Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1978, Page 33

Frjáls verslun - 01.03.1978, Page 33
Páll Stefánsson ásamt samstarfs- mönnum sínum, Katrínu og Markúsi. Auglýsingadeildin F.V.: Þið teljið ykkur hafa sannreynt að ykkar stefna el rétt? Ólafur: — Sala Vísis hefur á undanförnum mánuðum aukizt stöðugt og við hljótum að trúa því að við stefnum í rétta átt. F.V.: — Telur þú einsýnt að nú hafi sannazt að gdður grund- völlur sé fyrir útgáfu tveggja síðdegisblaða? Ólafur; — Það held ég tví- mælalaust. Spurningin er hins vegar sú hvort það sé markaður fyrir allan þennan fjölda dag- blaða. í dag er upplag Vísis stærra og áskrifendur fleiri en nokkru sinni fyrr. Ég tel að aukningin á síðdegismarkaðin- um hafi fyrst og fremst orðið á kostnað morgunblaðanna. Sam- keppnin hefur orðið til góðs á margan hátt. F.V.: — Það gerði það að verkum að þið urðuð að taka á honum stóra ykkar? Ólafur: — Samkeppni hefur að sjálfsögðu hvetjandi áhrif. Við höfum bryddað upp á fjöl- mörgum nýjungum í okkar blaðamennsku. Má þar nefna beina línu til ýmissa manna í sviðsljósi þjóðmála, helgarblað- ið, sem hefur verið geysivel tekið, byggðablöð, getraunir og kjör manns ársins svo eitthvað sé nefnt og þetta hefur fólk kunnað að meta. Við höldum því ótrauðir áfram á þessari braut. Að sjálfsögðu er ekki viðeigandi að ljóstra því upp hvað á döfinni er, en megin- stefna okkar er að gefa út fjöl- breytt og siungt blað, þótt Vísir sé elzta dagblað landsins. Við erum með ungt og frískt lið blaðamanna, sem hefur alger- lega frjálsar hendur frá utgef- endum til að vinna sín störf. F.V.: — Hvemig finnst þér aðstaða blaðamanna á íslandi i dag? Ólafur: — Aðstaða almennra heiðarlegra og vandaðra blaða- manna hefur batnað. Opinberir aðilar og aðrir eru farnir að gera sér grein fyrir að blaða- menn eru ekki einhverjir for- vitnir snápar út í bæ, heldur tengiliður við almenning og það er því betra að vera blaðamað- ur í dag en fyrir 10 árum. Páll Stefánsson auglýsinga- stjóri Vísis sagði, að síðan hann tók við starfi sínw hjá Vísi fyr- ir rúmu ári, hefði hann lagt kapp á að liafa sem allra bezt samstarf við auglýsingastofurn- ar. Hann vildi líta á auglýs- ingastofurnar sem samsit'arfsað- ila dagblaðanna, en ekki mót- herja. I stórum dráttum hefði þessi samvinna tekizt vel, en vissulega væru fáeinar leiðin- legar undantekningar frá því. F.V.: — En hvað um teikni- þjónustu, sem t.d. auglýsinga- deild Vísis veitir auglýsendum, er það ekki samkeppni við auglýsingastofurnar, sem eðli- legt er, að 'þær taki illa upp? Páll: — Nei. í fyrsta lagi eiga menn í okkar þjóðfélagi ekki að taka illa upp sam- keppni í viðskiptum, hún er nauðsynleg. Svo er hitt, að hér er ekki um raunverulega sam- keppni að ræða við auglýsinga- stofurnar. Þeir auglýsendur, sem notfæra sér teikniþjón- ustu okkar, eru fyrst og fremst aðilar, sem af einhverjum á- stæðum skipta ekki við auglýs- ingastofur, því að auðvitað er ekki við því að búast, að allir, sem auglýsa, auglýsi í gegnurn auglýsingastofur hér frekar en annars staðar. Okkar teikni- þjónusta er þjónusta við slíka aðila, sem við hugsum líka í eigin þágu að því leyti, að við viljum, að sem flestar auglýs- ingar í blaðinu séu vel gerðar og prýði blaðið, ekki bara þær, sem koma frá auglýsingastof- unum. F.V.: — Sumir fcrsvarsmenn auglýsingastofanna tala um baráttu dagblaðanna um aug- lýsingarnar sem „afsláttar- frumskóginn“ og halda því fram, að blöðin, nema Morg- unblaðið, veiti allt upp í 90% afslátt af auglýsit'u verði. Hvað getur þú sagt um þetta? Páll: — Ég tel slíkt tal út í hött, og svona afsláttarpró- sentur þekkjum við hér á Vísi ekki. Hitt er svo auðvitað rétt, að við tilkomu Dagblaðsins skapaðist óeðlilegt ástand. Slíkt ástand verður svo ekki aftur breytt á einum degi, en að mínu áliti miðar þar mjög í rétta átt. Verðstefna okkar hér á Vísi er nú á ný orðin miklu stöðugri en hún var, en við teljum það höfuðmál að ná betri samvinnu milli blaðanna um þessi mál en verið hefur. Útgáfustjórn Vísir hefur ný- lega skrifað útgáfustjórnum allra hinna blaðanna bréf, þar sem hvatt er til nángri sam- vinnu milli blaðanna bæði í því skyni að gera upplagskönn- un að veruleika og eins til að treysta stöðu blaðaútgáfunnar sem atvinnugreinar í landinu. Fyrir okkur vakir þó að sjálf- sögðu ekki að koma á neinum samkeppnishömlum, aðeins, að blöðin komi sér saman um heiðarlegar leikreglur og heyi samkeppni sína innan þeirra. FV 3 1978 33

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.