Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1978, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.04.1978, Blaðsíða 7
Þeir gera það ekki endasleppt sem fara með almannafé. Nú fyrir skönnnu tók Vegagerð rikisins á leigu mikinn krana hjá verktakafyrir- tæki, til að sinna verkefn- um við Borgarfjarðar- brúna. Flutningur kran- ans frá Reykjavík á vinnustað kostaði um tvær milljónir króna, en leiguverð hans var á milli 20 og 30 þúsund krónur á klukkustund. Þegar þetta dýra tæki var komið á vinnustaðinn kom í ljós að hinir opinberu aðilar voru ckki tilbúnir með þann undirbúning, sem nauð- synlegur var til að kran- inn gæti hafið störf. Hef- ur verkfærið því verið látið standa og þegar síð- ast var vitað var „vinnu- tímareikningurinn“ kom- inn upp í 7 milljónir króna án þess að bómu hefði verið sveiflað. Samgönguráðherra vill að sjálfsögðu að bygging Bor garf j arðarbr úarinnar verði gerð á sem hag- kvæmastan hátt, enda var strax í upphafi ákveðið að bjóða verkið ekki út á frjálsum markaði. Vega- gerðin hefur því haft veg og vanda af byggingunni samkvæmt „hæfilegri“ kostnaðaráætlun. Fyrir skömmu tók vegagerðin á leigu stóra grjótflutnings- bíla frá verktakafyrirtæk- inu ístak hf. til flutnings á grjóti á vinnustað. Þeg- ar bílarnir voru komnir langleiðina upp í kjör- dæmi samgönguráðherra bárust þeim boð frá Reykjavík um að snúa án tafar aftur. Ráðherrann hafði þá eftir heimsókn frá vörubílstjórum í kjör- dæminu, gert nýja hag- kvæmnisáætlun, sem sýndi á óyggjandi hátt að mun hagkvæmara yrði að nota vörubíla frá Akra- nesi þó um mun minni rekstrareiningar væri að ræða en grjótflutningsbíla ístaks. Menn velta mikið fyrir sér, hverjir helzt komi til greina í borgarstjóraem- bætti í Reykjavík undir vinstri stjórn, eða fram- kvæmdastjórastöðuna eins og hún á að heita á máli hins nýja meiri- hluta. Nefndir hafa verið: Ingi R. Helgason, lög- fræðingur, Þröstur Ólafs- son, hagfræðingur, Björn Friðfinnsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Húsavík, Jón Sigurðsson, forstöðu- inaður Þjóðhagsstofnunar og Bjarni Einarsson, fyrr- verandi bæjarstjóri á Ak- ureyri. Heyrst hefur að Flug- leiðir séu nú í þann mund að missa eina af sínum bestu flugleiðum, leiðina á milli Glasgow og Kaup- mannahafnar. Flugfélag íslands hefur flogið þrisv- ar sinnum í viku á þess- ari leið á móti SAS og byggt upp stóran og ör- uggan markað. Eru það ekki sízt kaupsýslumenn sem flogið hafa þessa leið með FÍ, en brezk flug- félög hafa ekki sinnt flugi milli Skotlands og Skandinaviu. Nú vill Brit- ish Caledonian hins vegar taka við flugleiðinni og liggur þá beint við að flugfélag frá þriðja landi verði sett út á kaldan klakann. Hermt er að Síldarút- vegsnefnd hafi sett sig á móti tillögu Hollendinga um að reisa síldartunnu- verksmiðju í Portúgal til framlciðslu fyrir íslenzk- an markað. Þetta kom fram í viðræðum portú- gölsku viðskiptanefndar- innar sem var hérlendis í apríllok. Síldarútvegs- nefnd kaupir allar tunnur til landsins frá Norð- mönnum, sem eru okkar aðalkcppinautar á salt- fiskmarkaði í Portúgal, og munu þau viðskipti neina hátt í milljarð króna. Hollenzka fyrir- tækið sem býðst til að reisa verksmiðjuna í Portúgal er vel þekktur síldartunnuframleiðandi og hefur einmitt notað efni frá Portúgal í síldar- tunnurnar. í álitsgerð frá Framleiðslueftirliti sjáv- arafurða og Rannsóknar- stofnun byggingariðnað- arins um athuganir á gæð- um hollensku tunnanna var niðurstaðan jákvæð. Það sem vekur athygli er að svo stórfelld innkaup skuli gerð án þess að um útboð sé að ræða. Víðast hvar hjá hinu opinbera eru útboð látin ráða inn- kaupum, allt frá túrbín- um niður í áklæði. íslend- ingar þurfa að fara allar raunhæfar leiðir til að styrkja markaðsaðstöðu sína í Portúgal og virðist hér vera um ágæta leið til að auka viðskiptin við það land. Rétt er að vitna í viðtal sem Sjáv- arfréttir áttu nýverið við Eyvind Bolle sjávarút- vcgsráðherra Noregs þar sem hann segir beinum orðum að Norðmenn greiði niður saltfiskinn til Portúgals. FV 4 1978 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.