Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1978, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.03.1978, Blaðsíða 19
ekki komizt nema á báti að sumarlagi. Ein afleiðingin er sú, sam- kvæmt upplýsingum sovézkra embættismanna, að borarnir eru ekki í notkun nema þriðja hvern dag að meðaltali. Tíminn fer svona til spillis vegna skorts á tækjum eða breytinga á bor- stöðum. Samt er öll þessi gífurlega fyrirhöfn og fjárfestingin farin að borga sig. í fyrra voru fram- leiddar 4,3 milljón tunnur af olíu í Vestur-Síberíu á dag, eða 39% af heildarolíuframleiðslu Sovétmanna. Framleiðslan á jarðgasi fór upp í 72 milljarða rúmmetra eða 21% af heildar- framleiðslunni. Embættismenn spá því, að árið 1980 muni olíu- framleiðslan á svæðinu hafa aukizt um 50% og gasvinnslan tvöfaldist. Upp úr því er bú- izt við 10% vexti árlega til 1990. MEIRA SELT TIL VESTUR- LANDA EN KOMMÚNISTA- RÍKJA Þessi aukna framleiðsla er afarmikilvæg fyrir sovézkt efnahagslíf. Árið 1976 t.d., fluttu Sovétríkin út meira af olíu til Vesturlanda en komm- únistaríkja, í fyrsta skipti frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Þessi þróun hélt áfram í fyrra. Þegar allt er með talið, voru tekjur Sovétríkjanna af olíu- sölu til Vesturlanda um 5 millj- arðar dollara árið 1976 og tekj- ur af jarðgassölunni um einn milljarður. Hátt heimsmarkaðsverð og mikill skortur á hörðum gjald- eyri olli því, að Sovétmenn freistuðust til að selja andstæð- ingum frekar en bandamönn- um. En án hinnar vaxandi framleiðslu í Síberíu gæti Sov- étstjórnin varla uppfyllt óskir nokkurra kaupenda sinna er- lendis. Ráðamenn í Moskvu beina nú athygli sinni að Vestur-Síberíu. Austur þaðan liggja svo miklar auðnir, þar sem búizt er við miklu olíu- og gasmagni. Aust- ur-Síbería er að mestu ókannað land, en sérfræðingar segja, að jarðfræðilegar athuganir gefi góðar vonir. í sameiningu hafa Sovétmenn og Japanir uppgötvað olíulind- ir, sem kunna að vera hinar mestu í allri Asíu, undan norð- urtanga Sakhalin-eyju, nærri Japan. Ekki er reiknað með olíuvinnslu þar fyrr en á næsta áratug. OLÍULEITARSVÆÐI FRAM- TÍÐAR Okhotsk-haf, Barentshaf og Karahaf eru likleg olíuleitar- svæði í framtíðinni. En hraðinn í olíuleit undan ströndum Sov- étrkjanna mun að mestu ráðast af því hve mikils tæknibúnaðar Sovétmenn geta aflað frá Vest- urlöndum. Til frekari skýringar gaf einn sérfræðinganna í Moskvu eftirfarandi lýsingu á aðstæðum: — Öll olía, sem auðfundin er, hefur þegar komið í leitirnar. Héðan í frá verður æ dýrara að finna olíu, tæknin verður stöð- ugt flóknari og þörfin fyrir sér- hæfingu og þekkingu stöðugt vaxandi. Allt eru þetta veikir hlekkir í sovézkri iðnaðarfram- leiðslu. Engum blöðum er um það að fletta að gnægð er af olíu og gasi í Síberiu. Sovétmenn láta heldur ekki óblíða veðráttu eða erfiðar aðstæður aftra sér frá að ná í olíuna. Trúin á framtíð þessa fyrirtækis endurspeglast i ummælum eins olíuvinnslu- sérfræðingsins í Surgut í Síber- íu, er hann sagði: — Ef maður eignast einhvern tíma barnabörn, verður hægt að senda þau til Síberíu. Við mun- um hafa starf handa þeim. Ytri skilyrði til olíu- vinnslu eru býsna erfið á hinum nýju olíu- lindasvæðum í Síberíu. Vetur er mjög harður á þessum slóðum, en hann er notaður til aðdrátta því á sumrin sekkur allt í leðju freð- mýranna. FV 3 1978 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.