Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1978, Page 19

Frjáls verslun - 01.03.1978, Page 19
ekki komizt nema á báti að sumarlagi. Ein afleiðingin er sú, sam- kvæmt upplýsingum sovézkra embættismanna, að borarnir eru ekki í notkun nema þriðja hvern dag að meðaltali. Tíminn fer svona til spillis vegna skorts á tækjum eða breytinga á bor- stöðum. Samt er öll þessi gífurlega fyrirhöfn og fjárfestingin farin að borga sig. í fyrra voru fram- leiddar 4,3 milljón tunnur af olíu í Vestur-Síberíu á dag, eða 39% af heildarolíuframleiðslu Sovétmanna. Framleiðslan á jarðgasi fór upp í 72 milljarða rúmmetra eða 21% af heildar- framleiðslunni. Embættismenn spá því, að árið 1980 muni olíu- framleiðslan á svæðinu hafa aukizt um 50% og gasvinnslan tvöfaldist. Upp úr því er bú- izt við 10% vexti árlega til 1990. MEIRA SELT TIL VESTUR- LANDA EN KOMMÚNISTA- RÍKJA Þessi aukna framleiðsla er afarmikilvæg fyrir sovézkt efnahagslíf. Árið 1976 t.d., fluttu Sovétríkin út meira af olíu til Vesturlanda en komm- únistaríkja, í fyrsta skipti frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Þessi þróun hélt áfram í fyrra. Þegar allt er með talið, voru tekjur Sovétríkjanna af olíu- sölu til Vesturlanda um 5 millj- arðar dollara árið 1976 og tekj- ur af jarðgassölunni um einn milljarður. Hátt heimsmarkaðsverð og mikill skortur á hörðum gjald- eyri olli því, að Sovétmenn freistuðust til að selja andstæð- ingum frekar en bandamönn- um. En án hinnar vaxandi framleiðslu í Síberíu gæti Sov- étstjórnin varla uppfyllt óskir nokkurra kaupenda sinna er- lendis. Ráðamenn í Moskvu beina nú athygli sinni að Vestur-Síberíu. Austur þaðan liggja svo miklar auðnir, þar sem búizt er við miklu olíu- og gasmagni. Aust- ur-Síbería er að mestu ókannað land, en sérfræðingar segja, að jarðfræðilegar athuganir gefi góðar vonir. í sameiningu hafa Sovétmenn og Japanir uppgötvað olíulind- ir, sem kunna að vera hinar mestu í allri Asíu, undan norð- urtanga Sakhalin-eyju, nærri Japan. Ekki er reiknað með olíuvinnslu þar fyrr en á næsta áratug. OLÍULEITARSVÆÐI FRAM- TÍÐAR Okhotsk-haf, Barentshaf og Karahaf eru likleg olíuleitar- svæði í framtíðinni. En hraðinn í olíuleit undan ströndum Sov- étrkjanna mun að mestu ráðast af því hve mikils tæknibúnaðar Sovétmenn geta aflað frá Vest- urlöndum. Til frekari skýringar gaf einn sérfræðinganna í Moskvu eftirfarandi lýsingu á aðstæðum: — Öll olía, sem auðfundin er, hefur þegar komið í leitirnar. Héðan í frá verður æ dýrara að finna olíu, tæknin verður stöð- ugt flóknari og þörfin fyrir sér- hæfingu og þekkingu stöðugt vaxandi. Allt eru þetta veikir hlekkir í sovézkri iðnaðarfram- leiðslu. Engum blöðum er um það að fletta að gnægð er af olíu og gasi í Síberiu. Sovétmenn láta heldur ekki óblíða veðráttu eða erfiðar aðstæður aftra sér frá að ná í olíuna. Trúin á framtíð þessa fyrirtækis endurspeglast i ummælum eins olíuvinnslu- sérfræðingsins í Surgut í Síber- íu, er hann sagði: — Ef maður eignast einhvern tíma barnabörn, verður hægt að senda þau til Síberíu. Við mun- um hafa starf handa þeim. Ytri skilyrði til olíu- vinnslu eru býsna erfið á hinum nýju olíu- lindasvæðum í Síberíu. Vetur er mjög harður á þessum slóðum, en hann er notaður til aðdrátta því á sumrin sekkur allt í leðju freð- mýranna. FV 3 1978 19

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.