Frjáls verslun - 01.03.1978, Blaðsíða 61
Sauðárkrókur:
Leita eftir samvinnu við erlenda
aðila um rekstur
steinullarverksmiðju
Rætt við Þóri Hilmarsson, bæjarstjóra
— Hér á SauSárkróki lítum við á atvinnuþróunina sem algert
höfuðmál, sagði Þórir Hilmarsson bæjarstjóri þegar Frjáls verslun
heimsótti hann á dögunum. — Uppbygging togaraútgerðar hófst
hér upp úr 1960 og er að komast vel á veg. Héðan eru nú gerðir
út þrír skuttogarar, en þar af er einn gerður út í félagi við Hofs-
ós. Hins vegar er hér lítil bátaútgerð. Togaramir hafa haldið uppi
atvinnu í tveimur frystihúsum hér og einu á Hofsósi, þ.e.a.s. þegar
vel hefur veiðst.
— Iðnaður er hér nokkur,
hélt Þórir áfram. — Hér er
plastverksmiðja, sem framleiðir
allt einangrunarplast sem stað-
urinn þarfnast, eitt af stærri
minkabúum landsins er hér
og svo eru hér sútaðar gærur
hjá Loðskinni hf. Gærurnar eru
fluttar hálfunnar út, en það er
verið að vinna að því að fara
frekar út í fullvinnslu. Bygg-
ingariðnaður er sífellt að eflast.
Fólki fjölgar mikið hér og sí-
fellt er því þörf fyrir meira
húsnæði.
Á Sauðárkróki fjölgaði fólki
úr 1750 árið 1974 í 2000 árið
1977. Þórir sagði að ástæðurnar
fyrir þessari fjölgun væru ýms-
ar. — Það er gott að vera
hérna, sagði hann. Bæjarstæð-
ið er skemmtilegt, samgöngur
góðar og skólahald er í góðu
lagi. Þá er heilsugæsla hér góð
og gott sjúkrahús. Bærinn hef-
ur líka lagt áherzlu á að byggja
upp dagvistun, þannig að báðir
foreldrar geti unnið úti. Hér er
nýr leikskóli og bygging ann-
ars ákveðin. Gæsluvellir eru
nokkrir og á sumrin eru hér
skólagarðar og starfsvellir auk
unglingavinnu. Fólk athugar
þessa hluti þegar það ætlar sér
að setjast að einhvers staðar og
þegar þessum skilyrðum er
fullnægt, auk aðal skilyrðisins,
sem er næg atvinna, þá kemur
fólk.
TÖLUVERÐ
ÍBÚAFJÖLGUN
— Við höfum það að mark-
miði að halda atvinnutækifær-
um nægilega mörgum, en til
þess þurfum við að bæta við
20—30 störfum á ári, sagði
Þórir. — Eins og annars staðar
þurfum við að stefna að þess-
ari aukningu í iðnaði. Hins veg-
ar er það stefna okkar að efla
iðnað á staðnum, án þess að
bærinn eigi fyrirtækin. Við
viljum efla fyrirtækin sem til
eru í bænum, gera þau stærri
og betri og auka innra sam-
starf þeirra, þannig að fleiri
fyrirtæki geti t.d. staðið saman
að tilboðum í stór verkefni. En
auk þessa er keppt að því hér
að koma upp meðalstóru fram-
leiðslufyrirtæki. Undirbúning-
ur að því hefur staðið í 2 ár og
mun standa í eitt ár til Þær
forsendur sem við höfum sett
okkur, er að fyrirtækið noti
innlent hráefni og innlenda
orku, veiti mörgum atvinnu og
gefi góðan arð. Þó þetta séu
stór orð, þá höldum við að
svona fyrirtæki sé fundið. Þar
er um að ræða steinullarverk-
smiðju, sem bræðir grjót með
raforku og framleiðir steinull,
sem yrði aðallega notuð sem
húsaeinangrun. Mest yrði þetta
fyrir erlendan markað til að
byrja með. Við erum að leita
eftir samvinnu við erlenda aðila
um kaup og uppsetningu á
15000 tonna verksmiðju og
myndu þeir aðilar tryggja sölu
á 12000 tonnum á ári. Innlenda
markaðinn þarf hins vegar að
byggja upp smám saman.
MÖGULEIKAR Á REKSTRI
STEINULLARVERKSMIÐJU
— Það eru mörg atriði sem
þarf að kanna áður en svona
fyrirtæki fer af stað, sagði Þór-
ir. Við vitum þegar að það
kæmi til með að veita 70—90
manns atvinnu. Orkunotkun
FV 3 1978
61