Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1978, Blaðsíða 89

Frjáls verslun - 01.03.1978, Blaðsíða 89
Persía hf.: Ný gólfteppaverzlun í Skeifunni Persía hf. var áður í Skeif- unni 11. Fyrir rúmu ári flutti fyrirtækið í nýtt húsnæði í Skeifunni 8. Verzlunarstjóri er Sigurður Guðmundsson. Hann fræddi okkur á því að teppin sem Persía verzlaði með væru flutt inn frá Bretlandi og Belgíu auk þess sem fyrirtækið flytti inn handunnin teppi frá Austurlöndum. Bresku teppin eru framleidd af þekktum verksmiðjum eins og t.d. Axminster Carpets Ltd og Cormar Capets Ltd en belg- ísku teppin og motturnar eru m.a. framleidd af hinni þekktu verksmiðju Louis de Poortere. Nælonteppi, sem mikið eru not- uð á stigahús eru framleidd af Associated Weavers í Belgíu. Nú kosta vönduð teppi frá 10 og upp í 15 þúsund hver fer- metri ákominn sagði Sigurður, og bætti því við að sér fyndist áhugi fólks vera að aukast fyrir vönduðum einlitum teppum. Við spurðum Sigurð að því hvað fólk ætti að gera sem ætti við það vandamál að stríða að teppi rafmögnuðust og neistar stæðu út frá fingurgómum þeg- ar járn væri snert? Hann sagði að öll teppi sem Persía seldi væru afrafmögnuð á sérstakan hátt við framleiðslu og því væri fólk laust við þetta vanda- mál yfirleitt, sem keypti sín teppi hjá þeim. Hinsvegar væru orsakirnar oftast þær að ekki væri nægilegur loftraki fyrir hendi þar sem slíkar aðstæður sköpuðust og benti fólki á að þurrt loft væri algengasta or- sökin. Hinsvegar væru nú til sérstök kemísk efni til þess að bera á teppi þannig að þau raf- mögnuðust ekki og því væri þetta varla teljandi vandamál lengur. Persía hf. er nú að hefja innflutning á mjög vönduðum svefnherbergisskápum og eru þeir til sýnis í verzluninni sem stendur. Háberg hf.: Verulegur benzín- sparnaður meira en orðin tóm Heildsölufyrirtækið Háberg hefur starfað óslitið síðan 1969 í Skeifunni 3. Framkvæmda- stjóri og eigandi er Kolbeinn Pétursson tæknifræðingur. Fyr- irtækið hefur frá byrjun sér- hæft sig í hinum ýmsa búnaði sem stuðlar að aukinni hag- kvæmni í rekstri bíla og mun svo sannarlega ekki veita af að tekið sé til hendinni á því sviði. Háberg hf. hefur þegar selt u.þ.b. 3400 rafeindakveikjur af gerðinni Lumenation fyrir benz- ínvélar, en þær hafa, auk þess að reynast traustar og ending- argóðar, sýnt sig í því að raun- verulega minnka eldsneytisþörf benzínhreyfla um a.m.k. 8% og allt að 20 %. Á þessum rafeinda- kveikjum er 3ja ára ábyrgð Þessi búnaður er byggður á magnara, sem hækkar spenn- una frá skynjaranum inn á háspennukeflið, púlsgjafa sem kemur í stað platína og neistaskammtara sem komið er fyrir á kveikjuöxlinum undir kveikjuhamrinum. Púlsgjafinn sendir frá sér innrautt ljós sem neistaskammtarinn skyggir, en við það rofnar straumur til há- spennukeflisins og neisti hleyp- ur á rétta kertið. Þetta kveikju- kerfi er bæði einfalt og öruggt. Stærsti kostur þess er þó án efa sá, að með því verður kveiki- neistinn margfalt öflugri. Það skapar betra viðbragð, mýkri gang og betri gangsetningu. Kertin endast margfalt lengur, ónýtar platínur og þéttir eru úr sögunni, innsogsnotkun við gangsetningu á köldum hreyfli minnkar verulega og benzín- eyðslan að sama skapi. Með skarpari neista næst PV 3 1978 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.