Frjáls verslun - 01.04.1978, Síða 16
Nautakjötsframleiðsla
lim 40% af nautakjöti dreift
utan kerfis samvinnufélaga?
Heimaslátrun æ algengari. Meytendur ánægðir
Undarlegt ástand hefur skap-
ast með neyslu nautakjöts í
landinu. Vitað er að hún hefur
vaxið mjög, en enginn virðist
geta svarað því með vissu, að
minnsta kosti ekki af opinber-
um aðilum, hvaðan l>etta við-
bótarkjöt kemur.
Augljós ályktun var í fyrstu
að telja þessa auknu neyslu
stafa af niðurgreiðslum, sem nú
eru á nautakjöti, en sú skýring
stenst ekki þar sem engu meira
nautakjöt fer nú um dreifing-
arkerfi landbúnaðarins en fyrr.
Fátt annað er vitað, en hvað
miklu er slátrað í sláturhúsum,
sem taka kjötið til dreifingar,
en ekki er einu sinni vitað með
vissu hversu mörgum naut-
gripum er slátrað í sláturhús-
um og síðan afhentir bændum.
RÆTT AÐ HÚSABAKI
Ákaflega erfitt er að komast
til botns í því hvernig þessum
málum er háttað. Jafnvel bestu
kunningjar verða flóttalegir og
vilja ekki ræða málið nema 1
hálfum hljóðum að húsabaki.
Þetta á jafnt við um bændur,
sem kaupmenn og veitinga-
menn. Einna helst er hægt að
ræða málið við einstaklinga,
sem í sívaxandi mæli kaupa
hálfa og heila nautgripi beint
frá bændum, fá þá unna af
kjötiðnaðarmönnum, fylla
frystikistuna og borða síðan
gott nautakjöt fyrir brot af
búðarverði. Auk þess vita þeir
nákvæmlega hvað þeir keyptu.
Nautakjöt er hefðbundin
aukaafurð mjólkurframleiðslu
og tiltölulega stutt síðan bænd-
ur, almennt, fóru að veita
nautakjötsframleiðslu athygli
sem búgrein, þó að alltaf hafi
einhverjir gert það. íslenski
nautgripastofninn hefur þróast
í gegn um aldirnar og er í raun
hvorki kjötframleiðslustofn né
mjólkurframleiðslustofn, held-
ur er hann nautgripastofn, sem
hefur þolað það harðbýli og
fóður, sem íslensk náttúra og
búskaparhættir hafa upp á að
bjóða.
Stofninn er því fremur holda-
lítill og því óhentugur til kjöt-
framleiðslu.
NAUTAKJÖT Á KOSTNAÐ
KINDAKJÖTS
Þrátt fyrir þetta hefur neysla
nautakjöts aukist mjög að und-
anförnu, á kostnað kindakjöts.
Vafalaust má þar um kenna,
að æ fleiri íslendingar ferðast
til útlanda og kynnast nauta-
kjöti, en einnig því að lamba-
kjöt á íslandi er nú orðið svo
feitt, að fjöldi fólks getur ekki
sætt sig við það. Þetta er skilj-
anleg þróun, þar sem kjötið er
beinlínis metið eftir fitu, en
ekki kjötmagni. Nú er svo
komið að nálægt helmingur af
kindakjötsframleiðslu okkar er
offramleiðsla, sem seld er til
útlanda á undirverði.
SVINDL Á FLOKKUM
En hvaðan kemur nautakjöt-
ið? Kunnugir menn telja að
nálægt 40% af þvíi berist neyt-
endum framhjá hinu opinbera
dreifingarkerfi landbúnaðarins.
Þá bætist við að í öllu kerfinu,
bæði því opinbera og því leyni-
lega, veður allt upp í svindli og
telur hvor aðili hinn verri.
Svindlað er á gæðaflokkum,
þegar kjöt er selt. Beljur verða
að nautum í verslunum, belju-
kjöt verður nær undantekn-
ingalaust að nautahakki. Hef-
ur nokkur fengið keypt kýr-
kjöt nýlega eða kýrhakk? Ali-
kálfar verða að ungnautum og
folöld að trippum.
Það er athyglisvert, að út-
flutningur á nautgripahúðum
hefur farið vaxandi ár frá ári,
Sigurður Jóhannsson stjórnar stórgripaslátrun hjá Sláturfélagi
Suðurlands á Selfossi. Hér lítur hann eftir svínaskrokkum.
16
FV 4 1978