Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1978, Page 73

Frjáls verslun - 01.04.1978, Page 73
Morgunsvæfir eiga að vakna fyrir allar aldir og notfæra sér þannig ákjósan- legustu starfs- tíma en ekki bíða fram á kvöld. ur o. þ. h. Snertu ekki sterkt áfengi nema að þú hafir efni á að ljúka vinnudegi á þann hátt. • Ef þú ert þreyttur og illa upplagður þegar líður á seinni hluta vinnudags skaltu ekki hika við að taka þér hvíld. Læstu hurðinni, láttu símann bíða og leggstu á sófann. Hænu- blundur er virkasta aðferðin til þess að hvílast við þessar að- stæður. Eftir 15 mínútna blund ertu aftur í góðu jafnvægi. • Sértu morgunhani þá skaltu vakna fyrir allar aldir og not- færa þér þannig þinn ákjósan- legasta starfstíma. Sértu hins vegar morgunsvæfur og vinnur bezt þegar degi tekur að halla, þá skaltu ekki djöflast á fætur mjög snemma: Farðu seint á fætur og starfaðu fram á rauða nótt. • Ein aðferð hefur reynst mörgum notadrjúg. Hún er sú að skipta vikunni í tvennt og vinna heima hjá sér t. d. á mið- vikudögum. Þeir, sem hafa reynt þetta, telja flestir að sá dagur verði fyrir bragðið drýgstur, — mestu komið í verk. • Notaðu einn ákveðinn dag vikunnar til þess að ljúka alls konar smærri verkefnum, jafn- vel pirrandi aukaatriðum, ó- loknum formsatriðum frá fyrri starfsdögum vikunnar o. s. frv. • Gerðu aldrei neitt, sem þú þarft ekki að framkvæma, farðu aldrei inn á verksvið annarra. Eitt af þínum hlut- verkum er að sjá öðrum fyrir nægilegum verkefnum. Verk- efnaleysi er oftar ástæðan fyr- ir óánægju meðal starfsfólks heldur en annir. Deildu ábyrgð- inni með samstarfsfólki til hins ýtrasta og treystu því fullkom- lega um leið. • Settu hverju verkefni ákveðin tímamörk, sérstaklega þeim, sem krefjast sérstakrar einbeitni. • Gerðu ávallt skarpan greinarmun á venjubundnum verkefnum og þeim, sem krefj- ast einbeitni og umhugsunar. Eyddu ekki tíma í verkefni, sem áður hafa verið leyst með einföldum aðgerðum og reynst hafa vel. Byrjaðu hvern dag á því að vinza úr þau verkefni, sem krefjast sérstakrar athug- unar og ekki flokkast undir venjubundin framkvæmdarat- riði. Skiptu þessurii verkefnum i tvo flokka og ýttu þeim venju- bundnu og lítilvægari frá þér og geymdu þau þar til þú hef- ur tíma til að sinna þeim. Flokkaðu síðan mikilvægari verkefnin eftir forgangsröð og taktu til við að leysa þau í þeirri röð. • Afmarkaðu ákveðinn tíma dags, t. d. 1-2 klst., fyrir verk- efni, sem krefjast sérstakrar umhugsunar og tryggðu þér næði á meðan. • Hafðu ávallt við hendina pappír og penna eða segulband þegar þú vinnur að flóknari viðfangsefnum, skráðu eða tal- aðu inn á band þær athuga- semdir, sem máli skipía. Að öðrum kosti gleymast mörg mikilvæg atriði málsins jafn- óðum, en það rýrir óneitanlega gildi niðurstöðunnar. • Margar aðferðir hafa ver- ið kenndar til þess að vinna skipulega að lausn stjórnunar- vandamála. Ein þeirra sem skilar árangri er þessi: Lestu lauslega og hratt yfir það sem er handbært af upplýsingum um málið þannig að aðalatriði þess séu þér ljós. Næst skaltu lesa með athygli í gegn um allt málið og sirika undir þau at- riði, sem eru mikilvæg. Að lok- um skaltu hugleiða hvert at- riði, draga þau saman í aðah atriðum og skrá á blað. Þa fyrst er hægt að fara að velta fyrir sér mismunandi lausnum; Hug- leiddu hvern valkost fyrir sig t. d. með því að spyrja: Hvaða ókosti hefur þessi lausn, hverj- ir eru kostir hennar og hvaða afleiðingar gæti hún hugsan- lega haft. Sú lausn, sem hefur flesta kosti og fæstar slæmar afleiðingar, er sú rétta. FV 4 1978 73

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.