Frjáls verslun - 01.03.1978, Blaðsíða 73
Dalvík
Tveir skuttogarar auk margra
smærri báta gerðir út
— Miklar framkvæmdir ■ bænum þ.á.m. bygging ráðhúss
— Helzta nýjungin í alvinnulífi á Dalvík er tilkoma rækjutogarans Dalborgar, sem kom til landsins
í júní í fyrra, sagði Valdimar Bragason bæjarstjóri á Dalvík, þegar Frjáls verzlun heimsótti hann.
— Hins vegar hafa orðið ýmsir byrjunaerfiðleikar í útgerðinni, en reynslan bcndir bó til að þctta geti
gengið, sagði Valdimar. — Hluti af afla togarans er þíddur upp og pillaður hér, en megnið er
sent á neytendamarkað eins og togarinn skilar' því, þ. e. fryst og óskelflett.
— Þá má nefna það, sagði
Valdimar, að á s.l. ári kom hing-
að nýr togari, Björgúlfur, sem
var smíðaður á Akureyri, nema
hvað skrokkurinn kom frá Nor-
egi. Utgerðarfélag Dalvíkinga,
sem bærinn á hluta í, á því tvo
togara nú. Fyrir utan togarana
eru svc gerðir út nokkuð marg-
ir smærri bátar. í vetur munu
vera hér 13 bátar á netum, en
þeir eru á stærðarbilinu frá 8—
50 tonn. Þessi bátafloti sér svo
fiskverkun í landi fyrir nógu
hráefni. Hér er eitt frystihús,
sem kaupfélagið rekur, en
margir útgerðarmenn minni
bátanna verka afla sinn sjálfir
í salt.
FJÖLGUN UMFRAM
LANDSMEÐALTAL
— Á Dalvík er talsvert mikið
byggt, sagði Valdimar, — og
er þar af leiðandi þó nokkur
atvinna hjá iðnaðarmönnum.
Fólki fjölgar hér heldur meira
en landsmeðaltalið segir til um
og það kallar á aukið húsnæði.
En þó mikið sé byggt er sífelld-
ur húsnæðisskortur og erfitt
t. d. að fá leigt.
— Ef ég á að nefna helztu
verkefni bæjarfélagsins, þá má
byrja á byggingu dvalarheimil-
is fyrir aldraða, sem byrjað var
á 1976. Reiknað er með að
hluti þess verði tekinn í notkun
á þessu ári. Fullgert á heimilið
að rúma 41 vistmann, en búið
er að byggja fyrir 30. Mikill al-
mennur áhugi er á heimilinu
cg mikið spurt eftir plássum
þar. Þá er hér í byggingu
heilsugæslustöð, sem reyndar er
ríkisframkvæmd að mestu, en
sú stöð verður fyrir tvo lækna
og á að þjóna Dalvíkurlæknis-
héraði.
RÁÐHÚS í BYGGINGU
Stórt verkefni á okkar veg-
um er svo bygging ráðhúss,
sagði Valdimar. — Þaðerufleiri
aðilar sem taka þátt í bygg-
ingunni. Sparisjóður Svarfdæl-
inga á hluta og svo verkalýðs-
félagið Eining. Einnig er reikn-
að með aðstöðu fyrir bæjar-
fógeta í húsinu, en ekki ákveð-
ið hvort hann verður eignar-
aðili. Fleiri aðilar hafa óskað
eftir að fá aðstöðu í húsinu.
T. d. er ákveðið að Brunabóta-
félagið fái þar inni og bók-
haldsfyrirtæki hér er að falast
eftir plássi. Húsið er 2000 fer-
metrar í allt og má heita að það
sé fullnýtt. Þegar þetta hús var
á undirbúningsstigi var oftast
talað um það sem stjórnsýslu-
miðstöð. Síðar var svo farið að
kalla það þjónustumiðstöð. Þá
þreyttumst við á þessum orða-
leikjum og fórum að kalla þetta
ráðhús.
— Önnur verkefni bæjarins
eru þessi hefðbundnu verk við
gatnagerð, viðhald og endur-
nýjun á hitaveitu o. s. frv. Hins
vegar er ekki verið að vinna
neitt við höfnina í ár, þótt mjög
aðkallandi sé að vinna ýmis
verk á því sviði. Ekkert fé er
veitt til þess á þessu ári og eru
menn frekar óhressir með þcð,
sagði Valdimar.
FV 3 1978
73