Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1978, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.03.1978, Blaðsíða 31
stendur á hverju sinni og okk- ur til aðstoðar er Bragi Guð- mundsson ritstjórnarfulltrúi. Klukkan tíu eiga svo síðustu handrit að vera komin til prent- smiðjunnar ásamt teikningum af útsíðum blaðsins. F.V.: — Hvað ef stórfrétt gerist eftir þann tíma? Ólafur: — Vinnsla blaðsins heldur þá sinu striki og við lát- um yfirleitt byrja að prenta upphaflegu útgáfuna af blaðinu til þess að hægt sé að ná á- kveðnum ferðum út á land, en síðan eru unnar nýjar útsíður, sem prentaðar eru með öðrurn síðum fyrstu útgáfu. Það er sjaldan sem við þurfum að grípa til þessa ráðs. Yfirleitt komum við spánnýjum fréttum og myndum nógu snemma til Blaðaprents til þess að þetta efni nái fyrir réttan prentunar- tíma blaðsins. Það er gífurlega mikilvægt fyrir dagblað að ná til kaupenda sinna á réttum tíma og við höfum verið að reyna að flýta útgáfunni vegna stóraukins fjölda áskrifenda úti á landsbyggðinni, sem gera kröfu til að fá blaðið snemma. Við náum þannig í hádegis- ferðir til flestra stærstu stað- anna og á suma staði er að- eins ein ferð á dag og þar stönd- um við auðvitað bezt að vígi í samkeppninni við morgunblöð- in, því að kaupendur fá Vísi i hendurnar á sama tíma og morgunblöðin. Það segir sig sjálft, að blað, sem er með nýj- ar fréttir skrifaðar að morgni er betri vara en morgunblað, sem skrifað er daginn áður. F.V.: — Hvað tekur við þeg- ar morgunsprettinum lýkur? Ólafur: — Strax klukkan 10 höldum við annan fund með blaðamönnunum, þar sem tekin eru fyrir og skipulögð verk- efni dagsins og síðan ræðum við almennt um Vísi, efni blaðs- ins og útlit. Ákveðnum blaða- manni hefur þá verið falið að athuga blaðið daginn áður vandlega og svo hlusta allir á og ræða gagnrýni hans. Þessar umræður hafa verið þarfar. Að þeim fundi loknum er raðað í blaðið efni næsta dags og fyrstu handritin að því efni fara að berast og útlitsteiknun hefst Konur eru áberandi í starfsliði Vísis. Katrín Pálsdóttir, blaðamað- ur, starfaði áður við Dagblaðið. Ásta Valmundardóttir, símavörður. strax upp úr hádeginu. Reynt er að loka sem flestum innblaðs- síðum sem fyrst með efni og auglýsingum til að flýta fyrir vinnslunni. F.V.: — Er það ekki stundum erfitt að deila prentsmiðju með öðrum, eins og þið á Vísi gerið í Blaðaprenti. Ólafur; — Það hefur vissa ó- kosti í för með sér, en að sjálf- sögðu er einnig mikill f járhags- legur ávinningur af því að fleiri aðilar noti sömu tæki. Við þurfum óneitanlega að skila hluta efnisins í blaðið fyrr en okkur finnst æskilegt. Það er sáralítið hægt að vinna af efni fyrir Vísi á kvöldin og nótt- inni í prentsmiðjunni vegna hinna blaðanna þannig að eig- in prentsmiðja myndi óneitan- lega gefa okkur meira svig- rúm. F.V.: — Hversu margir starfa á ritstjórn Vísis? Ólafur: — Við erum um 20, allt ungt og áhugasamt fólk. F.V.: — Hvað hafið þið lagt mesta áherzlu á í þróun blaðs- ins síðustu 2—3 árin? Ólafur: — Ég held að það hafi ekki farið framhjá nokkr- um manni að það hefur orðið mikil breyting á blaðinu á þeim tíma. Vísir var áður fyrst og fremst sniðinn fyrir Reykja- víkurmarkað og síðurnar færri en nú. Við höfum hins vegar lagt höfuðáherzlu á að veita sem víðtækasta þjónustu og breikka grundvöll blaðsins, byggja upp fréttaritarakerfi og koma okkur upp fréttasam- böndum, gera blaðið líflegra og fjölbreyttara með meira efni um mannlíf og greinum eftir menn með mismunandi stjórn- málaskoðanir. Okkar upplýsingamiðlun er alhliða, við leggjum áherzlu á stuttar fréttir án framhalda, traustar og áreiðanlegar upp- lýsingar sem fréttamenn okkar hafa sannreynt. F.V.: — Er þetta sneið til keppinauta ykkar á Dagblað- inu? Ólafur: — Við teljum að þeir hafi stundum gengið of langt. Það er út í bláinn að láta stóra vafasama fyrirsögn selja blað á kostnað áreiðanleika, þegar á það er litið, að aðeins 10% af upplagi blaðsins er selt á götum úti. Annars eru pólitískar æsi- fréttir sumra morgunblaðanna dæmi um verstu blaðamennsk- una hér á landi. FV 3 1978 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.