Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1978, Qupperneq 73

Frjáls verslun - 01.03.1978, Qupperneq 73
Dalvík Tveir skuttogarar auk margra smærri báta gerðir út — Miklar framkvæmdir ■ bænum þ.á.m. bygging ráðhúss — Helzta nýjungin í alvinnulífi á Dalvík er tilkoma rækjutogarans Dalborgar, sem kom til landsins í júní í fyrra, sagði Valdimar Bragason bæjarstjóri á Dalvík, þegar Frjáls verzlun heimsótti hann. — Hins vegar hafa orðið ýmsir byrjunaerfiðleikar í útgerðinni, en reynslan bcndir bó til að þctta geti gengið, sagði Valdimar. — Hluti af afla togarans er þíddur upp og pillaður hér, en megnið er sent á neytendamarkað eins og togarinn skilar' því, þ. e. fryst og óskelflett. — Þá má nefna það, sagði Valdimar, að á s.l. ári kom hing- að nýr togari, Björgúlfur, sem var smíðaður á Akureyri, nema hvað skrokkurinn kom frá Nor- egi. Utgerðarfélag Dalvíkinga, sem bærinn á hluta í, á því tvo togara nú. Fyrir utan togarana eru svc gerðir út nokkuð marg- ir smærri bátar. í vetur munu vera hér 13 bátar á netum, en þeir eru á stærðarbilinu frá 8— 50 tonn. Þessi bátafloti sér svo fiskverkun í landi fyrir nógu hráefni. Hér er eitt frystihús, sem kaupfélagið rekur, en margir útgerðarmenn minni bátanna verka afla sinn sjálfir í salt. FJÖLGUN UMFRAM LANDSMEÐALTAL — Á Dalvík er talsvert mikið byggt, sagði Valdimar, — og er þar af leiðandi þó nokkur atvinna hjá iðnaðarmönnum. Fólki fjölgar hér heldur meira en landsmeðaltalið segir til um og það kallar á aukið húsnæði. En þó mikið sé byggt er sífelld- ur húsnæðisskortur og erfitt t. d. að fá leigt. — Ef ég á að nefna helztu verkefni bæjarfélagsins, þá má byrja á byggingu dvalarheimil- is fyrir aldraða, sem byrjað var á 1976. Reiknað er með að hluti þess verði tekinn í notkun á þessu ári. Fullgert á heimilið að rúma 41 vistmann, en búið er að byggja fyrir 30. Mikill al- mennur áhugi er á heimilinu cg mikið spurt eftir plássum þar. Þá er hér í byggingu heilsugæslustöð, sem reyndar er ríkisframkvæmd að mestu, en sú stöð verður fyrir tvo lækna og á að þjóna Dalvíkurlæknis- héraði. RÁÐHÚS í BYGGINGU Stórt verkefni á okkar veg- um er svo bygging ráðhúss, sagði Valdimar. — Þaðerufleiri aðilar sem taka þátt í bygg- ingunni. Sparisjóður Svarfdæl- inga á hluta og svo verkalýðs- félagið Eining. Einnig er reikn- að með aðstöðu fyrir bæjar- fógeta í húsinu, en ekki ákveð- ið hvort hann verður eignar- aðili. Fleiri aðilar hafa óskað eftir að fá aðstöðu í húsinu. T. d. er ákveðið að Brunabóta- félagið fái þar inni og bók- haldsfyrirtæki hér er að falast eftir plássi. Húsið er 2000 fer- metrar í allt og má heita að það sé fullnýtt. Þegar þetta hús var á undirbúningsstigi var oftast talað um það sem stjórnsýslu- miðstöð. Síðar var svo farið að kalla það þjónustumiðstöð. Þá þreyttumst við á þessum orða- leikjum og fórum að kalla þetta ráðhús. — Önnur verkefni bæjarins eru þessi hefðbundnu verk við gatnagerð, viðhald og endur- nýjun á hitaveitu o. s. frv. Hins vegar er ekki verið að vinna neitt við höfnina í ár, þótt mjög aðkallandi sé að vinna ýmis verk á því sviði. Ekkert fé er veitt til þess á þessu ári og eru menn frekar óhressir með þcð, sagði Valdimar. FV 3 1978 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.