hafa sem nánasta samvinnu um hagsmunamál sín í sameiginleg- um samtökum þó að á milli þeirra verði að sjálfsögðu eðli- leg og jafnvel hörð samkeppni. Við höfum enn ekki fengið svar við bréfi okkar en trúum ekki öðru en það verði fljótlega. FV 3 1978 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.