Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1978, Side 50

Frjáls verslun - 01.08.1978, Side 50
5. Þjálfa starfsfólkiö (og fram- kvæmdastjórann) f að nota sem allra fæst orð þegar skjöl með upplýsingum eru skrifuð. Þessi skjöl geta verið allt frá heilum síð- um niöur í pappírsmiða á stærö við eldspýtustokk. 6. Nauðsynlegt er að fækka samtölum varðandi upplýsingar. Staöliö upplýsingar. Það er oftar hægt en talið er, sérstaklega ef skipulega er að því staðið að minnka orðaflóðið. Það er marg- sannað mál að hægt er að koma upplýsingum frá sér á nákvæm- lega jafn virkan hátt í 10 orðum sem í 100. Ástæðan er að sjálf- sögöu sú að oftast eru 90 orð óþörf. Trúið því ekki? — reynið. I stað upplýsinga í mæltu máli, heimtið þær skriflegar. Upplýsing- arnar verða færri, — ástæðan er sú að þær sem engu máli skipta berast ekki lengur. 7. Látið einn ákveðinn starfs- mann sjá um að taka við upplýs- ingum frá framkvæmdastjóra og koma þeim til einstakra starfs- manna, þaö eru upplýsingar sem ekki er talin þörf á að fylgja eftir með viðtali, eða upplýsingar sem flokkast sem forgangsatriöi nr. 3 eöa þar á eftir. Notið morgun- fundina m.a. til þess að ganga úr skugga um að starfsfólk hafi feng- ið rétt skilaboð eða upplýsingar og að það hafi skilið þau. ítrekiö þau atriði sem grunur er á að ekki séu nægilega vel skilin. 8. Látið ekki hraðann hlaupa með starfsfólkið í gönur. Þótt skipulega hafi verið staöið að því að minnka fyrirferö upplýsinga, fækka orðum og hraða miðlun þeirra, má ekki láta það þróast upp í svo mikla einföldun að upplýs- ingarnar skiljist ekki. Fáið ein- hvern utan fyrirtækisins til þess að koma og reyna að skilja það sem fram fer og þær upplýsingar sem ganga á milli. Ef hann skilur ekki neitt þarfnast málið endurskoðun- ar vegna þess að þá skilur starfs- fólkið ekki nema helminginn sjálft. 9. Notið örvarit við skipulagn- ingu verkefna. Þau gera öllum kleift að fylgjast meö því hvað aörir eru að gera auk þess sem þau stórauka afköst. Ef starfsfólk- ið þekkir ekki kerfið, sendið það umsvifalaust á námskeið. Tæknin er einföld og auðlærð fyrir hvern sem er. 10 stunda námskeið er meira en nóg. 10. Hafið hugfast að með því að taka jákvætt á málefnum og skýra jákvæðu hliðar þess á undan þeim neikvæðu, þótt þær neikvæðu séu í meirihluta, þá á fólk auðveldara með að skilja. Reyndar er taliö að fólk sé helmingi fljótara aö skilja málefni á þann hátt. Þessi grein er mjög stutt. Til- gangurinn er augljós. En með því aö taka upp þessi einföldu atriði þá er verið að bæta samband inn- an fyrirtækis á þann hátt að gera upplýsingar margfalt virkari. Upp- lýsingar eru til alls fyrstar á þess- um vettvangi. Nú eru eingöngu þýðingarmiklar upplýsingar í gangi og því eru þær teknar til greina í stað þess að hafa mikið af upplýsingum í gangi og engar teknar til greina. Kerfið má endur- bæta verulega, aðalatriðið er að það sé sett í gang og síðan að- lagöað þeim aðstæðum og þörfum sem ráða í fyrirtækinu. oo VIO SKULUM EKKI HAFA HÁTT enda ALGJÖR ÓÞARFI RINGMASTER UMBOÐIÐ RINGMASTER INNANHÚSS TALKERFI Fjölgun númcra og talrása eftir þörfum. Einnig ódýrari útgáfa með allt að 20 númerum og einni talrás. Borð- og veggtæki ásamt tilheyrandi aukabúnaði. Önnumst uppsetningu, viðhal(l og varahlutaþjónustu. Radiostofan Þórsgötu 14 sími 14131 50

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.