Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1978, Side 98

Frjáls verslun - 01.04.1978, Side 98
’Frá iritstjórn Sami grauturinn Það verður skráð í eftirmæli um þá ríkis- stjóru, sem senn fer frá völdum, að hún tók við þungu búi með 50% verðl)ólgu og skiilar því aftur af sér með 50% verðbólgu. Þar með eru greinilega rofin þau ágætu fyr- irheit, sem forsvarsmenn liennar gáfu við stjórnarmyndunina sumarið 1974. Þá var talað uni að lcoma verðbólgunni niður i 15' - á tiltölulega skömmum tíma. Þegar menn rifja þennan gullfagra ásetning upp í ljósi fjögurra ára reynslu verður þetta tæpast kallað annað en lélegur brandari. Þar með er ekki sagt, að ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafi cngu góðu til leiðar komið. Talsmenn stjórn- arfJokkanna benda réttilega á árangur í land helgismálinu, fulla atvinnu, og Sjálfstæðis- menn ennfremur á farsæla lausn utanríkis- og varnarmála. Hinn ahnenni kjósandi á hins vegar erfitt með að meta þennan árangur að verðleikum því að í augum hans er hitt skýr- ast, að ríkisstjórnin hefur ekki getað hamið verðbólguþróunina sem var þó hennar brýn- asta verkefni áisamt öryggis- og varnarmál- um eins og mál stóðu vorið 1974. Það er kannski ekki nema von að menn spyrji nú eftir fjögurra ára valdaferil ríkis- stjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks, liver sé í grundvallaratriðum munur á liægri og vinslri í íslenzkri pólitík ef sam- anlmrður er gcrður milli síðustu vinstri stjórnar og núverandi rikisstjórnar. 1 utan- ríkismálum er stefnumunurinn augljós en það er erfitt að henda reiður á, hvað raun- verulega skilur á milli í innanlandsmálum. Báðum ér sameiginlegt að þær hafa ekki valdið verkefni sínu. F ramkvæmd stjórnarstcfnunnar síðasli kjörtímabil hefur verið handahófskennd i meira lagi. Framan af var þetta einkar áber- andi cn nokkur brcyting varð undir lokin. Mikilvæg stjómarfrumvörp þvældust milii stjórnarráðs, jiings og þjóðar eins og skatta- lagafrumvarpið. Seint og um síðir kom stjórnarfrumvarpið um verðlagsmál fraan og var samþykkt en þá í þeirri mynd, að fróðir rnenn sjá ekki livaða breytingu það boðar þvi að framkvæmdin sé cnn svo óljós. öpin- berir embættismenn liafa meira að segja lát- ið hafa það cftir sér, að setning liinna nýju laga þurfi ekki nauðsynlega að þýða neina hreylingu í verðlagsmálum. Núverandi ríkiisstjórn hefur átt við mikla örðugleika að etja í samskiptum við aðila vinnumarkaðarins. Yiðbrögðin við ráðstöf- unum í efnahagsmálum í vetur og vor eru lil marks um það. Það er engum blöðum um það að fletta, að sú aðhaldsstefna, sem í að- gerðunum fólst var bráðnauðsynleg en ríkis- stjórnin hefur ekki J)ótt trúverðug í stjórn sinni á efnahagsmáhi.num. Alls kyns glæfra- leg fjánnálaævintýri, sem þróazt liafa í skjóli persónulegrar metorðagirndar einstakra ráð- íierra eða þingmanna, liafa isvipt rikisstjórn- ina og forráðamenn liennar trúnaðartrausti. Þetta er ein milcilvæg ástæða fyrir stöðugt fallandi gengi hennar. Margt annað lcem- ur til. Verulega skortir á að islenzkir kjósendur liíii'i fyrir sér nógu glögga valkosti. „Það er sami grautur í sömu skál“ cr dómur almenn- ings, þegar gerður er samanburður milli rík- isstjórna, sem eðli málsins samkvæmt ættu að hafa sín ljósu séreinkenni. Kjósendur geta vitanlega sjálfum sér um kennt, því að þeir ráða áhrifalilutföllum stjórnmálal'lokkanna og liafa með dreifingu atkvæða á milli flokka lieint stjórmnálaþróuninni inn á Imuit mála- miðlunar og lirossakaupa í stað ])e.ss að fá l'rain skýra drætti og ómengaða stefnu. Það cr kominn tími til að uppstokkun eigi sér stað. 98 FV 4 1978

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.