Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1978, Page 20

Frjáls verslun - 01.04.1978, Page 20
Skóframleiðendur hafa horft upp á enn meiri samdrátt hjá sér og hafa nú ákveðið að feta í fótspor fataframleiðenda og setja blágula S-merkið á fram- leiðsluvörur sínar í ágúst. Þeir ætla að verja um 10 milljónum ísl. kr. til sinnar herferðar. Skóinnflutningur til Svíþjóðar hefur farið sívaxandi, en mark- aðshluti innlendra framleið- enda síminnkandi. Árið 1960 voru seld um 10 milljón pör af sænskum leðurskóm í Sví- þjóð, en í fyrra aðeins 2,5 millj- ón pör. # Sérstakt gjald til kynningaherferða Gagnstætt því sem er hjá fata- og skóframleiðendum ætla sænskir húsgagnaframleiðend- ur ekki að fjármagna sína „kaupið sænskt“ herferð með opinberu fé. Með því að leggja 2 prómill gjald á verðið frá verksmiðju hefur þeim tekist að safna um 50 milljónum ísl. kr. í sjóð, sem þeir hyggjast verja til herferðar sinnar. Á hún að standa frá því i apríl fram í nóvember. Þó að sænska stjórnin haíi verið reiðubúin að styrkja her- ferðir sem þessar með almanna- fé, hefur hún verið hikandi við að taka á áberandi hátt þátt í þeim. Telur hún að hugsanlegt sé að túlka þær sem hindrun á milliríkjaviðskiptum, sem brýtur í bága við þá viðskipta- samninga, sem Svíar hafa gert við aðrar þjóðir. Burtséð frá Finnum reyna stjórnir vestrænna ríkja yfir- leitt að hafa hljótt um stuðn- ing sinn við þjóðlegar herferð- ir. En það gerist þó alltaf af og til að stjórnarleiðtogar haldi uppi einhverjum áróðri fyrir kaupum á innlendri fram- leiðslu. Til dæmis gerðist það fyrir skömmu í Bretlandi að Callaghan forsætisráðherra hvatti fólk í ræðu til að kaupa brezkt. Daginn eftir var skýrt frá því að fjármálaráðuneytið hefði keypt tölvu fyrir um 62 milljónir króna — frá Frakk- landi. Þrátt fyrir yf irlýsingu : Iðnríkin tvöfalda hráefnanotkun sína Flest iðnríki heims gera ráð fyrir áframhaldandi hagvexti, sem þýðir í raun að þau munu tvöfalda hráefnanotkun sína fram til ársins 2000. Þrátt fyrir allt tal um aukið aðhald, sparsemi og orkuskort er það engu að síður staðreynd að stefna þessara þjóða miðar að áframhaldandi og auknum hagvexti, en honum mun ekki verða haldið án áframhaldandi neyzlu. Á þennan hátt er vandséð hvernig þjóðir heims hyggjast forða sér frá orku- og hrá- efnaskorti á næstu áratugum. Aukin nýting náma í eigu iðnríkj- anna, þróun nýrra staðgengilefna í iðnaði og aðgerðir í því skyni að minnka orkuþörf stóriðju og framleiðsluiðnaðar, hefur komið sem hrein viðbót við neyzlu þess hluta jarðarbúa sem mesta neyzlu stunduðu fyrir. # Heimspólitík með í spilinu Iðnríkin hafa á þessum ára- tugi litið á hráefnisviðskipti sem lið í heimspólitískri tog- streitu engu siður en áður. Þessi pólitík iðnríkjanna hefur fram til þessa snúist um yfir- ráð yfir nýlendum í þriðja heiminum svonefnda, þar sem hráefnanámur eru auðugastar, en er nú að snúast í það að keppa um hylli ríkisstjórna ný- frjálsra ríkja í þeim heimshluta í því skyni að tryggja áfram- haldandi öflun hráefna. Margt hesfur stuðlað að því að iðn- ríkjunum hefur enn tekist að halda áhrifum sínum í þriðja heiminum, þrátt fyrir aukið sjálfstæði þróunarlanda og þrátt fyrir að þróunarlöndin hafi sett á stofn sérstakar fjöl- þjóðastofnanir í því skyni að þvinga fram hærra verð á hrá- efnum með samstöðu. Hækk- andi hráefnisverð hefur einnig aðrar verkanir, sem ekki eru þróunarlöndunum í hag. Þessar hækkanir hafa skapað reksturs- grundvöll fyrir hráefnanámur í iðnríkjunum sjálfum, sem hætt hafði verið við jafnvel fyrir áratugum síðan. Ennfrem- ur hafa þessar breytingar á rekstursgrundvelli náma það í för með sér að iðnríkin sjálf sjá fram á verulega röskun á viðskiptajafnvægi því sem ríkt hefur á milli þeirra. Einkum eru það Bandaríkjamenn sem hagnast á þessum breytingum á kostnað EEC landanna og Jap- ans. í Svíþjóð hefur „Sekretariet för framtidsstudier" unnið að könnun á hráefna-auðlegð og eftirspurn í heiminum. í á- fangaskýrslu í tengslum við verkefnið er að finna ýmsar ályktanir sem Tomas Bertel- man hefur látið í Ijósi um þró- un og afleiðingar hráefnastefnu ýmissa iðnríkja. # Mý hráefni í skýrslunni er greint frá helstu aðgerðum stærstu OECD- ríkjanna (USA, V-Þýskaland og 20 FV 4 1978

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.