Frjáls verslun - 01.03.1978, Blaðsíða 17
DM 36.875.757 eða jafnvirði
2.959,6 millj. kr., en frá þeirri
fjárhæð dragast 3,3% afföll.
Varð nettófjárhæð lánsins því
2.862 millj. kr. eins og gert
hafði verið ráð fyrir í áætlun-
um Framkvæmdasjóðs og láns-
fjáráætlunum ríkisstjórnarinn-
ar. Lán þetta var hluti af DM
50 millj. skuldabréfaútgáfu rík-
issjóðs á erlendum fjármagns-
markaði.
Á árinu voru á ný gerðir
samningar milli Framkvæmda-
sjóðs og viðskiptabankanna
þess efnis, að bankarnir keyptu
skuldabréf af Framkvæmda-
sjóði fyrir fjárhæð, er næmi
10% af aukningu innlána bank-
anna á árinu 1977. Lán sam-
kvæmt þessu samkomulagi að
viðbættum eftirstöðvum frá
fyrra ári námu 1.637,9 millj.
kr., en ógreitt var til Fram-
kvæmdasjóðs í árslok 1.451,1
millj. kr.
Á árinu 1977 var þeim til-
mælum beint til lífeyrissjóð-
anna í landinu, að þeir keyptu
skuldabréf Framkvæmdasjóðs
og Byggingarsjóðs ríkisins, eins
og fjögur undanfarin ár.
Skuldabréfakaup sjóðanna af
Framkvæmdasjóði námu alls
1.305 millj. kr. á árinu, en
áætlað hafði verið, að fjárhæð
þessi næmi 1.538 millj. kr.,
þannig að verulega skorti á, að
áætlunin stæðist.
REKSTUR BYGGÐASJÓÐS
Lánveitingar: Eins og getið
hefur verið í síðustu ársskýrsl-
um, varð um það samkomulag
í málefnasamningi núverandi
ríkisstjórnar, að framlag ríkis-
sjóðs til Byggðasjóðs skyldi
nema 2% af útgjaldatölu fjár-
lagafrumvarps hvers árs á kjör-
tímabilinu. Varð af þessum sök-
um mikil hækkun á framlögum
til sjóðsins og jókst ráðstöfun-
arféð að sama skapi.
Framlag rikissjóðs til
Byggðasjóðs árið 1977 nam
1.630 millj. kr., en áður hafði
það numið 1.123 millj. kr. árið
1976, 860 millj. kr. árið 1975
og 297 millj. kr. árið 1974. Með
hinum nýju lögum um Fram-
kvæmdastofnunina, sem sam-
þykkt voru árið 1976, var kveð-
ið svo á um, að til Byggðasjóðs
komi árlega framlag úr ríkis-
sjóði, er miðist við það, að ár-
legt ráðstöfunarfé Byggðasjóðs
verði ekki lægra en sem sam-
svarar 2% af útgjöldum fjár-
laga. Samkvæmt ákvæðum mál-
efnasamnings ríkisstjórnarinn-
ar er framlagið til Byggðasjóðs
hærra en það, sem lögin
tryggja sjóðnum, þar sem eigið
ráðstöfunarfé sjóðsins kemur
ekki til frádráttar við ákvörðun
framlagsins.
Á árinu 1977 voru samþykkt
ný lán og styrkir úr Byggða-
sjóði sem námu 2.101,7 millj.
kr. og skiptust þau þannig eftir
f ramkvæmdum:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
Millj. kr.
Nýsmíði fiskiskipa:
Bátar 30,5
Skuttogarar 237,0 267,5
Kaup á notuðum
fiskiskipum:
Bátar 38,2
Skuttogarar 50,0 88,2
Endurbætur fiski-
skipa 127,6
Fiskiskip — sérstök
fyrirgreiðsla
Bátar 60,0
Skuttogarar 157,7 235,7
Fiskvinnsla 528,0
Niðursuða 4,0
Fiskimjölsverksmiðjur 7,0
Framleiðsluiðnaður 177,0
Þjónustuiðnaður 72,8
Landbúnaður 246,0
Sveitarfélög 269,7
Vélgröfur og aðrar
vinnuvélar 18,5
Annað 59,7
Samtals 2.101,7
Ógreidd lánsloforð Byggða-
sjóðs í árslok 1977 námu 607
millj. kr., en í árslok 1976
námu þau 437 millj. kr. Út-
borgað lánsfé Byggðasjóðs á ár-
inu 1977 nam 2.166 millj. kr.
SAMÞYKKT LÁN OG
STYRKIR ÚR BYGGÐA-
SJÓÐI
Á síðasta ári samþykkti
Byggðasjóður 462 lán og styrki
úr Byggðasjóði að upphæð
2.101.729 þús. kr. Almenn lán
námu samtals 2.081.469 þús. kr.
en styrkir 20.260 þús. kr. Nokk-
ið stór hluti lánanna var vegna
kaupa og/eða endurbóta á fiski-
skipum, lán til uppbyggingar
frystihúsa, auk fjölda annarra
framkvæmda. Hér á eftir fara
sýnishorn, sem tekin eru hér og
þar úr skýrslunni um samþykkt
lán og styrki úr Byggðasjóði.
Magnús Gamalíelsson hf., Ól-
afsfirði: Lán vegna nýsmíði
skuttogara 10% 90 millj. kr.,
Fiskvinnslan, Bildudal: Fimin
lán að upphæð samtals 53.390
þús. kr., en það eru lán m.a. til
endurbóta á m/b Hafrúnu, lán
vegna fjárhagslegrar endur-
skipulagningar og lán til kaupa
á flökunarvél og lyftara, fs-
björninn hf., Reykjavík: Tvö
lán að upphæð samtals 70 millj.
kr. vegna nýsmíði skuttogara i
Noregi 5%., Hraðfrystistöð Eyr-
arbakka: Þrjú lán að upphæð
55 millj. kr. til fjárhagslegrar
endurskipulagningar og lán til
endurbóta og vélakaupa, Fisk-
vinnslan hf., Seyðisfirði: Tvö
lán að upphæð 52 milljónir til
nýsmíði og kaupa á nýjum skut-
togara frá Noregi, Hraðfrysti-
hús Patreksfjarðar: Tvö lán að
upphæð 33.300 þús. til bygg-
ingar frystihús og greiðslu van-
skila, Landnám ríkisins: Bráða-
birgðalán v/byggingar gras-
kögglaverksmiðju í Flatey 25
millj. kr., Samband ísl. sam-
vinnufélaga: Lán til vélakaupa
o. fl. fyrir ullarverksmiðjuna
Gefjuni, fataverksmiðjuna
Heklu og skinnaverksmiðjuna
Iðunni 25 millj. kr., Borgarnes-
hreppur; Tvö lán að upphæð
13.667 þús. til gatnagerðar og
kaupa á hlutabréfum í Olíumöl
hf., Kaupfélag Eyfirðinga, Ak-
ureyri: Lán til byggingar mjólk-
urstöðvar 15.200 þús., Selfoss-
hreppur: Fjögur lán að upphæð
21.300 þús. til eflingar atvinnu,
vegna kaupa á fisKvinnsluhúsi,
til gatnagerðar og borunar eftir
heitu vatni, Dalvíkurbær: Þrjú
lán að upphæð 15.100 þús. kr.
til borunar eftir heitu vatni, til
gatnagerðar og til kaupa á
hlutabréfum í félagi um togara-
útgerð og loks Kaupfélag Borg-
firðinga: Tvö lán að upphæð
21.400 þús. kr. vegna bygging-
ar mjólkurstöðvar, reykhúss
o.fl. og lán vegna byggingar bif-
reiða- og trésmíðaverkstæðis.
FV 3 1978
17