Frjáls verslun - 01.04.1978, Síða 69
Off svo er bara að bíða eftir ]jví að einkaritarinn beri fram kaffi
í bollum úr kínversku postulíni.
„Þetta er ekki rétt hjá þér“.
Ef þér finnst rétt að grípa fram
í, segðu þá frekar: „Látum
þetta atriði bíða örlíiið.“
Það er talin góð pólitík að
þjsspa af þau atriði í samræð-
utn, sem aðilarnir eru sammála
um, en snúa sér síðan að ágrein-
ingsmálunum og ætla sér rúm-
an tíma fyrir þau.
Þegar þú talar á þéttsetnum
fundi eða á ráðstefnu, reyndu
að forðast áberandi skipti í um-
ræðuefni miðað við næsta
ræðumann á undan. Dæmi um,
hvernig þetla er hægt: „Ég er
sammála Jóni Jónssyni, sem tal-
aði hér á undan, um, að okkur
er nauðsynlegt að auka út-
flutning okkar, en fyrst ætla
ég að ræða um, hvernig okkur
hefur gengið að halda starfs-
fólki okkar á síðasta ári.“
Það getur einnig verið ráð-
legt að byrja ræðu á því að
draga saman það helzta, sem
fram hefur komið hjá fyrri
ræðumönnum, nefna þá með
nafni og benda á þau rök, sem
fram hafa komið, hvort sem
þú ert þeim samþykkur eða
ekki.
Forðastu langlokur og flókn-
ar útskýringar. Dragðu fremur
saman aðalatriði málsins, að
þínum dómi, og notaðu tölu-
setta röð til aukinnar áherzlu:
í fyrsta lagi, í öðru lagi o. s. frv.
Ef „slagsmál“ eru óumflýj-
anleg vertu ávallt fyrstur til
að sýna tennurnar. Á þann hátt
nærðu betri stöðu frá byrjun.
Stjórnandi, sem ekki er reiðu-
búinn til að berjast fyrir sín-
um skoðunum ætti mun frem-
ur að sópa skrifstofuna að
starfsdegi loknum heldur en að
sitja í forstjórastólnum.
KLÆÐABURÐUR
Michael Korda leggur áherzlu
á, að klæðaburður stjórnanda
sé mikilvægt atriði. Klæðnað-
urinn eigi að vera dálítið
íhaldssamur, en lýtalaus. Topp-
tískufatnaður sé jafn mikil
mistök og alskegg og galla-
buxur. „Stresstuðrur" með ál-
lislum og gerfiefni telur Korda
vera auglýsingu um meðal-
mennsku. Ekta leðurtaska eða
nákvæmlega engin taska, sé
aðalsmerki forstjóranna.
SKRIFSTOFAN
íburðarmiklar skrifstofur for-
stjóra eru ekki til þess fallnar
að styrkja stöðu þeirra sem
stjórnenda, segir Korda. Lát-
leysið og staðsetning þeirra
skiptir hér mestu máli. Skrif-
stofuherbergið á að vera þann-
ig í sveit sei,t, að ekki sé hægt
að komast inn í það nema í
gegnum skrifstofu einkaritar-
ans.
Húsgögnin eiga að vera lát-
laus, en vönduð. Skrifborð, 2
stólar, minna borð, sófi og ef
til vill skjalaskápur. Litirnir
eiga að vera dökkir og gólftepp-
ið einlitt og dökkt.
Á skrifborðinu á ekki að vera
annað sjáanlegt en pennastatíf
og öskubakki, síminn helzt
niðri í skúffu.
Allt, sem á annað borð hang-
ir á veggjunum, skal vera
kyrfilega innrammað. Gull-
pennar og vandaðir bréfahníf-
ar mega gjarnan sjásí, en fyrir
alla muni hvorki hefíarar eða
límrúllustatíf.
Láttu einkaritarann færa þér
og gestum þínum kaffi í boll-
um úr kínversku postulíni eins
og plast hafi aldrei verið fund-
ið upp.
Og nú getum við sagt með
sanni: Guði sé lof að við erum
á íslandi, en ekki í Ameríku!
Tann
ENSKIR
PENINGASKÁPAR
eldtraustir — þjðf heldir
heimsþekkt
framleiðsla.
E. TH. MATHIESEN H.F.
DALSHRAUNI5
HAFNARFIRÐI
SIMI 51888
FV 4 1978
69