Frjáls verslun - 01.03.1978, Blaðsíða 98
'Frá
i r i tstfor n
Nauðsynlegar umbætur
Á viöskiptaþingi Verzlunarráös íslands
var lögö fram greinargerö um nauðsynlegar
umbætur í efnahagsmálum. Þar segir að
frjáls markaðsskilyrði séu ekki ríkjandi ein-
kenni atvinnuhátta okkar. Verulegra um-
bóta og breytinga sé þörf, til þess að at-
vinnulífið grundvallist á frjálsu markaðs-
hagkerfi og búi við ákjósanlegustu starfs-
skilyrði því til viðgangs og vaxtar.
Bent er á að verömyndunarhöftum í
einni eða annarri mynd hafi nú verið beitt
hérlendis í samfellt 40 ár. Árangurinn hafi
verið þessi:
• Verðlag hefur nú hækkað samfellt allan
þennan tíma, í 40 ár, en hafði verið stöð-
ugt í samfellt 20 ár, áður en fyrsta verð-
lagsnefndin tók til starfa.
• Verðbólga hefur verið tífalt meiri hér-
lendis en í nágrannalöndum okkar, þar
sem samkeppni er virk og verðmyndun
frjáls.
• Tilraunir til hagkvæmra innkaupa til
landsins hafa valdið fyrirtækjum tjóni
og fyrirtæki í innlendri framleiðslu hafa
oft ekki fengið að njóta sanngjarns hluta
þess hagnaðar, sem sparnaður og hag-
ræðing í rekstri hefur skapað. Þegar til-
raunir til hagkvæmni í rekstri eru ekki
í þágu fyrirtækja, borga neytendur
kostnaðinn í hærra vöruverði.
• Til þess að bæta upp lága álagningu
innanlands hafa fyrirtæki þurft að
hækka innkaupsverð erlendis. Erlendir
seljendur hafa síðan notfært sér þessa
aðstöðu og selja í sumum tilfellum vör-
ur dýrari til íslands en annarra landa.
Þar sem tollar leggjast á innkaupsverð,
margfalda þeir síðan þann óhag, sem
neytendur hafa af þessu fyrirkomulagi.
• Verðskyn neytenda hefur veriö slævt
með blekkingum um að opinberir aðilar
geti tryggt ,,rétt“ verð á vöru og þjón-
ustu. Þeir sem selja ódýrar og góðar vör-
ur hafa því ekki nægilega fengið við-
skipti neytenda.
• Dregið hefur úr samkeppni milli fyrir-
tækja og þjónustu við neytendur.
• Verðmyndunarhöftin hafa auðveldaö
samráð milli fyrirtækja og samræmdar
verðhækkanir.
• Margvíslegri spillingu, ófrelsi og vald-
níðslu hefur verið boöiö heim.
Þessar staðreyndir hafa verið ráðamönn-
um þjóðarinnar kunnar árum saman. Þeir
hafa vitað, að núverandi verðmyndunar-
kerfi hefur skaðaö þjóðina stórlega. Samt
hefur engin ríkisstjórn komiö á frjálsri
verðmyndun, þótt það sé sameiginlegt hags-
munamál almennings og vel rekinna fyrir-
tækja. Þó þarf ekki einu sinni lagasetningu
til þess að svo megi verða. Eftir 40 ára fram-
kvæmd kerfis, sem hefur svo marga ókosti
má segja að kominn sé tími til að breyta um
starfshætti og innleiða svipaðar verðmynd-
unar- og samkeppnisreglur og tíökast ann-
ars staöar á Vesturlöndum.
Verzlunarráðið hefur sett fram ítarlegar
tillögur um umbætur á þessu sviöi, sem
fluttar hafa verið sem frumvarp á Alþingi.
Þar er valin sú stefna, sem ríkir í þeim
löndum, sem hafa hvað mesta reynslu á
þessu sviði. Það er einnig athyglisvert, aö i
þessum löndum hefur verðlag verið einna
stöðugast, samkeppni milli fyrirtækja mikil
og rekstur fyrirtækja öflugur.
Tillögur Verzlunarráðsins á þessu sviði
valda vafalaust umtalsveröum breytingum:
• Verðskyn kaupenda mundi aukast og
veita seljendum aðhald í verðlagningu.
• Verðsamkeppni mundi batna og söluaðil-
um fækka í einhverjum mæli.
• Innkaup fyrirtækja innanlands og er-
lendis frá yrðu hagkvæmari og hag-
kvæmni og sparnaður í rekstri bæri á-
vöxt.
• Atvinnulífið fengi aukið frjálsræði og að-
lögunarhæfni og skipulag atvinnulífs-
ins mundi batna. Verðlag mun veröa
lægra og stöðugra en nú er kaupendum
í hag, en seljendur gætu til fulls notiö
ávaxta af hagkvæmri framleiðslu og inn-
kaupum, þannig að hagnaður vel rek-
inna fyrirtækja mun aukast. Mögulegt
væri aö útiloka samkeppnishamlándi
viðskiptahætti /og tilraunir til hringa-
myndunar um leið og þeim fyrirtækjum,
sem nú eru markaðsráðandi, yrði veitt
æskilegra aðhald.
08
FV 3 1978