Frjáls verslun - 01.04.1978, Blaðsíða 22
Advertising Age
Frásagnir af fólki sem er
áberandi í auglysingum
Tímaritið Advertising Age í
Bandaríkjunum birti nýlega
frásögn af fólki, sem sérstak-
lega var áberandi á sviði aug-
lýsinga á síðasta ári. Hér fer
á eftir endursögð frásögn af
sumu af þessu fólki.
# Rupert Hfurdoch
í fyrra tók Rupert Murdoch
við rekstri dagblaðsins New
York Post, sem þá átti í al-
varlegum fjárhagsörðugleikum.
Blaðið hafði hægt og hægt
dregist aftur úr í samkeppni
við New York Daily News,
sem er nú útbreiddasta dag-
blað í Bandaríkjunum, með um
tveggja milljóna sölu á dag.
Murdoch er Ástralíumaður, sem
á undanförnum árum hefur
safnað blöðum og tímaritum í
Evrópu. Menn óttuðust í New
York, að hann myndi gera Post
að æsifregnablaði og það reynd-
ist vissulega rétt. Honum hef-
ur tekist að auka útbreiðslu
blaðsins um hundrað þúsund
eintök og selst það nú í 600
þúsund eintökum á dag. Þá hef-
ur honum tekist að auka veru-
lega auglýsingar í blaðinu, en
keppinautar hans segja, að
hann eyði enn meiri peningum
í blaðið en það gefi af sér.
Murdoch hefur sjálfur tekið
mikinn þátt í rekstrinum síð-
an hann keypti blaðið og varla
farið frá New York síðan. Al-
ræmt er orðið, hvernig hann
hagaði frásögnum af leitinni að
morðingjanum „Son of Sam“.
Hann stjórnaði því persónu-
lega og varð það til þess að
ritstjóri blaðsins og nokkrir
blaðamenn sögðu upp störfum
sínum. Þeir segja að hann hafi
fyrirskipað þeim að hafa æsi-
frétt um málið á forsíðu á
hverjum degi. Ef engin frétt
væri, yrðu þeir að finna hana
upp. Leitun mun á öðrum eins
sóðaskap í blaðamennsku eins
og þar fór fram. Það setti að
manni að lesa þetta dag frá
degi.
# Freddie Laker
Óhætt er að segja að enginn
einn maður í viðskiptalífinu
hafi náð eins langt og Freddie
Laker, án þess að þurfa að
borga fyrir sínar auglýsingar.
Hann segir sjálfur að á þeirn
sex árum, sem hann er búinn
að berjast við ríkisstjórnir
Bretlands og Bandaríkjanna til
að fá að fljúga Skytrain yfir
hafið, hafi hann eytt um einni
milljóri dollara í kynningar-
starfsemi. En hvað er það mið-
að við það sem hann hefur
fengið í staðinn? Er hægt að
verðleggja það að vera á for-
síðum Time og Newsweek, í
sömu vikunni?
Þetta byggist mest á því
hvernig maður Freddie Laker
er. Ég hef hlustað á hann flytja
ræðu og það gerir hann af slíku
lífi og krafti, að ekki fer fram-
hjá neinum, að sérstakur mað-
ur er á ferð. Hann segist meðal
annars vera eini maðurinn í
heiminum, sem hafi rekið flug-
félag í 30 ár án þess að tapa
peningum í eitt ár. Hann er
ófeiminn maður og gerir mik-
ið úr sínum auði. Hann segist
meðal annars vilja dreifa hon-
um með því, að bjóða fólki
þægilegar ferðir, í fyrsta flokks
flugvélum, fyrir miklu minna
fé en stóru flugfélögin vilja
gera. Á því leikur heldur eng-
inn vafi, að þegar upp er stað-
ið, hefur Freddie Laker lækk-
að verð á flugfari yfir Atlants-
haf um helming. Öll önnur flug-
félög verða að bjóða sams kon-
ar fargjöld á Atlantshafi, þó að
ekki hafi þessi þróun náð til
íslands enn.
# Billy Carter
Bróðir Jimmy Carters Banda-
ríkjaforseta, hefur verið í
fréttum á árinu. Hann hefur
tekið þá stefnu að græða á
frægð bróður síns og gengur
það svo vel, að hann hafði á
síðasta ári um 500 þúsund doll-
ara tekjur, sem er meira en
helmingi meira en Jimmy hafði
í laun. Ýmsum virðist Billy
vera feitlagið fífl, sem situr á
kassa við bensínstöðina og
svolgrar bjór. Það er öðru nær.
Billy hefur um nokkurra ára
skeið rekið fyrirtæki fjölskyld-
unnar, sem ræktar og pakkar
hnetum. Honum hefur tekist
svo vel við reksturinn, að kunn-
ugir segja hann miklu færari
mann í viðskiptum en Jimmy.
Þá hefur hann notað frægð
sína af mikilli skynsemi. Hann
kemur ekki fram nema sjald-
an opinberlega og tekur þá 5
þúsund dollara fyrir, eða ná-
lægt 1,3 milljónir króna, og því
aðeins að greitt sé að fullu fyr-
irfram. Hann hefur ekki breytt
sínum lifnaðarháttum, því að
hann segir, að ekki verði
Jimmy forseti til eilífðar og
því sé um að gera að spara.
Hann hefur einnig gætt þess
vel að ljá ekki nafn sitt við
hvaða vörur sem er. Sennilegt
er, að hann eigi eftir að græða
hvað mest á bjórtegund, sem
heitir eftir honum, ,,Billy“.
Þessi bjór er nú kominn á
markaðinn í 48 af 50 ríkjum
Bandaríkjanna. — Ó. S.
22
FV 4 1978