Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1978, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.03.1978, Blaðsíða 27
Unnið við uppsetningu efnis á blaðsíðuin Vísis. F.V. — Hvert er álit þitt á Dagblaðinu og blaðamennsku þeirra? Þorsteinn: — Það er ekki hægt að svara því á einfaldan hátt. Blaðamennska þeirra hef- ur haft áhrif til bóta, hvatt okkur til betri fréttaflutnings, en mér finnst þeir hafa gengið of langt í óábyrgri frétta- mennsku. Það þýðir ekki að það sé allt slæmt, sem þeir gera. Ég hef á tilfinningunni að þeir lifi eftir þeim einföldu sannindum að hneykslunarfrétt- ir séu vel seljanlegar af því að þær séu líka keyptar af þeim sem hneykslast mest. F.V.: — Þegar bæði blöðin eru lesin að st'aðaldri er ekki hægt að komast hjá bví að draga bá ályktun að samkeppn- in milli beirra sé feikna hörð og er,u áskrifendahappdrættin, sem verið hafa í gangi glöggt dæmi um bað. Ykkar happ- drætti kostar í kringum 9 millj- ónir króna. Hefðuð bið rit’stjór- arnir ekki getað notað bá upp- hæð í ykkar deild? Þorsteinn: — Ég var alger- iega sammála því að happdrætt- ið var sett af stað og lítum á hvernig það er til komið. Okk- ar meginregla er að kaffæra keppinautinn og þegar Dagblað- ið kynnir sitt bílahappdrætti, er ljóst að við verðum að gera okkar ráðstafanir. Sannleikur- inn er sá að þetta hefur haft mjög góð áhrif og fjárhags- lega hafa bílarnir margborgað sig og aukið sölu blaðsins veru- lega, þannig að við á ritstjórn- inni njótum þess í formi auk- inna fjárveitinga, sem stór- bætir aðstöðu okkar og þjón- ustu við lesendur. F.V. — Hvernig eru sam- skipti ritstjómar og útgáfu- stjórnar Vísis? Þorsteinn: — Almenn sam- skipti þesara aðila hafa gengið stórslysalaust. Ritstjórnin er algerlega sjálfstæð og útgefend- ur hafa ekkert reynt að hafa á- hrif á efni blaðsins.Ég hygg líka að Vísir sé eina blaðið, sem hef- ur í ritstjórnargrein gagnrýnt útgefendur sína, sem gert var sumarið 1975, er útgáfufyrir- tækið klofnaði, en þá lýsti ég því yfir i forystugrein að eig- PV 3 1978 endurnir gerðu ekki greinar- mun á hlutabréfum og dag- blaði. Það hefur hins vegar ekki staðið í vegi fyrir góðu samstarfi eftir að öldurnar lægði. F.V. — Stendur Vísir á traustum grunni í dag? Þorsteinn — Ég held að sá grunnur sé tiltölulega heilbrigð- ur. Ritstjórnarlega reynum við stöðugt að bæta blaðið dag frá degi, því það verður að skila hagnaði. Við fáum enga styrki, hvorki frá opinberum aðilum né öðrum. F.V. — Ef 'þú fengir fjárveit- ingu til reksturs ritstjórnarinn- ar, hvernig myndir þú helzt verja því fé? Þorsteinn: — Fyrst og fremst til að bæta fréttaþjónustuna, auka erlendar fréttir og ráða fleiri blaðamenn til þess að fara ítarlega ofan í ýmis mál, sem liggja óhreyfð vegna mannaskorts og þannig auka rannsóknarblaðamennsku. Við myndum fjölga síðum og efla menningarskrif. Annars er erf- itt að draga út einstaka þætti og auðvitað eru allar slíkar hugmyndir hernaðarleyndar- mál. Það hlýtur í stuttu máli að vera höfuðmarkmið hverr- ar ritstjórnar að gefa út sem bezt og vandaðast blað á hverj- um degi. F.V.: — Búið þið við fjár- hagsleg hrengsli á ritstjórn Vísis? Þorsteinn: — Ég býst við að allir ritstjórar vildu hafa rýmri fjárráð, en útgáfustjórn- in hefur ætið látið okkur í té allt það fjármagn, sem föng hafa verið á, enda stendur og fellur blaðið með því. F.V.: — Hafið þið náð þeim árangri með blaðið, sem þið stefnduð að? Þorsteinn: — Að sjálfsögðu ekki eins og maður hefði helzt kosið, því dagblað er í stöð- ugri þróun. Ég tel hins vegar að við höfum náð verulegum árangri með þróun sjálfstæðr- ar blaðamennsku. Grundvallar- atriði er að leggja ekki póli- tískan mælikvarða á hlutina. Þá stenst ekki sjálfstæð blaða- mennska. Við reynum að beita almennum siðferðilegum mæli- stikum. Við höfum orðið fyrst- ir til að opna ýmis stórmál, Alþýðubankamálið, ávísanamál- ið og gjaldeyrisreikningamálið i Danmörku svo örfá dæmi séu nefnd og við eigum eftir að opna fleiri stórmál. Ég er sann- færður um að þessi blaða- mennska veitir aðhald þótt hún hafi ekki borið fullkominn ávöxt enn. Blöðin verða þó ætíð að gæta sinnar ábyrgðar og t. d. standa vörð um frið- helgi einkalífsins að svo miklu leyti, sem þeir hagsmunir eru ríkari en upplýsingastörfin. En það er háð mati hverju sinni og ekki unnt að styðjast við al- gildar uppskriftir. Á þeim stundum skilur á milli með góð- um blaðamönnum og vondum. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.