Frjáls verslun - 01.03.1978, Blaðsíða 51
Gífurleg efling sérrita
í Bandaríkjunum
Sjónvarpsáhorfendum fækkar í fyrsta skipti
Aukning auglýsinga nær öll í tímaritum
Þannig hefst grein í fréttatímaritinu Time, frá 9. janúar síðast-
liðnum. Þar segir frá því að samkvæmt rannsóknastofnun Niel-
sens í Bandaríkjunum, hafi 6,4% færri Bandaríkjamenn horft á
sjónvarp árið 1977 en árið 1976. Kannski finnst engum þetta
mikið, en það jafngildir því að enginn hafi horft á sjónvarp í
Detroit eða San Francisco. Það munar um minna.
Time segir að menn hafi ekki
trúað sínum eigin augum, frek-
ar en ef vísindamenn kæmust
að því að regn falli einnig upp
á við. Þetta er í fyrsta sinn
síðan sjónvarp hófst í Banda-
ríkjunum, sem áhorfendum hef-
ur fækkað og afleiðingarnar
verða ekki nein smávægis bylt-
ing í auglýsingum.
Augljóst er að auglýsendur,
sem eyddu nær átta milljörðum
í sjónvarpsauglýsingar á árinu,
verða að hugsa sig vel um,
áður en þeir ákveða næst hvar
þeir eyða sínu fé.
En þeir höfðu byrjað að
skoða hug sinn. Á síðustu
tveimur árum hefur orðið rót-
tæk breyting á því hvernig
auglýsendur eyða fé og aukn-
ingin hefur nær öll verið í
tímaritum, en einnig nokkur 5
dagblöðum.
Þegar talað er um tímarit í
Bandaríkjunum er átt við sér-
rit, því að hin almennu tíma-
rit, svo sem Life, Look, Satur-
day Evening Post og Collier,
svo nokkur séu nefnd, eru horf-
in af sjónarsviðinu. Þau urðu
öll fórnardýr sjónvarpsins,
sem bauð upp á hliðstætt efni
við þau, og ekki tókst að finna
þeim annað svið. Sérritin hafa
hins vegar notið sívaxandi
gengis og þjóna þeim vaxandi
hópi fólks, sem hefur þörf fyr-
ir upplýsingar og fréttir, sem
hinir almennu fréttamiðlar
ekki flytja.
Af sérritum, sem notið hafa
mesta brautargengis, skera við-
skiptatímarit sig úr. Þau eru
mjög fjölbreytt og sum fyrir
mjög sérhæfða hópa, en hafa
aukið útbreiðslu sína og aug-
lýsingasölu í stórum stíl, má
Auglýsendur telja sig geta náð lengur og betur til þeirra hópa, sem þeir vilja ná til í gegnum sér-
ritin og birt þar áhrifaríkar auglýsingar.
FV 3 1978
51