Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1978, Side 80

Frjáls verslun - 01.04.1978, Side 80
fyrir verslun. Við slógúm okk- ur saman og keyptum þetta hús af dánarbúi Tómasar Björns- sonar og fluttum verslanirnar hingað. Að auki eru svo hérna viðgerðaþjónusta Skrifstofuvéla hf., Tölvuþjónustan hf., skrif- stofa Krossanesverksmiðjunn- ar, skrifstofur Sjálfstæðis- flokksins á Akureyri og verslun og verkstæði glerslípara. ÞRJÁR VERSLANIR MEÐ BÓKSÖLULEYFI Á Akureyri eru 3 verslanir sem hafa bóksöluleyfi og eru þær allar staðsettar í miðbæn- um. — Samkeppnin er alltaf nokkuð hörð, sagði Aðalsteinn, — en samstarfið er líka mjög ánægjulegt. Samkeppnin hefur orðið til þess að verslanirnar hafa sérhæft sig. Bókabúð Jón- asar hefur farið í bækumar, Huld er í minjagripum, en ég hef einbeitt mér að þjónustu við skrifstofur og reyni að hafa allar vörur sem þarf til skrif- stofuhalds. Ég hef líka verið eins konar umboðsmaður fyrir Skrifstofuvélar hf. hér og hef haft allar stærri vélar frá þeim í umboðssölu, en selt þær smærri alveg sjálfur. Svo er mikill hluti af minni veltu í vörum sem þarf fyrir þessar vélar. Það er ekki svo lítið sem þarf af ljósritunarpappír og litaböndum o.s.frv. hér í bæn- um. í fyrra var svo sett upp verkstæði frá Skrifstofuvélum hérna í húsinu og þeir senda hingað menn sem veita alla við- gerðaþjónustu fyrir þessar vél- ar sem ég sel. Vélarnar, sem eru af ýmsu tagi, hafa smám saman orðið langstærsti hlut- inn í versluninni hjá mér. Næst á eftir koma pappírsvörur og ritföng. Ég reyni þó að slá ekki alveg slöku við bækurnar og þessa dagana er ég með vísi að bókamarkaði í búðinni hjá mér. —Það var líka tilviljun að ég fór út í þessa grein, sagði Aðalsteinn. — Það var fyrir- tæki hér í bæ, sem óskaði eftir því að ég útvegaði litabönd í IBM ritvélar. Ég rakst því inn hjá Skrifstofuvélum og þar var mér boðið umboð, sem ég tók við með hálfum huga. UMBOÐ FYRIR ÚTSÝN Meðan spjallað var við Aðal- stein var sífellt verið að hringja til að spyrja um sólarlandaferð- ir. Þá kom í ljós að hann er með umboð fyrir Útsýn á Ak- ureyri. — Það hef ég haft síðan ég byrjaði að versla hér, sagði Aðalsteinn. Það hefur orðið svo mikil aukning í því starfi, að ég hef orðið manneskju í hálfu starfi til að taka á móti pönt- unum. Mars og apríl eru þó aðal annamánuðimir, en þá er fólk að panta sumarleyfisferð- irnar. Bókval stendur á nokkuð miklu umferðarhorni og ósjálf- rátt dettur manni í hug að það sé út úr aðal straumnum um miðbæinn. — Ég óttaðist þetta líka í fyrstu, sagði Aðalsteinn, — en það hefur komið í ljós að ég hef ekki misst neina við- skiptavini, fremur bætt við mig. Svo eru ýmsar endurbæt- ur á döfinni hér í nágrenninu, sem eiga eftir að gera þetta að ennþá betri stað. Hér fyrir neð- an eru t.d. gamlar vöruskemm- ur, sem eiga að hverfa og þar koma mikil bílastæði í staðinn. Sjálft húsnæðið er líka 100% stærra en það gamla var og ég hef ennþá stækkunarmöguleika þegar glerslípunarverkstæðið verður flutt, sem á að gerast á næstunni. Þar sem Aðalsteinn hefur stundað verslun bæði á Akur- eyri og í Reykjavík verður hon- um ósjálfrátt á að bera þetta saman. — Það eru vissulega margir ókostir við að versla hér á Akureyri, sagið hann. Flutn- ingskostnaðurinn er mikill og allir flutningar erfiðir. Þá er símakostnaðurinn gífurlegur. En það er skemmtilegra að vera hér. Hér þekkir maður flesta viðskiptavinina. Flest alla stjórnendur fyrirtækja sem kaupa vélar hér þekki ég per- sónulega. Þó það sé dýrara að versla hér, þá vil ég það ólíkt frekar. íbúðin: Hefur sér- hæft sig * • • B I solu gólfteppa Á Akureyri eru starfandi nokkuð margar byggingarvöru- verslanir. Sú þeirra sem er einna nýjust heitir Ibúðin hf. og er við Tryggvabraut 22. í búðinni hitti Frjáls verslun fyrir Ingvar G. Ingvarsson. — Þetta byrjaði allt með því að ég fór að selja teppi í um- boðssölu heima í kjallara, sagði Ingvar, — en svo fór þetta að vaxa smám saman hjá mér og varð að mínu aðalstarfi. Þá fékk ég leigt húsnæði við Strand- Ingvar G. Ingvarsson. götuna, mjög lítið og ófullkom- ið að vísu, en þar var ég í 2 ár. Fyrst var bara opið frá 5—7. Svo fór konan mín að vera þarna meira og minna og svo endaði þetta með því að ég var kominn í þetta allur. í nóvem- ber 1975 flutti ég svo í annað 80 FV 4 1978

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.