Frjáls verslun - 01.03.1978, Blaðsíða 83
Bræðurnir Hafsteinn og Haukur Haukssynir í bílasal Brautarinnar.
Bílasalan Braul sf.:
Bezt að selja
japanska
og ameríska bíla
arnar er að hægt er að kaupa
fullkomna innréttingu án hurð-
anna og þannig komast af með
mun minni f járfestingu fyrir þá
sem eru að byrja og hafa ekki
úr of miklu að spila. Síðar þeg-
ar efnahagurinn batnar má
kaupa hurðir við hæfi hvers og
eins. Vegna stöðlunarinnar
passa hurðirnar á hvaða Kalm-
ar innréttingu sem er.
Þá er það einnig athyglisverð
lausn í innréttingarsmíðinni, að
hjá Kalmar má kaupa ódýrustu
gerð af hurðum til að byrja
með, hurðir sem húseigandinn
málar sjálfur, en síðar meir er
síðan hægt að kaupa mun vand-
aðri hurðir og skipta um á 10
mínútum eða svo.
FULLKOMIN ÞJÓNUSTA
VIÐ HÚSEIGENDUR
Kalmar innréttingar hf. bjóða
sínum viðskiptavinum full-
komna þjónustu. Ráðgjöf er
veitt við val á innréttingum,
skápagerðum og áferð. Komi
fólk með uppdrátt af eldhúsi
eða baðherbergi í réttum hlut-
föllum gera starfsmenn fyrir-
tækisins tillögur um hönnun og
skipulag innréttingarinnar án
skuldbindinga og gera um leið
kostnaðargrein fyrir hverri til-
lögu.
Sérhæft starfslið annast upp-
setningu innréttinga og er
þannig tryggt að fagleg þekk-
ing nýtist við þá vinnu.
Allir starfsmenn Kalmar inn-
réttinga hf. hafa sótt sérstök
námskeið hjá Kalmar Kök í
Svíþjóð, sem tryggja að ávallt
sé boðin fullkomin þjónusta.
Sem áður sagði eru þessar
innréttingar fluttar inn frá Sví-
þjóð. Edvard Sverrisson var
inntur eftir því hvers konar
fyrirtæki Kalmar Kök væri.
Hann sagði að eins og nafnið
benti til væri fyrirtækið með
höfuðstöðvar sínar í Kalmar,
en þar starfa á milli 500 og 600
manns í mjög fullkominni inn-
réttingaverksmiðju fyrirtækis-
ins, sem væri eitt af stærstu
innréttingaframleiðendum á
Norðurlöndum.
Bræðurnir Hafsteinn og
Haukur Haukssynir eiga ogreka
bílasöluna Braut í Skeifunni 11.
Þeir voru sem óðast að búa sig
undir „vertíðarbyrjun“ þegar
blaðamenn bar að garði. Bíla-
salan Braut hefur starfað í þess-
um húsakynnum síðastliðin tvö
ár og sögðu þeir bræður að sal-
an væri alltaf að aukast með
hverju ári. Staðurinn er góður
að þeirra dómi, enda sé þróun-
in sú að plássfrekur rekstur
eins og bílasala sé sem óðast
að færast fjær miðborginni.
Innisalur er rúmgóður og
bjartur og komast þar fyrir
með góðu móti 36 bílar, en á
útisvæðinu er pláss fyrir 150
bíla til viðbótar. í salnum eru
yfirleitt nýir bílar og nýlegir,
enda ekki teknir þar inn bílar
eldri en árgerð 1972.
ENGINN BÍLL ÚT
ÓTRYGGÐUR
Auk þess sem allir bílar í
salnum eru sérstaklega tryggðir
gegn tjóni, þá hefur bílasalan
Braut umboð fyrir trygginga-
félög og er það ófrávíkjanleg
regla, að hver einasti bíll sem
þar er seldur er tryggður frá
því að hann rennur út úr skál-
anum. Er þetta talsvert atriði,
bæði til þess að girða fyrir að
kaupandi eða seljandi verði fyr-
ir fjárhagslegum skakkaföllum
ef óhöpp hendir áður en um-
skráning hefur farið fram, og
ekki síður sem hagræðingarat-
riði fyrir kaupendur og seljend-
ur, sem ekki þurfa að standa í
jafnmiklu snatti fyrir bragðið.
Þeir bræður töldu beztu sölu-
bílana vera þá japönsku og
minni gerðirnar af bandarísk-
um bílum auk hins klassíska
Volkswagen.
Inni í salnum hefur verið
komið upp smekklegri kaffiter-
íu eða ,,snakkbar“ þar sem við-
skiptavinirnir geta fengið sér
kaffi eða ís og gosdrykki fyrir
börnin á meðan hjónin virða
fyrir sér væntanlegan farar-
skjóta.
Þá er það stórt atriði í þjón-
ustu bílasölunnar Brautar að
hún hefur umboðsmenn um
land allt, en á þann hátt er
mun auðveldara fyrir fólk úti
á landsbyggðinni að kaupa not-
aða bíla eða selja slíka.
FV 3 1978
83