Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1978, Page 83

Frjáls verslun - 01.04.1978, Page 83
möstur og ýmislegt fleira og þessa hluti húðum við alla sjálfir. Þá er mikið af verk- efnum sem koma frá ýmsum aðilum. Til dæmis vinnum við mikið fyrir Slippstöðina, enda næstu nágrannar hennar. — Hvað sandblásturinn snertir, sagði Jóhann, — þá fer hann þannig fram, að stálsvarfi er blásið með 110 kílóa þrýst- ingi á flötinn sem á að hreinsa. Þetta er mjög mikilvirk aðferð, sem alveg hvíthreinsar járn. Það er eins með sandblásturinn og húðunina. Við erum bæði að blása okkar eigin framleiðslu og hluti fyrir aðra. Við sand- blásum mikið af því járni sem Slippstöðin notar í skip sín og svo allt það sem við kaldhúð- um. Hins vegar kaldhúðum við ekki annað en það sem við ekki komumst yfir að heithúða. FRAMLEIDDU STAURA FYRIR ALLT LANDIÐ — Reksturinn hjá okkur hef- ur aukist mjög á síðustu árum, sagði Jóhann. — Sérstaklega er aukningin mikil í okkar eigin framleiðslu. I rauninni þyrftum við að stækka við okkur hús- næðið, en við vitum ekki enn hvenær hægt verður að ráðast í svoleiðis stórvirki. Eins og er erum við mest að framleiða ljósastaura, en sú framleiðsla er mest eftir pöntunum. Við höfum til skamms tíma fram- leitt ljósastaura fyrir allt land- ið, en núna er komið annað fyr- irtæki, sem framleiðir staura. — Það er náttúrulega margt fleira sem framleitt er hér, saeði Jóhann. — Sem dæmi má nefna sorpílát, sem mikið hafa verið notuð hér á Akur- eyri og frystiramma fyrir frystihús. En ég tek það fram að við erum eingöngu með ný- smíði, en engar viðgerðir. — Starfsmenn fyrirtækisins eru 14, en yfir sumarið erum við þó oftast fleiri, sagði Jó- hann, — og fyrir hefur komið að það hefur verið unnið á vöktum hér. Þetta kemur af því, að mikið af verkefnum raf- magnsveitna fer fram á sumrin, t.d. línulagnir og uppsetning ljósastaura. Þó við reynum að framleiða eitthvað á lager yfir veturinn, þá dugar það ekki til. AKUREVRI ER BÆR FRAMFARANNA. Þar bíða tækiftæri þeirra, sem kunna að nota þau. Komið — sjaið — kynnist AKUREYRI framtíðarbær FV 4 1978 83

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.