Frjáls verslun - 01.03.1978, Blaðsíða 75
Tréverk h.f., Ólafsfirði
Heilsugæzlustöð og hótel-
bygging meðal helztu verkefna
auk íbúðabygginga
Við byrjuðum hérna 1962 með tvær notaðar trésmíðavélar í gömlu fjósi og buðum upp á þjónustu
við húsbyggjendur í bænum, sagði Vigfús Skíðdal, framkvæmdastjóri Tréverks hf. á Ólafsfirði, þeg-
ar Frjáls verzlun heimsótti hann á dögunum. — tveimur ár.um seinna byggðum við þetta hús, sem
við erum með starfscmina í nú, hélt Vigfús áfram. — Húsið er 580 fermetrar að grunnfleti og á
tveimur hæðum og í rauninni orðið allt of lítið. Við erum búnir að fá úthlutað lóð hér við hliðina
cg ætlum að byggja þar 600 fermeitra vélasal. Þetta hús verður þá að mestu lager.
— Þegar við byrjuðum með
þetta fyrirtæki bjuggumst við
ekki við því að það myndi
stækka eins og raun varð á. En
miðað við íbúafjölda hefur mik-
ið verið byggt hérna og því
hafa fylgt mikil verkefni fyrir
okkur. Sem stendur erum við
að vinna við byggingu heilsu-
gæslustöðvar fyrir bæinn og
ríkið. Það verður rúmlega 2000
fermetra hús, en % eru upp-
steyptir. Við eigum að skila
byggingunni tilbúinni undir
tréverk sumarið 1979, en þá
verður tréverkið hugsanlega
boðið út. Þá má reikna með að
við gerum tilbcð í þann þátt
líka. Annað stórt verkefni er
hótelbygging fyrir hlutafélag á
staðnum og svo erum við með
allan frágang frá fokheldu á 7
leiguíbúðum fyrir bæinn. Þar
höfum við undirverktaka í raf-
lögnum, pípulögnum og máln-
ingu. Þá erum við alltaf með
eitthvað af smærri verkefnum,
t. d. við fiskverkunarhús eða í-
búðarhús fyrir einstaklinga.
BYGGJA OG SELJA
— Við höfum á undanförn-
um árum byggt hús til að selja,
sagði Vigfús, — og gerum það
einnig á komandi sumri. Erum
við með lóðir fyrir 2 einbýlis-
hús og eitt 6 íbúða raðhús. Við
seljum yfirleitt fokhelt, en
gjarnan koma kaupendurnir
svo til að semja um frágang á
eftir. Af öllu þessu leiðir, að
aðalverkefnin á verkstæðinu
cru innréttingasmíði í hús, sem
við höfum byggt sjálfir. Hins
vegar tökum við alltaf svolítið
af viðgerðum, bæði á húsgögn-
um cg innréttindum. Svo förum
við um borð í skip til að gera
við ef með þarf.
ALLVERULEGUR TÆKJA-
KOSTUR
— Að vetrinum eru hér svona
16 starfsmenn, sagði Vigfús. —
Yfir sumarið fjölgar þeim í 25
—30. Vetrarmennirnir eru
flestir lærðir iðnaðarmenn, en
hér á Ólafsfirði eru óvenju
margir lærðir smiðir. Hvað
tækjakost fyrirtækisins snertir,
þá er hann orðinn allveruleg-
ur gegnum árin. Við erum með
einn byggingarkrana og einn
færanlegan bílkrana. Flekamót-
um höfum við líka komið okk-
ur upp. Við vélakost á verk-
stæði hefur hins vegar lítið
bætzt síðustu árin. Trésmíða-
vélar endast venjulega vel og
þurfa ekki mikið viðhald. Það
er þó ekki þar með sagt að ekki
sé áhugi á viðbótum og endur-
nýjungum. Það er þá venjulega
peningaskortur sem stendur í
veginum. En þegar nýja húsið
verður komið upp er meiningin
að endurskipuleggja vélakost-
inn. Bæði með nýrri uppröðun
og svo koma til nýjar vélar,
sagði Vigfús.
FV 3 1978
75