Frjáls verslun - 01.04.1978, Page 67
SINCE 10*36
DeskSets
því að koma fram við sam-
starfsaðila eins og þú vildir að
þinn yfirmaður kæmi fram
gagnvart þér.
• Losaðu þig úr viðjum van-
ans. Þegar þú þarft að ræða
við fólk augliti til auglitis,
forðastu gömiu hlutverkaskip-
anina: þú öðru megin við skrif-
borðið, hinn hinu megin. Sestu
þess í stað niður við hlið við-
ræðuaðilans á sófa eða við ann-
að borð; ef slík húsgögn eru
ekki við hendina, hafðu þá stól
við hliðina á skrifborðinu,
þannig að þið horfið í sömu
átt þegar þið ræðist við.
• Á fundum skaltu reyna að
stilla þig eftir megni og venj-
ast því að hlusta á fólk. Sittu
ekki fast við fundarborðið með
olnbogana á borðplötunni og
höfuðið hengt á milli herðanna.
Hlustaðu þegar þú situr í stól
talsvert frá borðinu, beinn í
baki, jafnvel með krosslagða
handleggi. Umfram allt skaltu
ekki láta í ljós merki um óþol-
inmæði á meðan þú hlustar á
aðra, það eru veikleikamerki
stjórnanda.
MÁLFARIÐ SKIPTIR
SKÖPUM
Vísindamenn, sem fást við
rannsóknir á stjórnun við
John’s Hopkins háskólann í
Bandaríkjunum hafa komist að
þeirri athyglisverðu niðurstöðu,
að einstaklingur sé yfirleitt um
48% lengur að skilja samheng;
máls þar sem gagnrökum eða
úrtölu sé beitt í stað meðmæltra
atriða, jafnvel þótt þau séu
snöggtum færri.
Á lélegri, en ef til vill skilj-
anlegri íslenzku þýðir þetta að
^éu málefni skýrð út fyrir ein-
staklingi með því að draga fram
það neikvæða í stað þess já
kvæða, tekur það einstakling-
inn um 48% lengri tíma að
skilja kjarna málsins.
Hafðu ávallt að leiðarljósi að
reyna að draga fram og varpa
ljósi á kosti hvers máls á undan
göllum þess, jafnvel þótt gall-
arnir séu yfirgnæfandi. Á þann
hátt er fólk næstum helmingi
fljótara að skilja hvað snýr upp
og hvað snýr niður í málinu.
Þú vinnur verðmætan tíma, og
Þetta er Evrópumaður, einn af toppmönnum hjá EBE. Ameríkanar
fussa og sveia yfir svona bréfastafla á forstjóraborðinu.
traust á þér sem virkum stjórn-
anda eykst.
Svo dæmi sé tekið til að
skýra enn frekar við hvað er
átt: í stað þess að segja: „Þetta
er ekki hægt að fara að frarr.-
leiða fyrr en markaðskönnun
hefur farið fram“, væri tekið
til orða á þennan hátt: „Við
skulum láta söludeildina kanna
markaðinn fyrir þessa vöru og
sjá hvort við ættum ekki að
fara út í þessa framleiðslu."
Með því að byrja á því að
draga fram kostina í stað gall-
anna, þá er hægt að girða fyr-
ir, að samstarfsfólk missi áhug-
ann fyrir því að kanna nýjar
leiðir og kynna nýjar hugmynd-
ir, en það rýrir sköpunarmáit
stjórnunarinnar sem skipulags-
heildar i fyrirtækinu.
Enginn kann við að hrópað
sé að honum eða æpt á hann.
Ef þú þarft að tala við ein-
hvern undir fjögur augu eða
fleiri, haltu þá raddstyrk þín-
um jöfnum, án þess að sleppa
áherzlum, og án þess að fara
að hvísla eða muldra.
Þegar þú hiustar á einhvern
skýra sitt mál og þú telur, að
hann hafi ekki rétt fyrir sér í
ákveðnu atriði, segðu ekki:
Virðulegt
pennastatíf
er nauð-
synlegur
hlutur á
borði for-
stjórans að
mati
bandarískra.
.in Solid American Walnut, Black Crystal. Green and White önyx
Antique Brass. Burgundy Color-Crest and Macassar Ebony.
From Forty-Fjye Dollars * At Better Stores Worl(|wide. í;*'
FV 4 1978
67