Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1978, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.03.1978, Blaðsíða 33
Páll Stefánsson ásamt samstarfs- mönnum sínum, Katrínu og Markúsi. Auglýsingadeildin F.V.: Þið teljið ykkur hafa sannreynt að ykkar stefna el rétt? Ólafur: — Sala Vísis hefur á undanförnum mánuðum aukizt stöðugt og við hljótum að trúa því að við stefnum í rétta átt. F.V.: — Telur þú einsýnt að nú hafi sannazt að gdður grund- völlur sé fyrir útgáfu tveggja síðdegisblaða? Ólafur; — Það held ég tví- mælalaust. Spurningin er hins vegar sú hvort það sé markaður fyrir allan þennan fjölda dag- blaða. í dag er upplag Vísis stærra og áskrifendur fleiri en nokkru sinni fyrr. Ég tel að aukningin á síðdegismarkaðin- um hafi fyrst og fremst orðið á kostnað morgunblaðanna. Sam- keppnin hefur orðið til góðs á margan hátt. F.V.: — Það gerði það að verkum að þið urðuð að taka á honum stóra ykkar? Ólafur: — Samkeppni hefur að sjálfsögðu hvetjandi áhrif. Við höfum bryddað upp á fjöl- mörgum nýjungum í okkar blaðamennsku. Má þar nefna beina línu til ýmissa manna í sviðsljósi þjóðmála, helgarblað- ið, sem hefur verið geysivel tekið, byggðablöð, getraunir og kjör manns ársins svo eitthvað sé nefnt og þetta hefur fólk kunnað að meta. Við höldum því ótrauðir áfram á þessari braut. Að sjálfsögðu er ekki viðeigandi að ljóstra því upp hvað á döfinni er, en megin- stefna okkar er að gefa út fjöl- breytt og siungt blað, þótt Vísir sé elzta dagblað landsins. Við erum með ungt og frískt lið blaðamanna, sem hefur alger- lega frjálsar hendur frá utgef- endum til að vinna sín störf. F.V.: — Hvemig finnst þér aðstaða blaðamanna á íslandi i dag? Ólafur: — Aðstaða almennra heiðarlegra og vandaðra blaða- manna hefur batnað. Opinberir aðilar og aðrir eru farnir að gera sér grein fyrir að blaða- menn eru ekki einhverjir for- vitnir snápar út í bæ, heldur tengiliður við almenning og það er því betra að vera blaðamað- ur í dag en fyrir 10 árum. Páll Stefánsson auglýsinga- stjóri Vísis sagði, að síðan hann tók við starfi sínw hjá Vísi fyr- ir rúmu ári, hefði hann lagt kapp á að liafa sem allra bezt samstarf við auglýsingastofurn- ar. Hann vildi líta á auglýs- ingastofurnar sem samsit'arfsað- ila dagblaðanna, en ekki mót- herja. I stórum dráttum hefði þessi samvinna tekizt vel, en vissulega væru fáeinar leiðin- legar undantekningar frá því. F.V.: — En hvað um teikni- þjónustu, sem t.d. auglýsinga- deild Vísis veitir auglýsendum, er það ekki samkeppni við auglýsingastofurnar, sem eðli- legt er, að 'þær taki illa upp? Páll: — Nei. í fyrsta lagi eiga menn í okkar þjóðfélagi ekki að taka illa upp sam- keppni í viðskiptum, hún er nauðsynleg. Svo er hitt, að hér er ekki um raunverulega sam- keppni að ræða við auglýsinga- stofurnar. Þeir auglýsendur, sem notfæra sér teikniþjón- ustu okkar, eru fyrst og fremst aðilar, sem af einhverjum á- stæðum skipta ekki við auglýs- ingastofur, því að auðvitað er ekki við því að búast, að allir, sem auglýsa, auglýsi í gegnurn auglýsingastofur hér frekar en annars staðar. Okkar teikni- þjónusta er þjónusta við slíka aðila, sem við hugsum líka í eigin þágu að því leyti, að við viljum, að sem flestar auglýs- ingar í blaðinu séu vel gerðar og prýði blaðið, ekki bara þær, sem koma frá auglýsingastof- unum. F.V.: — Sumir fcrsvarsmenn auglýsingastofanna tala um baráttu dagblaðanna um aug- lýsingarnar sem „afsláttar- frumskóginn“ og halda því fram, að blöðin, nema Morg- unblaðið, veiti allt upp í 90% afslátt af auglýsit'u verði. Hvað getur þú sagt um þetta? Páll: — Ég tel slíkt tal út í hött, og svona afsláttarpró- sentur þekkjum við hér á Vísi ekki. Hitt er svo auðvitað rétt, að við tilkomu Dagblaðsins skapaðist óeðlilegt ástand. Slíkt ástand verður svo ekki aftur breytt á einum degi, en að mínu áliti miðar þar mjög í rétta átt. Verðstefna okkar hér á Vísi er nú á ný orðin miklu stöðugri en hún var, en við teljum það höfuðmál að ná betri samvinnu milli blaðanna um þessi mál en verið hefur. Útgáfustjórn Vísir hefur ný- lega skrifað útgáfustjórnum allra hinna blaðanna bréf, þar sem hvatt er til nángri sam- vinnu milli blaðanna bæði í því skyni að gera upplagskönn- un að veruleika og eins til að treysta stöðu blaðaútgáfunnar sem atvinnugreinar í landinu. Fyrir okkur vakir þó að sjálf- sögðu ekki að koma á neinum samkeppnishömlum, aðeins, að blöðin komi sér saman um heiðarlegar leikreglur og heyi samkeppni sína innan þeirra. FV 3 1978 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.