Frjáls verslun - 01.03.1978, Blaðsíða 81
Verzlunin Lín
Ólafsf irfti:
Ef vel
veiðist
er nóg
að gera
Við Aðalgötuna á Ólafsfirði
stendur Verslunin Lín. Þar hitti
Frjáls verslun fyrir einn eig-
andann og verslunarstjórann,
Elínu Haraldsdóttur.
— Móðir mín Ragna H. Páls-
dóttir stofnaði þetta fyrirtæki
ásamt Guðrúnu Valtýsdóttur
fyrir tæpum 25 árum, sagði
Elín. Þá var búðin hérna hand-
an við götuna og aðaluppistað-
an í vörum var vefnaðarvara og
handavinnuvörur. í dag er
vöruúrvalið orðið öllu fjöl-
breyttara, því hér seljum við
fatnað, snyrtivörur, skartgripi,
barnaföt og ýmsar gjafavörur.
Mest seljum við þó af fatnaði
og reynum að hafa á boðstóln-
um tískufatnað.
HÁR FLUTNINGS-
KOSTNAÐUR
— Það eru bæði kostir og
gallar við að hafa svona margar
vörutegundir á boðstólum,
sagði Elín. — En að sumu leyti
neyðist maður til þess vegna
þess að staðurinn er lítill og að
sumu leyti vegna þess hve sam-
keppnin er hörð. Fyrst í stað
var samkeppnin mest við Akur-
eyri, en eftir að KEA tók við
kaupfélaginu hérna fóru þessar
vörur að fást þar líka. Ég hef
reynt að mæta samkeppninni
með því að skipta um merki, en
að einhverju leyti verðum við
alltaf að bjóða upp á það sama.
Hins vegar gerir það aðstöðu
okkar erfiða, að við verðum að
fá okkar vörur frá heildsölum í
Reykjavík, en kaupfélagið fær
sínar vörur frá Akureyri. Þar
með verður mismunur á flutn-
ingskostnaði og þar með á verði.
Elín Haraldsdóttir
verzlunarstjóri.
LÁNAFYRIRGREIÐSLA LÍTIL
— Húsið hérna brann í apríl
1976, sagði Elín, — og var
byggt strax aftur í sama stíl að
utan, en gjörbreytt að innan.
Við reyndum að gera búðina
svoltið huggulega, en í raun-
inni má segja að þessi búð sé
of stór og dýr til að reka hana
á svona stað. Verslun með
svona vörur er mjög háð at-
vinnuástandinu á staðnum og
verður strax samdráttur ef at-
vinna minnkar. Lánafyrir-
greiðsla til verslana úti á landi
er líka af mjög skornum
skammti.
— En það var alls ekki ætl-
unin að vera að barma sér
neitt, sagði Elín að lokum. —
Ef vel veiðist er nóg að gera
hérna.
PV 3 1978
81