Frjáls verslun - 01.08.1978, Blaðsíða 7
Hrefna Sigvaldadóttir, hefur verið ráðin
skólastjóri við Breiðagerðisskóla í Reykjavík,
ein þriggja kvenna, sem eru skólastjórar viö
grunnskóla í Reykjavík. Hrefna hefur veriö
kennari við Breiðagerðisskóla í 20 ár, fyrst 15 ár
sem almennur kennari, en síðan yfirkennari í 5
ár, unz hún varð skólastjóri.
Hrefna sagði, að starf skólastjóra væri fyrst
og fremst stjórnunarstarf, en auk þess hefðu
skólastjórar alltaf nokkra kennsluskyldu, og
mundi hún taka aö sér stuðningskennslu í
vetur.
(Breiðagerðisskóla eru nú 340 nemendur, en
þeim hefur fækkað verulega undanfarin ár.
Þegar mesti nemendafjöldi var í skólanum voru
íhonum 1500 börn, og skólinn jafnvel þrísetinn.
í skólanum er góð aðstaða t. d. er þar bæði
sundlaug, leikfimissalur og bókasafn, auk
kennslustofa og annarar aðstöðu. í Breiða-
gerðisskóla verður í vetur starfrækt sérdeild
fyrir börn með sérþarfir, og í tengslum við hana
er svokallað skólaathvarf. Kennaralið Breiða-
gerðisskóla nú í vetur telur 25 manns.
Hrefna er fædd 21. marz 1930 í Reykjavík.
Hún varð stúdent frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1950. Fór hún síðar í stúdentadeild
Kennaraskóla (slands og útskrifaðist þaðan
sem kennari 1958. Hóf hún strax að námi loknu
kennslu við Breiðagerðisskólann í Reykjavík.
Þórður Sverrisson tók nýlega við fram-
kvæmdastjórastarfi hjá Stjórnunarfélagi (s-
lands. Þórður er 26 ára Hafnfirðingur, fæddur
24. apríl 1952. Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð 1972 og prófi frá
viðskiptadeild Háskóla fslands í janúar 1977.
Að því loknu stundaði hann nám við rekstrar-
hagfræðideild Gautaborgarháskóla um eins
árs skeið.
Á námsárum sínum starfaði Þórður við
kennslu í hagfræði í verzlunargreinum við
Flensborgarskóla og Iðn.skóla Hafnarfjarðar,
og á sumrin starfaði hann sem sölumáður. Að
loknu námi vann hann um tíma hjá Félagi
íslenzkra bifreiðaeigenda (F(B) sem hagfræð-
ingurfélagsins.
Þórður sagði, að frá miðjum september og
fram að áramótum yrðu haldin 15 námskeið á
vegum Stjórnunarfélagsins, en hvert námskeið
stendur yfir tvo til fimm daga í senn. Nám-
skeiðin verða með svipuðu sniði og verið hefur.
Fram að áramótum verða m. a. haldin nám-
skeið í stjórnun, bókfærslu, skjalavistun, síma-
vörzlu, námskeið í vaxtaútreikningum og nám-
skeið sem fjallar um fjármál einstaklinga, en
bæöi þessi síðasttöldu námskeiö eru ný af nál-
inni hjá Stjórnunarfélaginu. Auk þess verða
sýndar kvikmyndir hjá félaginu, svokallaðar
stjórnunarkvikmyndir.